Entries by TF3JB

,

ÍSLENSKIR DXCC VIÐURKENNINGARHAFAR

Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 22 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags. Fyrir 15. maí 2020 var vitað um 17 TF kallmerki en þann dag fundust heimildir um 5 til viðbótar.  Frá þessu var sagt á heimasíðu og í 3. tbl. CQ TF 2020, bls. 14. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/06/cqtf_34arg_2020_03tbl.pdf […]

,

SAC MORSKEPPNIN UM NÆSTU HELGI

63. Scandinavian Activity keppnin (SAC) – CW hluti – verður haldin um næstu helgi, 18.-19. september. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi. Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 16. SEPTEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Innkomin QSL kort hafa verið flokkuð í hólf félagsmanna. Kaffi og meðlæti verður í fundarsal. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 9. september. Sérstakur gestur okkar var Ralf Doerendahl, HB9GKR sem er búsettur í Aarau skammt frá Zürich í Sviss. Hann er hér á landi í 9. skipti. Hann mætti í félagsaðstöðuna ásamt Yngva Harðarsyni, TF3Y en þeir hafa m.a. virkjað saman fjallatinda. Ralf er mikill áhugamaður um SOTA (Summits […]

,

AFMÆLISGJÖF TIL ÍRA

Oddur Helgason framkvæmdastjóri ORG – Ættfræðiþjónustunnar ehf., afhenti Jónasi Bjarnasyni, TF3JB formanni ÍRA listaverk að gjöf til félagsins þann 31. ágúst í Skeljanesi. Gjöfin er í tilefni 75 ára afmælis félagsins þann 14. ágúst s.l. Verkið ber nafnið „Bylgjur“ og er eftir listamanninn Lúkas Kárason. Það er unnið úr rekaviði af Ströndum. Oddur sagði, að […]

,

NÁMSKEIÐ HEFST Í OKTÓBER

Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst í október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu í desember. Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið fer fram þrjá daga í […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 28. ágúst til 5. september 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar, apríl, maí og júní á þessu ári. Alls fengu 11 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig […]

,

WORKED ALL EUROPE KEPPNIN Á SSB

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. SSB hlutinn verður haldinn helgina 11.-12. september. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst. Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RS+raðnúmer. QTC skilaboð gefa punkta […]

,

GÓÐ MÆTING Í SKELJANES 2. SEPTEMBER

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 2. september. Sérstakur gestur okkar var Peter Ens, HB9RYV, sem er búsettur í Sursee skammt frá Lucerne í Sviss. Hann er staddur hér á landi um þessar mundir og mætti í félagsaðstöðuna ásamt Yngva Harðarsyni, TF3Y. Peter er mikill áhugamaður um SOTA (Summits On The Air) verkefnið. […]

,

ALL ASIAN SSB DX KEPPNIN 2021

62. All Asian DX keppnin – SSB hluti, verður haldin helgina 4.-5. september. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð í keppninni eru RS+aldur. Ef þátttakandi er t.d. 39 ára eru skilaboðin: 5939 o.s.frv. Flestir QSO punktar eru fyrir sambönd á lægri böndum en margfaldarar ráðast af fjölda stöðva […]