,

GÓÐ SKILYRÐI NÆSTU DAGA

Skilyrðin á HF byrjuðu að batna í byrjun október s.l. Aðeins er tæpt 1 ár síðan við vorum í botni 11 ára sólblettasveiflunnar, þannig að ekki var búist við batnandi skilyrðum þetta fljótt.

Síðustu daga féllu skilyrðin nokkuð en eru á uppleið. Í dag (23.11.) stendur Flux‘inn í 94 og sólblettafjöldi í 35.

Líkt og gjarnan gerist þegar sólin er þetta virk koma truflanir (segulstormar) vegna þess að meiri virkni sólar þýðir meiri norðurljós og óstöðugleika sbr. stöplaritið frá NOAA fyrir K-gildið vikuna 17.-23. nóvember.

Skilyrðaspáin fyrir Flux‘inn stendur í 94 fram á laugar-dag en fer svo lækkandi (í 85) m.v. 7. desember.

27 daga spá NOAA (23.11.-11-12.2020): https://www.swpc.noaa.gov/products/27-day-outlook-107-cm-radio-flux-and-geomagnetic-indices

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 5 =