,

QSL KORT TF3S BÁRUST TIL ÍRA

Aðstandendur Stefáns Þórhallssonar, TF3S komu kassa með QSL kortum á framfæri við stjórn félagins 21. nóvember. Um er að ræða nokkur hundruð DX kort og 12 kort frá íslenskum leyfishöfum; staðfest sambönd frá 1950-2015 eða í 65 ár. Stefán lést 2015.

Um er að ræða sambönd á tali (AM, SSB) og á morsi (CW). Töluvert er af áhugaverðum DX kortum og íslensku kortin eru frá 12 leyfishöfum: TF2KJ (80M CW 1977); TF3AR (20M CW 1952); TF3BB (80M CW 1968); TF3JJ (80M SSB 1969); TF3JX (15M CW 1981); TF3KX (80M SSB 1977); TF3MA (80M AM 1966); TF3NNN (80M CW 1978); TF3SG (20M CW 1981); TF5DC (80M SSB 1978); TF5GWN (80M CW 1977) og TF5TP (40M CW 1950).

Kortin eru fyrir sambönd TF2ST frá Lóranstöðinni í Vík í Mýrdal (1976), TF3ST/4U frá Genf í Sviss (1977) og TF3ST og TF3S frá Reykjavík (fyrir og eftir þær dagsetningar).

QSL kortin munu liggja frammi í Skeljanesi næstu opnunarkvöld og verða síðan í vörslu stjórnar óski félagsmenn eftir að sjá þau og e.t.v. vinna úr þeim að einhverju leyti.

Hugsanlegt er að meira af kortum hans muni berast félaginu. Bestu þakkir til aðstandenda. Þess má geta, að Stefán var leyfishafi nr. 28 og heiðursfélagi ÍRA. Faðir hans, Þórhallur Pálsson, TF5TP var einnig heiðursfélagi.

Stjórn ÍRA.

Hluti af kortunum sem bárust 21. nóvember. Eftir er að fara yfir öll kortin og flokka. Ljósmynd: TF3JB.
QSL kortin frá íslensku leyfishöfunum. Þau eru 12 talsins og kortið frá föður Stefáns, Þórhalli Pálssyni TF5TP er t.d. frá árinu 1950.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 − 8 =