,

Skeljanes 28. febrúar; nýjar HF stöðvar

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20:30. Þá mætir Jónas Bjarnason, TF3JB, í Skeljanes með erindið “Kaup á nýrri HF amatörstöð vorið 2019; markaðurinn og ný viðhorf”.

Erindið byggir á grein hans um “Kaup á nýrri HF amatörstöð vorið 2018” sem birtist í 1. tbl. CQ TF, 2018. Á því tæpa ári sem liðið er, hefur markaðurinn þróast og tekið breytingum í ljósi nýrra viðhorfa. Sumpart eru það viðhorf sem eru kunn frá fyrri tímabilum þegar samhengi sólblettaleysis og skilyrða hafa hafa haft áhrif á fjarskiptin og ekki síður í ljósi nýrrar stafrænnar samskiptatækni sem mjög hefur rutt sér til rúms síðustu misseri.

Framtíðin er spennandi í þessum efnum enda eru radíóamatörar þekktir fyrir að notfæra sér nýjustu tækni hverju sinni.

Stjórn ÍRA hvetur félaga til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.

Myndin er af Expert SunSDR MB1 sem þykir með glæsilegri heimastöðvum radíóamatöra. Fjallað verður m.a. um þessa stöð og fleiri í erindinu í Skeljanesi 28. febrúar.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 3 =