,

Vita- og vitaskipahelgin er 18.-19. ágúst

Vitinn er staðsettur efst til vinstri á kortinu.

itahelgin undirbúin í veðurblíðinni á Garðskaga 16. ágúst. Frá vinstri: Páll B. Jónsson TF8PB og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG/8. Ljósmynd: Ari Þór Jóhannesson TF3ARI.

Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin verður haldin nú um helgina, 18.-19. ágúst, við Garðskagavita. Þetta er 3. árið í röð sem Í.R.A. styður þátttöku radíóamatöra í þessum alþjóðlega viðburði frá vitanum. Félagið verður með bækistöð í vitavarðarhúsinu, en að auki verður samkomutjald félagsins reist á flötinni þar nærri.

HF-stöð verður starfrækt í vitavarðarhúsinu (örskammt frá vitanum) og verður hún opin félagsmönnum. Notað verður kallmerkið TF8IRA. Þeir félagsmenn sem koma með eigin stöðvar og búnað, geta jafnframt notað þetta kallmerki, enda skili menn afriti af fjarskiptadagbók til TF3TNT, stöðvarstjóra. TF8IRA hefur verið skráð vegna þátttöku um helgina og er sérstakt vitanúmer Garðskagavita: IS-0002. Þegar skráning TF8IRA fór fram (í síðustu viku) voru þegar skráðir um 450 vitar og vitaskip í 50 þjóðlöndum.

Félagsmaður okkar, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, mætir á vitahelgina á nýrri og glæsilega búinni fjarskiptabifreið sinni. Þess má geta, að þegar loftnetsturn hennar er kominn í fulla hæð, er hann jafn hár Garðskagavita sjálfum, eða 28,5 metrar. Bifreiðin og fjarskiptavirkið verða sérstaklega til sýnis fyrir félagsmenn Í.R.A. og fjölskyldur þeirra við vitann um helgina. Sjá myndir neðar á síðunni.

Formaður undirbúningsnefndar, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG, var mættur suður eftir strax í gær (miðvikudag) og hefur tekið frá frá bestu hjólhýsa- og tjaldvagnastæðin. Ingi sagði, að því fylgdi góð tilfinning að vera kominn í námunda við vitann á ný þetta sumarið og sagði veðurspána frábæra fyrir helgina, þ.e. sól og hita.

Það er Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir alþjóðlegu Vita- og vitaskipahelgunum, vefslóð: http://illw.net/ Vita- og vitaskipahelgin er 2 sólarhringa viðburður, þ.e. á laugardag og sunnudag. Miðað er við, að þeir sem koma til dvalar á staðnum, hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag. Fólk þarf sjálft að hafa með sér matföng og annan viðurgerning.

Aðstæður við Garðskagavita eru hinar ákjósanlegustu, m.a. frí tjaldsvæði og góð aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk W.C. aðstöðu. Á staðnum er byggðasafn og handverkssala (á efri hæð í vitavarðarhúsinu) þar sem í boði úrval af vörum frá handverksfólki á Suðurnesjum. Þá er veitingastaðurinn Tveir vitar starfræktur skammt þar frá (fyrir ofan byggðasafnið). Þaðan er frábært útsýni og er hægt að sitja úti þegar vel viðrar. Þess má geta, að Garðskagaviti er 28,5 metra hár og er hæsti viti landsins. Hann var reistur árið 1944. Fjarlægð frá Reykjavík er 57 km.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna á Garðskaga.

Fjarskiptabifreið TF3ML ásamt kerru með turni sem reisa má í allt að 28,5 metra hæð, er
eitthvert glæsilegasta færanlega fjarskiptavirkið hér á landi og þótt víðar væri leitað. Myndin var tekin í reynsluferð þann 30. apríl 2012. Ljósmynd: TF3ML.

Myndin sýnir kerruna og loftnetsturninn. Kerran er að auki búin öflugri rafstöð. Ljósmynd: TF3ML.

Auðvelt er að koma fyrir nokkrum stefnuvirkum loftnetum á turninum. Ljósmynd: TF3ML.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − twenty =