,

SKELJANES 14. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 14. október kl. 20-22.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar.

Nýtt radíódót hefur borist í hús og verður í boði til félagsmana frá og með 14. október (sjá meðfylgjandi ljósmyndir).

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Nýjustu tímarit amatörfélaganna liggja frammi á fundarborði í salnum.
Sigurður Harðarson TF3WS færði okkur fullan bíl af áhugaverðu dóti sem verður í boði til félaganna frá næsta opnunarkvöldi.
Lesið á merkingar á dótinu. Um er að ræða viðtæki, mælitæki, spólukassa, panelmæla í 19″ einingum o.m.fl.
Yfirlitsmynd sem sýnir hluta af dótinu sem barst til félagsins frá Sigurði Harðarsyni TF3WS 11. október. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 + 5 =