,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS FRESTAST

ÍRA auglýsti eftir áhuga á að taka þátt í námskeiði til amatörprófs þann 17. september. Tíu dögum síðar var fresturinn framlengdur til 2. október. Fyrirspurnir voru nokkrar, en aðeins tveir skráðu sig. Þetta kemur ekki á óvart þar sem námskeiðshald hefur verið mjög þétt undanfarin misseri.

Í ljósi þessa hefur verið ákveðið, í samráði við prófnefnd og umsjónarmann námskeiða, að falla frá námskeiðshaldi nú, en stefna þess í stað að námskeiði eftir áramót.

Þegar nær dregur, mun félagið því auglýsa á ný eftir áhuga á að taka þátt í námskeiði til amatörprófs, sem myndi hefjast 12. febrúar og ljúka með prófi PFS, annaðhvort 4. eða 11. maí 2019.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 10 =