Ný vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 3. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Kristinn Andersen, TF3KX, formaður prófnefndar ÍRA með erindið: „Amatörpróf og undirbúningur fyrir þau“.

Kristinn mun m.a. fjalla um reynsluna af námskeiði félagsins sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í vor – bæði var í stað- og fjarnámi þegar 11 þátttakendur stóðust próf til amatörleyfis og prófað var á þremur stöðum á landinu.

Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af erindi Kristins. Kaffiveitingar í fundarhléi.

Stjórn ÍRA.

Myndin var tekin þegar TF3KX flutti eitt af síðustu erindunum í Skeljanesi fyrir Covid-19 faraldurinn „QRP afl, heimasmíði og notkun QRP senda“. Ljósmynd: TF3JB.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í fjarskiptaherbergi TF3IRA.


Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A hefur fengið í hendur 5 banda DXCC viðurkenningu (5BDXCC) frá ARRL. Viðurkenningin var gefin út 4. október 2022.
 
Til að geta sótt um 5BDXCC þarf að hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
 
Fjórir aðrir íslenskir leyfishafar eru jafnframt handhafar 5BDXCC viðurkenningar: Óskar Sverrisson  TF3DC, Jónas Bjarnason TF3JB, Yngvi Harðarson TF3Y og Þorvaldur Þorvaldur Stefánsson, TF4M.
 
Hamingjuóskir til Ara Þórólfs.
 
Stjórn ÍRA.
5 banda DXCC viðurkenning Ara Þórólfs Jóhannessonar TF1A. Ljósmynd: TF1A.

Ný vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 3. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Kristinn Andersen, TF3KX, formaður prófnefndar ÍRA með erindið: „Amatörpróf og undirbúningur fyrir þau“.

Kristinn mun m.a. fjalla um reynsluna af námskeiði félagsins sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík í vor – bæði var í stað- og fjarnámi þegar 11 þátttakendur stóðust próf til amatörleyfis og prófað var á þremur stöðum á landinu.

Félagsmenn eru hvattir til að missa ekki af erindi Kristins. Kaffiveitingar í fundarhléi.

Stjórn ÍRA.

.

Þátttakendur í prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis kl. 10 að morgni prófdags 21. maí í HR þegar prófgögnum var dreift.
Kristinn Andersen TF3KX annaðist prófsýningu sem hófst kl. 15:00.
Hressir men í lok prófdags í Háskólanum í Reykjavík 21. maí 2022. Kristinn Andersen TF3KX formaður prófnefndar ÍRA, Jón Björnsson TF3PW umsjónarmaður námskeiða ÍRA, Einar Kjartansson TF3EK prófnefnd ÍRA, Bjarni Sigurðsson sérfræðingur hjá Fjarskiptastofu og fulltrúi stofnunarinnar á prófstað og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, ritari prófnefndar ÍRA. Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON.

CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 29.-30. október.

Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Þetta er stærsta alþjóðlega SSB keppni ársins; 48 klst. og engin tímatakmörk og í boði eru 66 mismunandi keppnisflokkar.

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku og að skila inn radíódagbókum að henni lokinni. Alls var skilað dagbókum fyrir 11 TF kallmerki til keppnisstjórnar í fyrra (2021).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Heimasíða keppninnar: https://www.cqww.com/
Keppnisreglur: https://www.cqww.com/rules.htm

Andrés Þórarinsson, TF1AM mun taka þátt í keppninni í ár eins og svo mörg fyrri ár. Sem dæmi var Andrés með góðan árangur í keppninni 2013 þegar hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, háafli. Heildarstig: 693.076; QSO 1.694; 62 CQ svæði og 264 lönd – sem er góður árangur m.v. aðeins 26,1 klst. viðveru. Ljósmynd: TF1AM.

Áður auglýst erindi Ágústs H. Bjarnasonar, TF3OM um „Fjarstýringu á amatörstöð yfir netið“ sem vera átti í kvöld, fimmtudag 27. október frestast vegna bilunar í búnaði. Ný dagsetning verður auglýst fljótlega.

Þess í stað verður opið hús í Skeljanesi í kvöld frá kl. 20 til 22. Tillaga að umræðuefni: CQ WW SSB DX keppnin um helgina.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthóf félagsins og raða innkomnum kortum fyrir kvöldið. Nýjustu amatörblöðin liggja frammi og veglegar kaffiveitingar.

Beðist er velvirðingar á þessar breytingu.

Stjórn ÍRA.

Mynd af TF3OM í „sjakknum“ við sumarhúsið skammt frá Geysi í Haukadal. Hann notar Kenwood TS-480 stöð og tengibúnað frá RemoteRig. Stöðin er með laustengdu stjórnborði, þannig að RF hlutinn er hafður í sumarhúsinu og stjórnborðið heima. Kosturinn við þetta fyrirkomulag er, að ekki þarf sérstaka tölvu í sveitinni. Sambærilegt fyrirkomulag sé í boði fyrir fleiri gerðir af stöðvum sem eru með laustengd stjórnborð, t.d. Icom IC-7100. Hefðbundnar stöðvar þurfa hins vegar flestar tölvur á báðum endum. Ljósmynd: TF3OM.

Nýja vetrardagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 27. október er tvennt í boði í Skeljanesi.

Kl. 17: Námskeiðið „Fyrstu skrefin“.
Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. Áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari í síma 862-3151.

Kl. 20:30: Erindið „Fjarstýring á amatörstöð yfir netið“.
Ágúst H. Bjarnason, TF3OM flytur.

QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum. Veglegar kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.


Námskeiðið “Fyrstu skrefin” eru hugsað fyrir nýja leyfishafa sem hafa áhuga á að sækja sér leiðbeiningar um hvernig best er að standa að því að fara í loftið. Um er að ræða einkatíma með reyndum leyfishafa. Leiðbeinandi kynnir í stuttu máli grundvallaratriði og ríkjandi hefðir innan áhugamálsins. Markmiðið er að nýr leyfishafi öðlist öryggi í fjarskiptum. Nýr leyfishafi og leiðbeinandi ræða saman þar sem spurningum er svarað og að því búnu er farið í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins. Tímasetning námskeiðs og yfirferð getur að vissu marki verið sveigjanleg með samráði nýs leyfishafa og leiðbeinanda. Áríðandi er að áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari Sverrissyni, TF3DC í síma 862-3151 eða með tölvupósti; oskarsv hjá internet.is með fyrirvara.

Óskar Sverrisson TF3DC og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS. Myndin var tekin á námskeiði Óskars um „Fyrstu skrefin“ í Skeljanesi.
Ágúst H. Bjarnason TF3OM. Myndin var tekin á einu af mörgum erindum sem hann hefur flutt fyrir okkur í Skeljanesi. Myndir: TF3JB.

CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 29.-30. október.

Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Þetta er stærsta alþjóðlega SSB keppni ársins; 48 klst. og engin tímatakmörk og í boði eru 66 mismunandi keppnisflokkar.

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku og að skila inn radíódagbókum að henni lokinni. Alls var skilað dagbókum fyrir 11 TF kallmerki til keppnisstjórnar í fyrra (2021).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Heimasíða keppninnar: https://www.cqww.com/
Keppnisreglur: https://www.cqww.com/rules.htm

Benedikt Sveinsson TF3T var með bestan árangur TF stöðva í keppninni í fyrra (2021). Hann varð í 32. sæti í Evrópu og 83. sæti yfir heiminn. Benedikt keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, háafli. Heildarstig: 2,062,203; QSO 3.317; 89 CQ svæði; 340 lönd og 37,4 klst. viðvera.

Jónas Bjarnason, TF3JB mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 23. október. Umræðuþema var: „Hagnýtt gildi QRZ.COM, Eham.net og fleiri vefja fyrir radíóamatöra“.

Farið var yfir efni fyrir radíóamatöra á völdum heimasíðum á netinu: QRZ / EHAM / DXSUMMIT / CONTESTCALENDAR / ON4KST / CLUBLOG / DXNEWS / DX.PROPAGATION / DAILYDX / SHERWENG og RIGPIX, auk heimsíðu ÍRA.

Skemmtilegar og áhugaverðar umræður. Fram kom m.a., að réttar vefsíður geta sparað mikinn tíma þegar leitað er svara við spurningum í því mikla framboði af efni sem er fyrir radíóamatöra á netinu.

Alls mættu 12 félagar og 1 gestur í Skeljanes þennan sólríka sunnudag á nýbyrjuðum vetri.

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Jónas Bjarnason TF3JB og Óskar Sverrisson TF3DC. Ljósmynd: TF3KB.
Kristján Benediktsson TF3KB, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA (allir með bak í myndavél), Baldur Sigurðsson TF6-ØØ9, Jón E. Berg TF5J, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Mathías Hagvaag TF3MH og Óskar Sverrisson TF3DC. Ljósmynd: TF3JB.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Baldur Sigurðsson TF6-ØØ9. Ljósmynd: TF3KB.
Kristján Benediktsson TF3KB og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG. Ljósmynd: TF3DC.
Jón E. Berg TF5J og Oddur F. Helgason framkvæmdastjóri ORG ehf., ættfræðiþjónustunnar. Ljósmynd: TF3JB

Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram á fullu. Sunnudag 23. október kl. 11:00 verður Jónas Bjarnason, TF3JB með umræðuþema á sunnudagsopnun: „Hagnýtt gildi QRZ.COM, Eham.net og fleiri vefja fyrir radíóamatöra“.

Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi, en húsið er opnað kl. 10:30. Rúnstykki með kaffinu og vínarbrauð frá Björnsbakaríi.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.

Sigurður Harðarson, TF3WS heimsótti okkur í Skeljanes 20. október með erindið: „Fjarskiptaævintýri á Grænlandi“.

Sigurður hefur ártaugareynslu af uppsetningu og viðhaldi fjarskiptakerfa, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Noregi, Færeyjum og á Grænlandi. Að þessu sinni sagði hann okkur frá þegar hann var kallaður til Grænlands til að fá keðju endurvarpa á VHF og UHF til að virka, sem tókst að sjálfsögðu.

Siggi fór með okkur upp á Grænlandsjökul í máli og myndum og útskýrði afar vel erfiðar aðstæður á jöklinum og hvernig hann fór að því að leysa verkefnið. Sigurður, sem er afburða sögumaður segir skemmtilega frá og húmorinn er aldrei langt undan. Og til marks um áhuga viðstaddra var ekkert kaffihlé gert. Og eftir að erindinu lauk héldu umræður áfram fram undir kl. 23 þegar húsið var yfirgefið.

Sérstakar þakkir til Sigurðar fyrir frábært fimmtudagskvöld. Alls mættu 33 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta haustkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Sigurður Harðarson TF3WS í pontu.
Sigurður sýndi okkur margar glærur og ljósmyndir frá verkefninu á Grænlandi.
Slegið á létta strengi þegar tvær mínútur voru í að Sigurður byrjaði. Frá vinstri: Heimir Konráðsson TF1EIN, Guðlaugur Ingason TF3GN, Árni Þór Ómarsson TF3CE (standandi), Georg Kulp TF3GZ og Ágúst H. Bjarnason TF3OM.
Tveir góðir. Sigurður Harðarson TF3WS og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Kristján Benediktsson TF3KB, Andrés Þórarinsson TF1AM, Guðjón Egilsson TF3WO og Benedikt Guðnason TF3TNT.
Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Einar Ríkharðsson (sonur Ríkharðs Sumarliðasonar TF3RS) og Jón G. Guðmundsson TF3LM.
Að loknu erindi fengu menn sér kaffi og var rætt áfram fram undir kl. 23. Frá Vinstri: Árni Þór Ómarsson TF3CE, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél), Sigurður Harðarson TF3WS og Georg Kulp TF3GZ. Ljósmyndir: TF3JB.

Nýja vetrardagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 20. október er tvennt í boði í Skeljanesi.

Kl. 17: Námskeiðið „Fyrstu skrefin“.
Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. Áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari í síma 862-3151.

Kl. 20:30: Erindið „Fjarskiptaævintýri á Grænlandi“.
Sigurður Harðarson, TF3WS flytur.

Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi og QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum. Veglegar kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Námskeiðið “Fyrstu skrefin” eru hugsað fyrir nýja leyfishafa sem hafa áhuga á að sækja sér leiðbeiningar um hvernig best er að standa að því að fara í loftið. Um er að ræða einkatíma með reyndum leyfishafa. Leiðbeinandi kynnir í stuttu máli grundvallaratriði og ríkjandi hefðir innan áhugamálsins. Markmiðið er að nýr leyfishafi öðlist öryggi í fjarskiptum. Nýr leyfishafi og leiðbeinandi ræða saman þar sem spurningum er svarað og að því búnu er farið í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins. Tímasetning námskeiðs og yfirferð getur að vissu marki verið sveigjanleg með samráði nýs leyfishafa og leiðbeinanda. Áríðandi er að áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari Sverrissyni, TF3DC í síma 862-3151 eða með tölvupósti; oskarsv hjá internet.is með góðum fyrirvara.

Óskar Sverrisson TF3DC og Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE. Myndin var tekin á námskeiði Óskars um „Fyrstu skrefin“ í Skeljanesi.
Sigurður Harðarson TF3WS. Myndin var tekin fyrr á árinu þegar Siggi færði félaginu radíódót í Skeljanes. Ljósmyndir: TF3JB.

Yngvi Harðarson, TF3Y mætti á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 16. október. Umræðuþema var: „Keppnir og keppnisþátttaka“.

Afar áhugaverðar, fróðlegur og skemmtilegar umræður. Yngvi velti fyrir sér í upphafi og spurði menn: „Hvað eru keppnir, hvers vegna tökum við þátt í keppnum og hvernig náum við árangri?“. Og upp frá því rúllaði boltinn.

Fjallað var um undirbúning, gerð tékklista og úrvinnslu að keppni lokinni. Rætt um keppnisforrit, skilyrði og skilyrðaspár, samskiptatækni, punkta og margfaldara (sem eru mismunandi eftir keppnum) og grundvallarspurninguna, hvort er skynsamlegra að fjárfesta góðum tækjum eða góðum loftnetum? Allir voru sammála um að loftnet eru númer 1, 2 og 3.

Rætt var um um 24 klst. keppnir samanborið við 48 klst. keppnir og hvernig skynsamlegast er að nýta þátttökutímann, þ.e. gæta þess m.a. að taka hvíldir inn á milli. Rætt um mismuninn á SSB, CW og RTTY keppnum. Einnig rætt um keppnir eftir böndum, m.a. um 160 metra bandið sem hefur sérstöðu vegna þess hve það er þröngt. Einnig rætt um 40 metrana og ósamstæðar sendi-/viðtökutíðnir, m.a. gagnvart samböndum við NA á SSB.

Sérstakar þakkir til Yngva Harðarsonar, TF3Y fyrir að mæta í Skeljanes og veita okkur innsýn reynsluboltans í þennan áhugaverða þátt áhugamálsins. Þegar tíðindamaður þurfti að yfirgefa staðinn skömmu fyrir kl. 13 voru umræður enn í fullum gangi. Alls mættu 12 félagar og 1 gestur í Skeljanes þennan sólbjarta sunnudag í svölum norðangarra í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Kristján Benediktsson TF3KB, Ársæll Óskarsson TF3AO, Óskar Sverrisson TF3DC, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Yngvi Harðarson TF3Y, Sæmundur E. Þorsteinsson (snýr baki í myndavél), Benedikt Sveinsson TF3T og Mathías Hagvaag TF3MH.
Yngvi sagði að það væri mismunandi hvers vegna menn taki þátt í keppnum. Margir leituðu eftir nýjum og/eða sjaldgæfum DX samböndum, aðrir kepptu bara til að hafa sambönd, en flestir kepptu til að ná árangri sem ýmist væri til að ná árangri í viðkomandi keppnisflokki eða jafnvel til að keppa við “sjálfan sig” og gera betur heldur en í keppninni árið áður. Það væri líka algengt að menn prófuðu ný loftnet og/eða annan búnað.
Slegið á létta strengi í umræðunni. Benedikt TF3T sagði m.a. skemmtilega frá loftnetapælingum sem tengjast keppnisstöð hans og bróður hans (TF3SG), TF3D sem staðsett er fyrir utan Stokkseyri. Ljósmyndir: TF3JB.