,

CQ WW 160M KEPPNIN Á MORSI

CQ World Wide 160 metra morskeppnin fer fram um næstu helgi. Keppnin hefst á föstudag 28. janúar kl. 22:00 og lýkur á sunnudag 30. janúar kl. 22:00. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og unnt er við aðrar stöðvar radíóamatöra um allan heim á keppnistímanum.

QSO punktar.
Sambönd við TF stöðvar 2 punktar; innan Evrópu 5 punktar; utan Evrópu 10 punktar og við /MM stöðvar 5 punktar.

Margfaldarar.

  • Einingar á DXCC lista.
  • Lönd á WAE lista. Þau eru: GM (Hjaltlandseyjar), IG9/IH9 (Lampedusa og Pantelleria eyjar), IT, JW (Bjarnareyja), TA1 (Evrópuhluti Tyrklands) og 4U1VIC.
  • 48 ríki Bandaríkjanna (e. contiguous states) og „District of Columbia (DC)“.
  • 14 fylki Kanada: VO1, VO2, NB, NS, PEI (VY2), VE2, VE3, VE4, VE5, VE6, VE7, VE8 (NWT), VY1 (YUK), VY0.

Leyfilegt tíðnisvið í keppninni á IARU Svæði 1 (okkar svæði) er 1810-2000 kHz. Ath. að leyfishafar sem ætla að vinna á tíðnisviðinu 1850-1900 kHz  þurfa að hafa sótt um tíðni- og aflheimildir til Fjarskiptastofu fyrir keppnina. Keppnisreglur: https://www.cqww.com/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + 15 =