,

TF5B brátt QRV á ný

Jón Berg, TF5DZ, reisir Cushcraft 50 MHz Yagi loftnetið upp í 5 metra hæð til prófunar. Ljósmynd: TF5B

Brynjólfur Jónsson, TF5B, tók nýlega niður HF Yagi loftnetið sitt til eftirlits og endurnýjunar, en loftnetið hefur ekki þurft lagfæringar með í nær 20 ár. “Ef ekki hefði þurft að líta á rótorinn”, sagði Billi, “…hefði þetta líklega dugað önnur 20 ár.” Daiwa rótorinn er nú orðinn sem nýr og búið er að skipta um nokkur rör í Fritzel FB-33 Yagi loftnetinu, auk þess sem keyptur var Cushcraft A50-3S þriggja stika Yagi loftnet fyrir 50 MHz og tveggja banda lóðrétt VX-30 stöng frá Diamond fyrir 2 metrana og 70 cm.

Í dag (laugardag) kom Jón Berg, TF5DZ, Billa til aðstoðar og var lokið samsetningu Fritzel FB-33 loftnetsins, auk þess sem prófuð var eigintíðnistilling nýja Cushcraft A50-36 6 metra loftnetins (sjá mynd). Með aðstoð MFJ-259B mælitækisins gekk allt samkvæmt áætlun.

Þegar loftnetin verða komin upp á turninn, verður röðin þessi: Fritzel HF-loftnetið, þá Cushcraft 6-metra loftnetið og síðan lóðrétta tveggja banda VX-30 stöngin frá Diamond fyrir VHF og UHF böndin. Það styttist því í að TF5B verði QRV á ný með góð merki á böndunum.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + one =