Entries by TF3JB

,

MÁLAÐ UTANHÚSS

Drifið var í að mála trévegginn við innganginn í Skeljanesi þar sem kallmerki félagsstöðvarinnar er fest (sbr. ljósmynd) í dag, 18. apríl enda vorveður í lofti, logn og 9°C hiti. Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 átti ekki heimangengt, en var með í ráðum þegar 2 hressir félagar mættu á staðinn eftir hádegið og unnu gott verk, sbr. […]

,

VEL HEPPNAÐIR PÁSKALEIKAR

Páskaleikum ÍRA 2022 lauk á páskadag kl. 18:00. Þátttaka var góð, en alls var 21 kallmerki skráð til leiks og 18 hafa sent inn dagbókarupplýsingar þegar þetta er skrifað. Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til miðnættis sunnudaginn 24. apríl n.k. Eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY, umsjónarmanns […]

,

18. APRÍL, ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 97 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa. Sérstakt kallmerki ÍRA, TF3WARD, verður virkjað á alþjóðadaginn. Viðskeytið stendur […]

,

GÓÐAR FRÉTTIR – VIÐTÆKI YFIR NETIÐ

KiwiSDR viðtækið á Raufarhöfn komst í lag í gær (16. apríl) og vinnur nú eðlilega. Bestu þakkir til Rögnvalds Helgasonar, TF3-055 sem vann verkið í samráði við Georg Kulp, TF3GZ. Hin viðtækin þrjú yfir netið eru einnig í góðu lagi. Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/Perlan í Reykjavík (24 MHz […]

,

TF3IRA Í PÁSKALEIKUNUM

Páskaleikarnir hófust í gær, 15. apríl kl. 18 og standa yfir þar til á morgun sunnudag, kl. 18:00. Félagsstöðin TF3IRA var QRV laugardaginn 16. apríl frá kl. 10 f.h. til kl. 16 síðdegis. Á þessum tíma voru höfð alls 41 samband á 144 MHz (FM og SSB), 433 MHz (FM og SSB) 50 MHz (SSB), […]

,

PÁSKAKVEÐJUR FRÁ ÍRA

Stjórn ÍRA  óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Athygli er vakin á páskaleikum félagsins sem hefjast á morgun, föstudag kl. 18 og lýkur á sama tíma á sunnudag.  Hægt er að skrá sig allan tímann sem leikarnir standa yfir. Vefslóð:  http://leikar.ira.is/paskar2022/ Stjórn ÍRA.

,

TF3IRA Í PÁSKALEIKUNUM 2022

Páskaleikarnir hefjast á föstudag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 18:00. Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi. Hér með er óskað eftir aðstoð félagsmanna við að virkja stöðina laugardaginn 16. apríl frá kl. 10-16 þegar félagsaðstaðan í Seljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti. Félagar sem hafa áhuga á að virkja stöðina að föstudeginum […]

,

PÁSKALEIKARNIR 2022 NÁLGAST

Páskaleikar ÍRA 2022 verða haldnir helgina 15.-17. apríl n.k. Leikarnir hefjast föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 17. apríl kl. 18:00. TF8KY hefur opnað fyrir skráningu og voru 11 TF kallmerki þegar skráð á hádegi í dag (11. apríl). Þetta er „on-line“ leikjavefur og er hægt að skrá sig inn […]

,

AF VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ

KiwiSDR viðtækið á Bjargtöngum varð QRV í dag, 9. apríl kl. 14. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er enn vetrarríki þar um slóðir. Hin viðtækin þrjú eru öll QRV, en truflanir hjá viðtækið á Raufarhöfn. Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/Perlan í Reykjavík (24 MHz til 1800 MHz): […]

,

PÁSKALEIKAR 2022

Kæru félagar! Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir. Það eru að koma Páskar. Það þíðir bara eitt…PÁSKALEIKAR. Greinilegur spennutitringur á tíðnunum. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum. Frábært tækifæri til að prófa nýja […]