Opið hús var í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 11. júlí.
Að venju var mikið rætt yfir kaffinu, m.a. um mismunandi loftnet, hæð yfir jörðu, fæðilínur, útgeislun og útgeislunarhorn, kóaxkapla og tengi (enda er júlímánuður = loftnetamánuður).
Einnig skoðuðu menn dót sem nýlega hefur borist félaginu frá þeim Garðari Gíslasyni TF3IC, Carl Jóhanni Lilliendahl TF3KJ og NN, sbr. myndir.
Alls mættu 14 félagar í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld.





Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!