Entries by TF3JB

,

SVEINBJÖRN JÓNSSON TF8V ER LÁTINN

Sveinbjörn Jónsson, TF8V, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Bragi Reynisson, TF3BR, hefur sett upplýsingar inn á Facebook þess efnis, að Sveinbjörn hafi látist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir stutt veikindi 6. september. Hann var á 55. aldursári, leyfishafi nr. 206. Um leið og við minnumst Sveinbjörns með þökkum og virðingu færum við […]

,

ÁKVÖRÐUN PFS NR. 17/2019 VAR KYNNT

Efnt var til kynningar- og umræðufundar í Skeljanesi 5. september í tilefni bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 17/2019. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, formaður EMC nefndar félagsins hafði framsögu og fór yfir ákvörðunina, sem varðar kvörtun vegna truflana frá radíóamatör á sjónvarpsmóttöku og gæðum nettengingar hjá nágranna hans. Við mælingar tæknideildar PFS á vettvangi var truflunin […]

,

ÁKVÖRÐUN PFS TIL UMRÆÐU 5. SEPTEMBER

Skýrt var frá bráðabirgðaákvörðun PFS nr. 17/2019 er varðar fjarskiptatruflanir af völdum talstöðvarnotkunar á heimasíðu ÍRA þann 23. ágúst s.l. Stjórn ÍRA hefur ákveðið, að höfðu samráði við EMC nefnd félagsins, að málið verið til umræðu í Skeljanesi, fimmtudaginn 5. september n.k., kl. 20:30. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, formaður EMC nefndar, mun hafa framsögu. Kaffiveitingar. […]

,

NÝTT CQ TF KEMUR ÚT 29. SEPTEMBER

Nú styttist í septemberhefti CQ TF. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur efnis er til 14. september n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. –

,

Gjafir til félagsins

ÍRA hefur borist að gjöf tveir vandaðir stólar til notkunar í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Það var Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, sem færði félaginu þessa nytsömu gjöf fimmtudaginn 29. ágúst. Stólarnir koma í góðar þarfir og hefur verið fundinn staður í fundarsal á 1. hæð. Sama dag komu Thomas W. Brooks, KE1R og XYL Rosemarie Bagioni, […]

,

Góðar fréttir fyrir radíóamatöra

Fundi í undirbúningsnefnd ITU vegna tíðniákvörðunarráðstefna ITU 2019 og 2023 (WRC) lauk í Ankara í Tyrklandi í gær, 29. ágúst. Meðal mála sem varða tíðnisvið radíóamatöra, er léttir að skýra frá því að tillögu franskra stjórnvalda um hugsanlegan aðgang flugþjónustunnar að 144-146 MHz bandinu (mál vegna WRC 2023), var felld á fundinum. Í annan stað […]

,

Góð mæting og góðir gestir í Skeljanesi

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 29. ágúst. Heiðursgestir kvöldsins voru Thomas W. Brooks, KE1R og XYL Rosemarie Bagioni, N1DSP frá Connecticut í Bandaríkjunum. Ennfremur kom Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, á staðinn en hún er í stuttri heimsókn á Íslandi um þessar mundir. Þau hjón búa steinsnar frá aðalstöðvum ARRL í Connecticut og starfar Tom […]

,

Snyrt til við innganginn í Skeljanesi

Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, mætti í Skeljanes upp úr hádeginu í dag (29. ágúst). Á dagskrá var að hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið sjálft og við innganginn. Verkið gekk hratt og fljótt fyrir sig og er nú orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að heimsækja staðinn. Leigumarkaður BYKO í Breidd sá okkur fyrir Honda […]

,

Skeljanes fimmtudag 29. ágúst – opið hús

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 29. ágúst. Nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Í boði: Kaffi, te, létt kolsýrt vatn og meðlæti frá Björnsbakaríi. Meðal góðra gesta sem eru væntanlegir: Elín TF2EQ, RoseMarie N1DSP og Tom KE1R. Stjórn ÍRA.

,

TF3IRA BRÁTT QRV UM OSCAR 100

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp TF3GZ, mættu í Skeljanes í morgun (laugardaginn 24. ágúst) til góðra verka í þágu félagsstöðvarinnar. Skipt var um m.a. um fæðilínu fyrir 2400 MHz merkið frá transverter‘num. Þar með varð standbylgja í lagi og styrkur merkis batnaði um 3dB. Ennfremur voru gerðar nauðsynlegar stillingar á […]