Entries by TF3JB

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES OG GÓÐAR GJAFIR

Félaginu barst að gjöf jeppafylli af radíódóti frá Sigurði Harðarsyni, TF3WS, fimmtudagskvöldið 14. nóvember. Þá lauk Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, við uppfærslu þriðju tölvunnar í fjarskiptaherbergi TF3IRA (Lenovo ThinkCentre). Síðast, en ekki síst, áttu félagsmenn góðar umræður um áhugamálið yfir kaffibolla. Að venju var mikið rætt um tækin, loftnet, „Sark 110“ loftnetsgreininn (sem einn var […]

,

SÓFAUMRÆÐUR Í SKELJANESI Á SUNNUDAG

Sunnudaginn 17. nóvember kl. 11 árdegis verða svokallaðar „sófaumræður“ í Skeljanesi; þær fyrstu á yfirstandandi vetrardagskrá. Til umfjöllunar verða viðurkenningar radíóamatöra. Jónas Bjarnason, TF3JB, leiðir umræður. Viðurkenningar hafa fylgt áhugamálinu í tæp 100 ár. Leitast verður við að svara nokkrum grundvallarspurningum, þ.á.m.: Hvað eru viðurkenningar radíóamatöra? Fyrir hvað standa þær til boða? Hvað þurfa menn […]

,

OPIÐ HÚS FIMMTUDAG 14. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 14. nóvember. Nýjustu tímaritin, góður félagsskapur, kaffi og meðlæti. Ný sending af QSL kortum verður komin í hús. Ath.: Áður auglýst erindi Valgeirs Péturssonar TF3VP þennan dag „Að smíða RF magnara fyrir HF böndin og fleira“ frestast af óviðráðanlegum ástæðum og verður auglýst síðar. Stjórn ÍRA.

,

VIÐBURÐUR SUNNUDAG 10. NÓV. FRESTAST

Áður auglýstar “sófaumræður” á morgun, sunnudag 10. nóvember, frestast um viku. Þess í stað verður viðburðurinn á dagskrá sunnudaginn 17. nóvember kl. 11 árdegis. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Stjórn ÍRA.

,

VEL HEPPNAÐ ERINDI TF3Y Í SKELJANESI

Yngvi Harðarson, TF3Y, mætti í Skeljanes á vetrardagskrá ÍRA þann 7. nóvember með erindið „Að minnka truflanir í móttöku í HF fjarskiptum“. Hann fjallaði um truflanir á HF; mismunandi tegundir, hvernig þær berast í viðtækið og kynnti aðferðir til að minnka þær. Hann upplýsti um helstu uppsprettur og dreifileiðir og sýndi m.a. áhugaverð sýnishorn af […]

,

ÁNÆGJA MEÐ NÁMSKEIÐIÐ “FYRSTU SKREFIN”

Óskar Sverrisson, TF3DC, leiðbeindi á námskeiðinu: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ sem var haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 7. nóvember. Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu, hvort heldur þeir eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf eða eldri leyfishafar. Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað þar sem […]

,

TF3Y VERÐUR Í SKELJANESI 7. NÓVEMBER

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Yngvi Harðarson, TF3Y, í Skeljanes með erindið „Að minnka truflanir í móttöku í HF fjarskiptum“. Eins og flestir radíóamatörar þekkja, torvelda truflanir/suð í móttöku í fjarskiptum á stuttbylgjunni (og neðar í tíðnisviðinu) því stundum, að menn nái samböndum. Þetta er […]

,

FYRSTA TF–TF QSO UM OSCAR 100

Fyrsta sambandið á milli íslenskra radíóamatöra um Es’hail/Oscar 100 gervitunglið fór fram í dag, sunnudaginn 3. nóvember, kl. 12 á hádegi. Það var á milli þeirra Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og Valgeirs Péturssonar, TF3VP. Valgeir byrjaði að hlusta á tunglið með 120cm diskloftneti þann 17. september en varð svo QRV í gær, 2. nóvember. Hann […]

,

NÁMSKEIÐ Í BOÐI 7. OG 14. NÓVEMBER

Námskeiðið „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ verður endurtekið í Skeljanesi 7. og 14. nóvember n.k. Ath. að nú er það haldið á fimmtudegi kl. 17-19, bæði kvöldin. Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu, hvort heldur þeir eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf eða eldri leyfishafar. Hugmyndin er […]

,

OPIÐ HÚS FIMMTUDAG 31. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, fimmtudaginn 31. október. Nýjustu tímaritin, góður félagsskapur, kaffi og meðlæti. Ný sending af QSL kortum er komin í hús. Stjórn ÍRA.