,

APRS verkefnið að komast í höfn

TF3JA, TF3AO og TF3HP ræða APRS verkefnið. TF2WIN fylgist með af áhuga. Ljósmynd: TF3LMN.

Áhugamenn um skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (e. Automatic Packet Reporting System) hittust í félagsaðstöðu Í.R.A. í gærkvöldi (fimmtudag). Það er Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, sem fer fyrir hópi áhugasamra leyfishafa um APRS. Verkefnið var kynnt í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 1. júlí s.l. og annaðist Kurt Kohler, TF3WP/DF8WP þá kynningu. Auk þeirra Jóns Þórodds eru hvatamenn að verkefninu m.a. Hans Utne, TF8BK/LA6IM, Ársæll TF3AO, Haraldur TF3HP, Samúel Þór, TF2SUT og fleiri.

Að sögn Jóns Þórodds, hefur hópurinn þegar aflað sér búnaðar og verður QTH í Hraunbæ í Reykjavík. Vinnutíðni verður 144.800 MHz. Von er á þjónustunni í loftið innan tíðar.

Sjá má nánari upplýsingar um APRS á eftirfarandi hlekk: http://en.wikipedia.org/wiki/Automatic_Packet_Reporting_System

Hægt er að fylgjast með umferð á : http://aprs.fi/

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two + 7 =