Entries by TF3JB

,

GÓÐIR GESTIR Í SKELJANESI 30. NÓVEMBER

Þátttakendum á yfirstandandi námskeiði ÍRA til amatörprófs bauðst að heimsækja félagsaðstöðuna í Skeljanesi laugardaginn 30. nóvember. Jón Björnsson, TF3PW, umsjónarmaður námskeiða félagsins, skipulagði daginn sem heppnaðist mjög vel. Dagurinn hófst kl. 10 árdegis með stuttu ávarpi formanns. TF3JB lýsti aðstöðu félagsins og helstu starfsþáttum sem standa félagsmönnum til boða. Að því loknu tók varaformaður við. […]

,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2019

CQ World Wide DX CW keppnin 2019 var haldin helgina 23.-24. nóvember. Gögnum var skilað inn fyrir átta TF kallmerki, þar af keppnisdagbókum fyrir fjögur og skiptust stöðvarnar á fjóra keppnisflokka: TF3VS – einm. flokkur, 20 metrar, lágafl. TF3W – einm. flokkur, 20 metrar, aðstoð, háafl (op. TF3DC). TF3JB – einm. flokkur, 40 metrar, háafl. […]

,

VEL HEPPNAÐ ERINDI TF3KX OG GJÖF MÓTTEKIN

Kristinn Andersen, TF3KX, mætti í Skeljanes á vetrardagskrá ÍRA þann 28. nóvember með erindið „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“. Hann fór fyrst yfir QRP skilgreiningarnar, en QRP afl miðast oftast við mest 5W á morsi (10W á SSB) og QRPp  við mest 1W. Hann útskýrði vel hversu vel QRP afl skilar sér í […]

,

TF QSL BUREAU HREINSAR ÚT UM ÁRAMÓT

Áramótasending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram í janúar 2020. Þá verða öll kort sem borist hafa til stofunnar (þ.á.m. til smærri staða) póstlögð til kortastofa systurfélaganna um allan heim. Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2019/20 verður fimmtudagskvöldið 9. janúar 2020. Þau kort sem berast í QSL kassann í Skeljanesi […]

,

TF3KX VERÐUR Í SKELJANESI 28. NÓVEMBER

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Kristinn Andersen TF3KX í Skeljanes með erindið „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“. Hin síðari ár hefur framboð á QRP stöðvum fyrir radíóamatöra aukist með hverju árinu. Í boði eru í dag, hvorutveggja gott úrval af samsettum og ósamsettum […]

,

SKEMMTILEGUR SUNNUDAGUR

Önnur sunnudagsopnun á vetrardagskrá ÍRA var sunnudaginn 24. nóvember. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, mætti í Skeljanes og fjallaði um „Hvernig er að vera QRV á FT4?“ Fram kom m.a. að FT4 sem er samskiptaháttur sem hefur verið kynntur sem tilraun sem beint er sérstaklega að keppni. Hann lagði áherslu á að FT4 er ekki mótunaraðferð […]

,

MORS Í GÖMLU LOFTSKEYTASTÖÐINNI

Í gömlu Loftskeytastöðinni við Brynjólfsgötu er óvenjuleg ljósasería á þakkanti hússins. Þarna hefur verið sett upp listaverkið „K“ (Með ósk um svar) eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. Það samanstendur af ljósaperum sem stafa á morsi, tegundaheiti hvalategunda. Það var einmitt í Loftskeytastöðinni sem þráðlaus samskipti komust á við útlönd fyrir um 100 árum og loftskeyti voru […]

,

SÓFAUMRÆÐUR Í SKELJANESI Á SUNNUDAG

Sunnudaginn 24. nóvember kl. 11 árdegis verða 2. „sófaumræður“ vetrarins á yfirstandandi vetrardagskrá. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, mætir í sófann og leiðir umræður um hvernig er að vera QRV á FT4. WSJT-X hópurinn, þeir K1JT, K9AN og G4WJ kynntu nýju FT4 mótunina vorið 2019. FT4 er þróað í framhaldi af FT8 og einkum hugsað til […]

,

HARALDUR ÞÓRÐARSON TF8HP ER LÁTINN

Haraldur Þórðarson, TF8HP, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Þær upplýsingar bárust til félagsins í dag að Haraldur hafi látist á sjúkrahúsi í morgun, 21. nóvember. Hann var á 77. aldursári, heiðursfélagi í ÍRA og leyfishafi nr. 70. Um leið og við minnumst Haraldar með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans […]

,

50 MHz BANDIÐ Í HÖFN Á WRC-19

Góðar fréttir bárust til félagsins í morgun, 21. nóvember,  þess efnis að radíótíðniráðstefna Alþjóða fjarskiptasambandsins ITU, WRC-19, hafi samþykkt frumvarp IARU um að 50 MHz bandinu verði úthlutað til radíóamatörþjónustunnar. Endanlegur frágangur samþykktarinnar verður afgreiddur þegar ráðstefnunni lýkur í næstu viku. Samþykktin er stigskipt (eins og við var búist), þ.e. 44 þjóðríki á Svæði 1 […]