,

KIWISDR VIÐTÆKIÐ Í BLÁFJÖLLUM

KiwiSDR viðtækið í Bláfjöllum hefur verið úti síðan á miðvikudag (25.11.).

Þeir félagar, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ gerðu ferð á fjallið í dag (29.11.) í erfiðum veðurskilyrðum til að kanna með stöðu mála. Í ljós kom, að kassinn sem hýsir viðtækið heldur ekki frá raka (þrátt fyrir búnað til þess). Ekki tókst því að gangsetja viðtækið vegna bleytu.

Þeir félagar telja að e.t.v. sé besta lausnin að flytja viðtækið annað, þar sem veðuraðstæður eru ekki jafn erfiðar til að tryggja hnökralausa starfsemi. Næstu daga verður lagst yfir verkefnið. Stefnt er að því að viðtækið verði komið í notkun á nýjum stað fyrir áramót.

Tvö önnur KiwiSDR viðtæki yfir netið eru virk, þ.e. á Bjargtöngum í Vesturbyggð og á Raufarhöfn. Vefslóðir:  Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com  og Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com

Þakkir til þeirra félaga, TF1A og TF3GZ fyrir dugnaðinn.

Stjórn ÍRA.

Myndin er af TF1A við skápinn sem hýsir viðtækið. Ljósmynd: TF3GZ.

Vírinn (fyrir ofan) er 1 mm loftnetsþráður fyrir viðtækið. Ísingin mældist 8 cm þykk og veturinn rétt nýbyrjaður. Ljósmynd: TF3GZ.
Samið var um flutning upp á fjallið í þar til gerðu farartæki enda ófært að komast öðruvísi á toppinn sem er í 690 metra hæð. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − 6 =