,

Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum

Andrés Þórarinsson TF3AM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 1. nóvember og hélt erindi undir heitinu „Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum“.

Andrés opnaði kvöldið með fljúgandi góðum inngangi í máli og myndum um jeppa og fjallabíla utan alfaraleiðar og bestan loftnetsbúnað til fjarskipta innanlands á lágu böndunum, 80, 60 og 40 metrum. Síðan fór hann yfir loftnetafræðina og mismunandi gerðir bílneta og hvernig má sem best útbúa þau með tilliti til hámarksárangurs. Loftnet í resónans er málið því nýtni t.d. á 80 metrum væri iðulega mjög lág, eða 2-3%.

Hann skýrði ennfremur að það væri mikilvægt að hafa í huga að skipta á milli banda eftir skilyrðum til að hámarka styrk merkis yfir lengri vegalengdir; sem væri skynsamara en að auka aflið. Þá þyrfti að gera sér grein fyrir, að stundum gætu aðstæður verið slíkar í háloftunum að það væru hreint engin skilyrði til fjarskipta.

Eftir kaffihlé kallaði Andrés til sjálfboðaliða sem voru fengnir til að skipta um tíðnir á bílloftneti í fullri lengd (þ.e. stilkur, spóla og toppur) sem hafði verið komið fyrir í salnum. Andrés leiðbeindi og mátti greinilega sjá á loftnetsgreini hve auðvelt það er í raun að eigintíðnistilla loftnet þessarar gerðar.

Í lokin var klappað vel og lengi og er Andrési þakkað gott og fróðlegt erindi. Alls voru 27 félagar í húsi og 1 gestur þetta frábæra fimmtudagskvöld.


Nokkru áður en Andrés flutti erindi sitt á fimmtudagskvöld, mætti Sigurður Harðarson TF3WS í Skeljanes með fullan jeppa af margskonar radíódóti. Þetta dót verður boðið félagsmönnum frítt n.k. fimmtudag, 8. nóvember.

Andrés Þórarinsson TF3AM kynnir ferðaloftnet á stuttbylgjuböndm í Skeljanesi 1. nóvember. Ljósmynd: TF3JB.

Ársæll Óskarsson TF3AO, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Georg Magnússon TF2LL, Smári Hreinsson TF8SM, Þórður Adolfsson TF3DT, Einar Kjartansson TF3EK, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF8AWS, Stefán Arndal TF3SA, Höskuldur Elíasson TF3RF og Jón Björnsson TF3PW. Ljósmynd: TF3JB.

Bak í myndavél: Mathías Hagvaag TF3MH, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Ársæll Óskarsson TF3AO. Í hinum enda: Höskuldur Elíasson TF3RF, Jón Björnsson TF3PW, Óskar Sverrisson TF3DC og Andrés Þórarinsson TF3AM. Ljósmynd: TF3JB.

Ársæll Óskarsson TF3AO, Höskuldur Elíasson TF3RF, Þórður Adolfsson TF3DT, Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Elín Sigurðardóttir TF2LQ, Andrés Þórarinsson TF3AM og Njáll H. Hilmarsson TF3NH. Ljósmynd: TF3DC.

Andrés Þórarinsson TF3AM, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Jón Björnsson TF3PW, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Þórður Adolfsson TF3DT og Höskuldur Elíasson TF3RF. Ljósmynd: TF3JB.

Radíódótið að mestu komið inn úr bílnum. Á mynd: Andrés Þórarinsson TF3AM, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Sigurður Harðarson TF3WS. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + 11 =