Entries by TF3JB

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN OPIN 2. SEPTEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL kort eru tekin að berast aftur og hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna. Kaffi og meðlæti verður í fundarsal. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Vegna Covid-19 er […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN FIMMTUDAG 26. ÁGÚST

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 26. ágúst. Mannskapur á báðum hæðum, góður andi og létt yfir mönnum. Mikið var rætt um skilyrðin, loftnet, fjarskiptatæki (og búnað), fæðilínur, truflanir á 80 metra bandinu og fleira. Kaffi og meðlæti gekk vel út. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri var búinn að flokka nýjar kortasendingar í hólfin. Mikill […]

,

Radíódót frá TF3WS

Sigurður Harðarson, TF3WS kom við í Skeljanesi í gær, 24. ágúst. Siggi færði okkur að þessu sinni spenna/spennugjafa af ýmsum gerðum ásamt fleiru vönduðu dóti. Sumt er merkt Landsímanum (m.a. með spennum frá Jóa og fl.). Allt saman kjörið efni til nota í heimasmíðar og verður til afhendingar til félagsmanna frá og með næstu fimmtudagsopnun, […]

,

NÝTT VIÐTÆKI Á VHF OG UHF

Karl Georg Karlsson, TF3CZ tengdi í dag (24. ágúst) nýtt viðtæki yfir netið fyrir 24-1800 MHz. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Um er að ræða Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz (á VHF og UHF). Loftnet er Diamond D-190. Karl Georg tók eftirfarandi fram á FB í dag: Víðtækið er ekki bara […]

,

MÁLAÐ YFIR VEGGJAKROT

Rúm vika er síðan men urðu varir við að á ný var búið að mála fleiri en eitt „listaverk“ á langa bárujárnsvegginn á lóðinni við Skeljanes. Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 var óhress með þennan verknað enda síðast í byrjun júní s.l. sem hann málaði yfir samskonar „listverknað“. Rigningardagar undanfarið hafa hamlað málningarvinnu utanhúss, en […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 26. ÁGÚST

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 26. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22. Tillaga að umræðuþema: Lárétt loftnet eða lóðrétt? Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL kort eru tekin að berast aftur og hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna. Kaffi og meðlæti verður […]

,

TF3AB VIRKJAÐI KNARRARÓSVITA

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin stendur yfir þessa helgi, 21.-22. ágúst. Svanur Hjálmarsson, TF3AB virkjaði Knarrarósvita að þessu sinni. Andrés Þórarinsson, TF3AM heimasótti hann í kaffi í gær (21. ágúst) og fylgir frásögn hans sem hann birti á FB hér á eftir. “Vitahelgin er um þessa helgi. Svanur, TF3AB var mættur við Knarrarósvita með sitt hjólhýsi […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN FIMMTUDAG 19. ÁGÚST

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 19. ágúst. Mannskapur á báðum hæðum og góðar umræður. Rætt var um fjarskiptin og skilyrðin á böndunum og um Alþjóðlegu vita- og vitaskipahelgina, en viðburðurinn hefst í dag (laugardag) og stendur yfir um helgina 21.-22. ágúst. A.m.k. 1 íslenskur viti er virkjaður að þessu sinni, Knarrarósviti við Stokkseyri. Ennfremur […]

,

VIÐTÆKIÐ Í BLÁFJÖLLUM UPPFÆRT

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu fleira heldur en bara að setja upp nýjan 1,2 GHz endurvarpa í Bláfjöllum 19. ágúst, því þeir uppfærðu um leið móttökuna á KiwiSDR viðtækinu yfir netið sem sett var upp á fjallinu þann 30. júlí s.l. Tækið hafði virkað mjög vel frá því það var tengt […]

,

NÝR ENDURVARPI Á 23 CM BANDI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ fóru upp í Bláfjöll í dag, 19. ágúst og settu upp fyrsta endurvarpann í 1200 MHz tíðnisviðinu hér á landi. Notaður er 1,2 GHz hluti Alinco DJ-G7E FM Wide stöðvar (sendiafl 1W) svo úr verður krossband endurvarpi á 1297 MHz. Varpinn er tengdur við VHF/UHF endurvarpskerfið í […]