GÓÐIR GESTIR Í SKELJANESI 30. NÓVEMBER
Þátttakendum á yfirstandandi námskeiði ÍRA til amatörprófs bauðst að heimsækja félagsaðstöðuna í Skeljanesi laugardaginn 30. nóvember. Jón Björnsson, TF3PW, umsjónarmaður námskeiða félagsins, skipulagði daginn sem heppnaðist mjög vel. Dagurinn hófst kl. 10 árdegis með stuttu ávarpi formanns. TF3JB lýsti aðstöðu félagsins og helstu starfsþáttum sem standa félagsmönnum til boða. Að því loknu tók varaformaður við. […]
