Entries by TF3JB

,

CQ WW WPX 2021, CW, ÚRSLIT.

Úrslit liggja fyrir í CQ WW WPX keppninni 2021 á morsi sem haldin var 28.-29. maí s.l. Keppnisgögn voru send inn fyrir 7 TF kallmerki, þar af 3 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Tvær stöðvar voru einnig skráðar með ábreiðu (e. overlay) í flokknum „Tribander/single element“. Keppnisflokkar voru þrír: Öll bönd, lágafl; öll bönd háafl og 20 […]

,

OPIÐ HÚS HJÁ ÍRA 11. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. nóvember fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar verða í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Til stendur að prófa að koma á sambandi frá Skeljanesi gegnum […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN 2021

CQ World Wide DX SSB keppnin fór fram 30.-31. október. Keppnisgögn fyrir 11 TF kallmerki voru send inn, þar af 2 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU). Endanlegar niðurstöður verða birtar í maíhefti CQ tímaritsins 2022. Einmenningsflokkur, […]

,

WAE RTTY KEPPNIN 2021

Ein af stóru RTTY keppnum ársins  er Worked All Europe (WAE) keppnin. Hún verður haldin helgina 13.-14. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst. Í RTTY hlutanum gilda þær sérreglur, að er öllum heimilt að samband við alla. Það þýðir að sambönd á milli þátttakenda innan Evrópu […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN 2021.

Keppnisdagbækur voru sendar inn fyrir 11 TF kallmerki í 6 mismunandi flokkum, auk viðmiðunardagbókar. TF2CT      Einm.flokkur, öll bönd, háafl.TF2LL      Einm.flokkur, öll bönd, háafl.TF8KY      Einm.flokkur, öll bönd, háafl.TF3T        Einm.flokkur, öll bönd, háafl, aðstoð.TF2MSN Einm.flokkur, öll bönd, lágafl.TF3VS      Einm.flokkur, öll bönd, lágafl.TF3AO     Einm.flokkur, 10M, háafl, aðstoð.TF3DC     Einm.flokkur, 15M, lágafl, aðstoð.TF3JB    […]

,

VIÐTÆKI YFIR NETIÐ ERU MIKILVÆG

Alls eru fjögur viðtæki yfir netið í boði hér á landi. Þrjú KiwiSDR viðtæki þekja tíðnisviðið frá 10 kHz til 30 MHz. Þau eru staðsett í Bláfjöllum, á Bjargtöngum og á Raufarhöfn. Fjórða viðtækið yfir netið er staðsett í Perlunni í Öskuhlíð í Reykjavík. Það er Airspy R2 SDR viðtæki fyrir 24-1800 MHz. Vefslóðir á […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 4. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 4. nóvember fyrir félagsmenn og gesti. Húsið opnar kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Veglegar kaffiveitingar verða í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Umræðuþema: Alþjóðakeppnir. CQ […]

,

KEPPNISHELGIN ER FRAMUNDAN

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 28. október. Skemmtilegar umræður og menn hressir, enda CQ WW DX SSB keppnin framundan um helgina. Samt (eins og alltaf) eru vissar áhyggjur af skilyrðunum í keppninni. Því til viðbótar var var rætt um áhugamálið á báðum hæðum; í salnum, í fjarskiptaherberginu og í herbergi QSL stofunnar […]

,

OPIÐ HÚS HJÁ ÍRA 28. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. október fyrir félagsmenn og gesti. Húsið opnar kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar verða í boði í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýtt radíódót er […]

,

CQ WW DX KEPPNIN 2021, SSB

CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 30.-31. október. Þetta er 48 klst. keppni og engin tímatakmörk. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á […]