Entries by TF3JB

,

LOKAÐ NÆSTU TVO FIMMTUDAGA

Stjórn ÍRA ákvað í morgun, 17. ágúst, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram, a.m.k. næstu tvo fimmtudaga, 20. og 27. ágúst. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum á þessum tíma, þar til annað verður ákveðið. Ástæðan er auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tók gildi 14. ágúst og gildir […]

,

TF3IRA FÆR NÝTT LOFTNET

Sunnudaginn 16. ágúst var mætt í Skeljanes eftir hádegið. Verkefni dagsins var að setja upp nýtt Diamond  X-700HN VHF/UHF loftnet fyrir TF3IRA. Veður var eins og best verður á kosið, sól og vart ský á himni og lofthiti 20°C. Nýja loftnetið er betur staðsett en það eldra, á röri fyrir miðju húsinu á austurhlið (sbr. […]

,

TÍÐNIISKIPAN TIL ENDURSKOÐUNAR

Alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, IARU, hafa skipað sérhæfðan vinnuhóp til endurskoðunar á tíðniplönum á HF böndunum með sérstöku tilliti til fjarskipta á stafrænum tegundum útgeislunar. Verkefnið er að endurskoða staðsetningu fjarskipta fyrir stafrænar tegundir útgeislunar, með það í huga að auka tíðnisviðið. Ástæðan er, mikil aukning í fjarskiptum þar sem notaðir eru t.d. FT4 og FT8 […]

,

LOFTNETAMÁL TF3RPK Á SKÁLAFELLI

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Ólafur B. Ólafsson TF3ML; Samúel Þór Hjaltalín TF3SUT og Árni Þór Ómarsson TF3CE gerðu ferð á Skálafell síðdegis 12. ágúst. Á dagskrá var, að koma loftneti endurvarpans TF3RPK í lag fyrir veturinn. Í ljós kom, að fæðilína loftnetsins var verr á sig komin en menn höfðu talið, þannig að bráðabirgðaloftnetið sem […]

,

UPPFÆRÐ DXCC STAÐA TF STÖÐVA

DXCC er þekktasta og eftirsóttasta viðurkenning á meðal radíóamatöra. Í boði er að senda umsókn til ARRL þegar náðst hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar (lönd). Í boði eru alls 19 viðurkenningar; 12 eftir tíðnisviðum, 4 eftir tegund útgeislunar og 3 samkvæmt öðrum kröfum, auk skráningar á heiðurslista. Yngvi Harðarson, TF3Y, er með […]

,

VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2020

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin 2020 fer fram helgina 22.-23. ágúst n.k. Um er að ræða tveggja sólarhringa viðburð, en miðað er við að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni vita hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag. Í dag, 11. ágúst, hafa tveir íslenskir vitar verið skráðir […]

,

TF3W QRV Í WAE DX KEPPNINNI

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W frá Skeljanesi í Worked All Europe (WAE) DX keppninni 8. ágúst. Þetta var morshluti keppninnar, en SSB hlutinn verður haldinn 12.-13. september n.k. og RTTY hlutinn 14.-15. nóvember n.k. Landsfélag þýskra radíóamatöra stendur fyrir keppninni. Siggi var ánægður með árangurinn miðað við aðstæður. Skilyrðin lágu aðallega til Evrópu, […]

,

NÝR APRS STAFVARPI Á AKUREYRI

APRS stafvarpinn TF5SS fór í loftið í dag, föstudaginn 7. ágúst, laust fyrir kl. 18.00. QTH er skátamiðstöðin að Hömrum á Akureyri. Nýi stafvarpinn er viðbót við APRS-IS kerfið. Guðmundur Sigurðsson, TF3GS annaðist uppsetningu fyrir norðan en Magnús Ragnarsson, TF1MT sá um að stilla búnaðinn heiman að frá sér í Landeyjum. Guðmundur sagði, að fyrstu […]

,

ÁKVEÐIÐ AÐ LOKA Í SKELJANESI

Stjórn ÍRA ákvað í morgun, 4. ágúst, að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð frá og með deginum í dag og næstu tvo fimmtudaga, þ.e. 6. og 13. ágúst. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum á þessum tíma, þar til annað verður ákveðið. Ástæðan er ákvörðun heilbrigðisráðherra, sem er í samræmi við tillögu […]

,

VEL HEPPNAÐIR ÚTILEIKAR UM HELGINA

Ágæt þátttaka var í útileikunum um verslunarmannahelgina. Stöðvar voru virkar m.a. frá Þverárfjalli (við Sauðarkrók), Hofsósi og Húsavík (TF1OL), frá Búrfellsvirkjun, Grímsnesi og Eyrarbakka (TF3DT), Stokkseyri (TF1BT), frá Hveragerði (TF1EIN), frá Vogum og Djúpavatni (TF8KY), frá Borgarfirði (TF2LL og TF3GZ), frá Kleifarvatni og Hveravöllum (TF3EK), frá Reykjavík og nágrenni: TF1A, TF1EM, TF3DX/P, TF3EK, TF3IRA, TF3JB, […]