,

1850-1900 MHZ HEIMILD ENDURNÝJUÐ 2019

ÍRA barst staðfesting frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) í dag, 22. febrúar 2019, um heimild til notkunar tíðnisviðsins 1850 – 1900 kHz vegna þátttöku í alþjóðlegum keppnum radíóamatöra á almanaksárinu 2019. Heimildin nær til eftirtalinna 10 keppna:

ALÞJÓÐLEG KEPPNI, TEGUND ÚTGEISLUNAR, DAG- OG TÍMASETNINGAR, FJÖLDI KLST.

CQ World-Wide 160 metra keppnin – CW – 25.-27. janúar, kl. 22-22 – 48 klst.
ARRL DX keppnin – CW – 16.-17. febrúar, kl. 00-00 – 48 klst.
CQ World-Wide 160 metra keppnin – SSB – 22.-24. febrúar, kl. 22-22 – 48 klst.
ARRL DX keppnin – SSB – 2.-3. mars, kl. 00-00 – 48 klst.
CQ WPX keppnin – SSB – 30.-31. mars, kl. 00-00 – 48 klst.
CQ WPX keppnin – CW – 25.-26. maí, kl. 00-00 – 48 klst.
IARU HF World Championship – CW/SSB – 13.-14. júlí, kl. 12-12 – 24 klst.
CQ World-Wide DX keppnin – SSB – 26.-27. október, kl. 00-00 – 48 klst.
CQ World-Wide DX keppnin – CW – 23.-24. nóvember, kl. 00-00 – 48 klst.
ARRL 160 metra keppnin – CW – 6.-8. desember, kl. 22-16 – 40 klst.

Heimildin er veitt með fullu samþykki Vaktstöðvar siglinga sem hefur heimild til notkunar nokkurra tíðna á þessu tíðnisviði. Um þessa notkun gilda sömu kröfur og gilda fyrir tíðnisviðið 1810-1850 kHz í reglugerð, en aukin skilyrði Póst- og fjarskiptastofnunar eru eftirfarandi: (a) Heimildin er einvörðungu veitt þann tíma sem tilgreindar alþjóðlegar keppnir radíóamatöra standa yfir (sjá að ofan); (b) G-leyfishafar hafa heimild til að nota fullt afl, 1kW. N-leyfishafar njóta sömu tíðniréttinda, en aflheimild þeirra miðast við mest 10W.

Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til PFS á hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is eins og síðast.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 + 6 =