Entries by TF3JB

,

ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF þar sem frestur rennur ekki út fyrr en á sunnudagskvöld. Nýja blaðið kemur út 3. apríl n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna […]

,

NÁMSKEIÐ – OPIÐ FYRIR SKRÁNINGAR.

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst 28. mars n.k. Ljóst er að námskeiðið verður haldið þar sem lágmarksþátttöku er náð. Sjá vefslóð á skipulag neðar. Stendur yfir 28. mars til 20. maí. Í Háskólanum í Reykjavík. Bæði í stað- og fjarnámi. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 17. MARS

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 17. mars frá kl. 20:00. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Heitt á könnunni og meðlæti frá Björnsbakaríi. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka kortasendingar fyrir opnun. Þess er farið á leit, að félagar […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS VERÐUR 28. MARS

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS VERÐUR 28. MARS 28. mars til 20. maí – ef næg þátttaka fæst. Bæði í stað- og fjarnámi. Í Háskólanum í Reykjavík. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 18:30-21:30. Námskeiðinu lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí. Námskeiðsgjald: 22.000 krónur. Síðasti skráningardagur: 24. mars. Kennt verður í stofu HR V107 […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað 2022, kemur út 3. apríl n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur […]

,

ENDURVARPAR Í BLÁFJÖLLUM ÚTI

Rafmagnsleysi hrjáir VHF/UHF endurvarpana í Bláfjöllum frá því í gær, 10. mars: TF1RPB (145.650 MHz).TF3RPI (439.950 MHz).TF3RPL (1297.000 MHz). Eftirfarandi VHF FM endurvarpar eru virkir og í góðu lagi: TF3RPK Skálafell (145.575 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.TF3RPA Skálafelli (145.600 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland. TF3RPE Búrfell (145.700 MHz). Næst víða frá […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 10. MARS

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 10. mars. Skemmtilegt kvöld og áhugaverðar umræður. Sérstakur gestur okkar var Hansi Reiser, DL9RDZ frá Passau í Þýskalandi. Borgin er nærri landamærunum við Austurríki. Hansi er áhugasamur um tæknina og hefur m.a. verið virkur í hópi radíóamatöra sem standa að baki klúbbstöðinni við háskólann í Passau. […]

,

STJÓRN ÍRA STARFSÁRIÐ 2022/23

Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2022, kom saman á 1. fundi í dag, 8. mars og skipti  með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2022/23 er eftirfarandi: Jónas Bjarnason TF3JB, formaður.Georg Magnússon, TF2LL, varaformaður.Guðmundur Sigurðsson TF3GS, ritari.Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri.Georg Kulp TF3GZ, meðstjórnandi.Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður.Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður. Stjórn ÍRA.

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 10. MARS

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 10. mars frá kl. 20:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffi og veglegt meðlæti. Þess er farið á leit, að […]

,

BIL BRÚAÐ VIÐ TURNFÓT

Þegar unnið var við björgun loftnetsvirkis TF3IRA 12.-15. janúar s.l. þurfti m.a. að klippa hluta úr bárujárnsgirðingunni sjávarmegin í Skeljanesi þar sem turninn er reistur þétt upp við girðinguna. Þarna er vinsæll göngustígur og mikil umferð af fólki, alla dag ársins. Því var talið nauðsynlegt að loka bilinu aftur við fyrsta tækifæri. Í hádeginu í […]