,

MYNDAKVÖLD Í SKELJANESI, DX-LEIÐANGRAR

Fimmtudaginn 21. febrúar var myndakvöld í Skeljanesi og var fyrst sýnd ný DVD mynd frá DX-leiðangri til Miðbaugs Gíneu og Annobon eyju undan vesturströnd Afríku. Í myndbandinu var áhugaverð frásögn frá DX-leiðangri leyfishafa frá Lettlandi, þeirra YL1ZF, YL2GM og YL2KL. Þeir höfðu alls 86 þúsund QSO og þ.á.m. við íslenska leyfishafa. Myndasýningin var í boði Óskars Sverrissonar, TF3DC.

Óskar sýndi okkur einnig úr mynd frá síðasta DX-leiðangri sem farinn var til Peter 1 eyju á Suðurheimsskautslandinu. Myndin veitti góða innsýn í erfiðar aðstæður leiðangursins sem farinn var árið 2006. Alls voru höfð  87 þúsund QSO. Myndin er í eigu félagsins og var gefin á sínum tíma af Brynjólfi Jónssyni, TF5B.

Að lokum fengum við að sjá úr mynd frá frægum DX-leiðangri til Malpelo eyju sem í raun er stór klettur í austur-Kyrrahafi, um 500 km vestur af Kólumbíu. Afar fróðleg mynd, en á sex vikum höfðu þátttakendur yfir 190 þúsund QSO. Þeir settu upp búðir efst á klettinum, sem ekki er nema 1600 metrar á lengd og 700 metrar á breidd.

Bestu þakkir til Óskars Sverrissonar, TF3DC fyrir skemmtilegt myndakvöld í Skeljanesi. Alls mættu 24 félagar þetta vindasama vetrarkvöld í Reykjavík, þar af þrír gestir.

Skeljanesi 21. febrúar. Óskar Sverrisson TF3DC bauð upp á DVD myndir þar sem efnið var DX-leiðangrar til fjarlægra staða.
Félagsmenn voru dreifðir um salinn.
Umræður í leðursófasettinu og í kring eftir myndasýninguna. Frá vinstri: Þórður Adolfsson TF3DT, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Kristján Benediktsson TF3KB (standandi) og næst myndavél, standandi, Mathías Hagvaag TF3MH og Jón Björnsson TF3PW. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen + 5 =