,

Fyrstu EME samböndin á 50 MHz frá TF

EME tilraunin á 50 MHz undirbúin að kvöldi 12. júlí skammt frá Gróttu. Ljósm.: TF3CY.

Benedikt Sveinsson, TF3CY, hafði fyrstu EME samböndin sem höfð hafa verið frá Íslandi á 50 MHz í gærkvöldi (12. júlí).
Fyrsta sambandið var við Lance Collister, W7GJ, í Montana kl. 22:23 GMT og það síðara var við John Manus, W1JJ,
á Rhode Island. Benni naut aðstoðar Guðmundar Sveinssonar, TF3SG (bróður síns) og Sveins Guðmundssonar, TF3T
(föður síns). QTH var við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi (nærri Gróttu), sendiafl var 100W og tegund útgeislunar var JT65A.

Benedikt hafði sérstaklega smíðað 10 stika Yagi loftnet á 15,5 metra langri bómu fyrir EME tilraunina.
Loftnetið er í hermu (e. resonance) á 50.100 MHz og kom strax mjög vel út. Hann smíðaði loftnetið samkvæmt
teikningum frá Ljubisa Popa, YU7EF, sem er þekktur loftnetahönnuður. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, bróðir hans
lagði til færanlega undirstöðu fyrir loftnetið ásamt sendi-/viðtæki.

Sjá nánar ljósmyndir og frásögn á heimasíðu Benedikts:

http://www.tf3cy.is/

Stjórn Í.R.A. óskar Benedikt ásamt Guðmundi og Sveini, innilega til hamingju með þessa frábæru útkomu.

TF2JB

Comment frá TF3UA

Frábært framtak hjá feðgunum. Hins vegar sárnar mér örlítið fullyrðingin um að þetta hafi verið í Vesturbæ Reykjavíkur, enda var þetta lengst úti á Seltjarnarnesi rétt við Gróttu.

73 de TF3UA

Comment frá TF2JB

Biðst velvirðingar á þessum mistökum Sæmundur. Svona er að hafa verið búsettur úti á landi í nær tvo áratugi…Fréttin hefur annars verið leiðrétt

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 + seven =