Fundargerðir ÍRA

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 2. Maí 2018.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:55.

Stjórn: Formaður TF3JB, varaformaður TF3DC, ritari TF2LL, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF3UA og varamaður TF3EQ.

Mættir: TF3JB, TF3DC, TF3EK, TF2LL, TF3NE, TF3UA og TF3EQ

Fundarritari: TF3LL

Dagskrá

1. Fundarsetning og dagskrá.

Formaður TF3JB setti fund kl. 20:00 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.

Tillaga að dagskrá:

 1. Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
 2. Fundargerð 1. fundar stjórnar frá 4.4. lögð fram.
 3. Erindi – innkomin og send.

(a) 6. apríl; sendur tölvupóstur til NRRL um fulltrúa ÍRA við hátíðarhöldin í Noregi í tilefni 90 ára afmælis félagsins.

(b) 13. apríl; sendur tölvupóstur til PFS með jákvæðri umsögn um br. kallmerkisins TF3RNN í TF3RN.

(c) 16. apríl; pöntuð ný DXCC viðurkenningarskjöl fyrir TF3IRA (símtal).

 1. Innheimta félagsgjalda.
 2. CQ TF, útgáfuáætlun 2018-19.
 3. Erindi til PFS vegna 6 og 4 metra banda.
 4. Starfsáætlun, drög-II.
 5. Námskeið til amatörprófs.
 6. Ávarpsbréf til nýrra félaga og tillaga að samþykkt um TF3IRA; drög lögð fram til kynningar.
 7. Önnur mál.
 8. Næsti fundur stjórnar.
 9. Fundarslit.

Til skýringar. Áður en gengið var til dagskrár, lagði formaður fram stutta samantekt, stjórnarmönnum til upplýsingar um það helsta sem gerst hafði á milli stjórnarfunda sem hann hafði yfirlit um. Efnis-atriði þessi eru birt sem aftanmálsgrein við fundargerðina.

2. Fundargerð 1. fundar frá 4.4.2018 lögð fram.

Fundargerð 1. fundar frá 4.4. samþykkt án athugasemda.

3. Erindi – Innkomin og útsend.

(a) Formaður, TF3JB, rifjaði upp að á síðasta fundi (4.4.2018) hafi verið samþykkt að senda ekki fulltrúa frá félaginu til að sækja kvöldverðarboð NRRL í tilefni 90 ára afmælis félagsins þann 14. Apríl – enda fyrirvari skammur og kostnaður ekki réttlætanlegur. Formaður sagðist hins vegar hafa frétt tveimur dögum eftir stjórnarfundinn, að einn okkar félagsmanna væri á förum til Noregs og myndi heimsækja NRRL í tilefni afmælisins. Jónas sagðist þá hafa kannað, hvort TF3KB (sem er sá sem hér um ræðir) væri hugsanlega tilbúinn til að vera sem fulltrúi ÍRA í kvöldverðinum. Var það auðsótt mál og í framhaldi var sendur tölvupóstur til NRRL með þessum upplýsingum. Norðmennirnir staðfestu þetta fyrirkomulag þann 10. apríl. Formaður lagði fram bréfaskriftir vegna þessara samskipta á fundinum. Allnokkur umræða varð um málið og voru tveir stjórnarmenn ekki sáttir við að TF3KB hafði verið kynntur gagnvart NRRL sem fulltrúi ÍRA. Formaður sagði það koma sér á óvart að Kristján hefði ekki stuðning allra í þessum efnum. Aðeins hafi verið um að ræða að vera fulltrúi félagsins í þessari matarveislu – engin ræða hafi verið flutt og viðkomandi hafi ekki verið beðinn fyrir nein skilaboð utan heillaóska, sem komið var á framfæri við embættismenn NRRL.

(b) Formaður skýrði frá og lagði fram gögn um innsenda jákvæða umsögn til PFS þann 13.3.2018 með breytingu á kallmerki Árna Freys Rúnarssonar, TF8RNN í TF8RN.

(c) Formaður skýrði frá pöntun í nafni félagsins í símtali til ARRL þann 1.5. um nýjar DXCC og WAS viðurkenningar fyrir TF3IRA í stað þeirra sem félagið fékk á árunum 2011 og 2012. Þessi innrömmuðu viðurkenningarskjöl voru orðið mikið upplituð og letur um það bil að hverfa, eftir að hafa hangið frá þeim tíma á vesturvegg í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Afar vel var tekið í erindi félagsins og mun ARRL senda félaginu, án kostnaðar, ný viðurkenningaskjöl. Formaður skýrði jafnframt frá því að sami félagi og hafi gefið innrömmun viðurkenninganna fyrir 6 árum, hafi boðist til að taka að sér og standa straum af kostnaði við endurinnrömmun þeirra.

4. Innheimta félagsgjalda.

Gjaldkeri ÍRA, TF3EK, lýsti því að nú færi innheimta félagsgjalda í gang. Alls verða 166 rukkaðir um  félagsgjald, en heiðursfélagar eru undanþegnir gjaldi.

Aðspurður um fjárhæð gjalds á yfirstandandi námskeiði félagsins til amatörprófs sagði Einar það vera 20.000 krónur fyrir utanfélagsmenn og 15.000 krónur fyrir félagsmenn. Aðspurður um sjóðseign félagsins svaraði Einar því til að um 1100 þúsund krónur væru í sjóði. Aðspurður um eindaga félagsgjalda svaraði hann því til að hann væri 1. júlí n.k.

5. CQ TF, útgáfuáætlun 2018/19.

Formaður skýrði frá því að 1. tbl. CQ TF hafi komið út á tilsettum tíma, þann 29. apríl. Viðtökur hafi í einu orði sagt verið frábærar – sem fram hafi komið í öllum samskiptum, þ.á.m. manna á milli, í símtölum, í tölvupóstum og á Facebook. Viðtökurnar bendi ótvírætt til að það sé áhugi og þörf fyrir útgáfu félagsblaðs, en 5 ár eru frá því CQ TF kom síðast gefið út. Jónas lagði fram eftirfarandi tillögu að útgáfuáætlun á starfsárinu 2018/19:

 1. tbl. 2018, útkomudagur sunnudagur 29. apríl. Frestur til innsendingar efnis: 8.4.-19.4.
 2. tbl. 2018, útkomudagur sunnudagur 29. júlí. Frestur til innsendingar efnis: 5.7.-16.7.
 3. tbl. 2018, útkomudagur sunnudagur 7. október. Frestur til innsendingar efnis: 11.9.-22.9.
 4. tbl. 2019, útkomudagur sunnudagur 6. janúar. Frestur til innsendingar efnis: 16.-28.12.

 

Stjórnin samþakkti áætlunina fyrir sitt leiti og þakkar ritstjóra, uppsetningarmanni svo og þeim félagsmönnum sem láta efni af hendi rakna til blaðsins. Menn voru á einu mái um að þetta væri frábært framtak.

6. Erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna 50 og 70 MHz tíðnisviða.

Formaður kynnti minnisblöð um 50 MHz og 70 MHz tíðnisviðin hér á landi og í nágrannalöndum.

Í minnisblaði um 6 metrana kemur m.a. fram, að danskir radíóamatörar hafa þegar heimild til að nota allt að 1kW. Í Noregi eru taldar yfirgnæfandi líkur á að samskonar heimild verði veitt að loknu umsagnarferli, m.a. um aukið afl, sem lýkur í dag, þann 2. maí. Í minnisblaði um 4 metrana kemur m.a. fram, að bandið sé ekki „eiginlegt“ amatörband, þ.e. við vinnum samkvæmt sérheimild PFS, þar sem hver leyfishafi þarf að sækja um heimild og árlega um endurnýjun, óski hann þess. Reynsla íslenskra leyfishafa hefur í alla staði verið ánægjuleg. Þó hefur skyggt á notkun að helsta kalltíðnin á bandinu er 70.200 MHz – þar sem tíðniheimild okkar endar. Þetta veldur og hefur valdið augljósum erfiðleikum í DX samskiptum.

Eftirfarandi framlögð tillaga formanns um 50 MHz bandið var samþykkt efnislega en með þeirri breytingu, að beðið verði samþykktar norskra stjórnvalda áður en erindi verður sent til PFS.

að er tillaga stjórnar ÍRA, að Íslenskir radíóamatörar fái sömu aflheimild á 6 metrum og dönsk stjórnvöld heimila sínum radíóamatörum, og sem norsk stjórnvöld hafa í hyggju að veita sínum radíóamatörum á 6 metra bandinu, þ.e. fullt afl, 1kW. Í annan stað, að aðgangur verði heimilaður ríkjandi í stað víkjandi eins og nú er.

Eftirfarandi framlögð tillaga formanns um 70 MHz bandið var samþykkt efnislega og hún verði látin fylgjast að með þeirri fyrri, þegar þar að kemur.

Það er tillaga stjórnar ÍRA, að íslenskir radíóamatörar fái sömu heimildir og norsk stjórnvöld veita sínum radíóamatörum á 4 metra bandinu, þ.e. tíðnisviðið 59,9 til 70,5 MHz sem og heimild til að nota 1kW í EME og MS vinnu.

Formaður gat þess að lokum, að 50 MHz bandið væri hvorki notað í opinberri þágu hér á landi lengur né til útsendinga RUV. Fram kom í umræðum, að óformlegar viðræður hafi átt sér stað við PFS um þessi mál. Þegar spurt var um minnisblöð vegna slíkra viðræðna varð fátt um svör.

7. Starfsáætlun, drög-II.

Varaformaður ÍRA, TF3DC, kynnti framhaldstillögu frá síðasta fundi um starfsáætlun 2018/19. Áætlunin er alls í níu liðum: (1) Rekstur; (2) samskipti; (3) félagsaðstaðan; (4) félagsstöðin TF3IRA; (5) vetrardagskrá 2018/19; (6) miðlar; (7) námskeið; (8) endurvarpar / stafvarpar / radíóvitar og (9) tíðnimál og og önnur réttindi radíóamatöra. Framlögð drög voru samþykkt. Starfsáætlunin verður til kynningar í 2. tbl. CQ TF.

8. Námskeið til amatörprófs.

Fram kom að yfirstandandi námskeið til amatörprófs er á áætlun. Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmanni, TF3PW, væri heppilegt að sækja um að próf verði haldið þann 26. maí n.k. Samþykkt að fela formanni að fara þess á leit við PFS þegar erindi hefur borist frá prófnefnd.

9. Ávarpsbréf til nýrra félaga og tillaga að samþykkt um TF3IRA; drög lögð fram til kynningar.

Varaformaður kynnti framlögð gögn. Bæði eru upprunalega frá árinu 2011 en formaður hefur haldið áfram að betrumbæta texta upp á síðkastið. Óskar sagðist velta fyrir sér hvort heppilegt væri að birta þetta efni með starfsáætlun.

Stjórnarmenn þökkuðu áhugavert efni og voru sammála um að vinna það áfram. TF2EQ nefndi, að t.d. megi bæta við ýmsum upplýsingum í ávarpsbréfið, svo sem um tíðnisvið  radíóamatöra, Facebook upplýsingum o.fl.

10. Önnur mál.

(a) TF2EA spurði um teljara á heimasíðu ÍRA, hvort hægt væri að sjá hversu margir litu þar inn og opni CQ TF. Ákveðið var að vísa þessari spurningu til Ölvis, TF3WZ, vefstjóra ira.is.

 

(b) TF2EQ benti á að þægilegt væri að hafa PDF skjal CQ TF sett þannig upp, að hægt væri að opna greinar beint úr efnisyfirliti.

 

(c) TF2EQ spurði um flóamarkað félagsins og svaraði formaður því til að stefnt væri að því að halda flóamarkað í vetur.

 

(d) Rætt var um (vísi að) smíðaaðstöðu og taldi TF2LL að slíkt heyrði sögunni til. TF3UA var ekki á sama máli og sagði að hefð væri fyrir slíku og fleiri fundarmenn tóku undir það.

 

(e) TF2EQ minntist á að það vantaði kynningarefni frá ÍRA til þess að láta liggja frammi á ýmsum stöðum eins og t.d. í Háskóla Íslands.

 

(f) TF2EQ sagðist þeirrar skoðunar að það þyrfti að prenta út nokkur eintök af CQ TF sem send yrðu til Þjóðarbókhlöðu og á fleiri staði. TF3DC tekur að sé að kanna með kostnað við að framleiða nokkur eintök af blaðinu. Einnig þyrftu að liggja frammi eintök í félagsaðstöðunni. Upp kom sú hugmynd að setja upp upplýsingaskjá þar sem hægt væri að fletta upp í blaðinu og öðru því sem tengist félaginu.

 

(g) Varaformaður, TF3DC, spurði um breytingu á texta uppkasts að aðalfundargerð, sem formaður TF3JB gerði samkvæmt beiðni frá TF3AM ritara síðasta aðalfundar. Formaður sagði, að Andrés hafi beðið sig um að lesa uppkastið yfir. Fyrst hafi hann ekki gert athugasemdir þar sem hann hafi aðallega leitað að prentvillum og slíku. Hins vegar, þegar nær dró útkomu CQ TF hafi hann farið yfir eigin punkta frá fundinum og séð að texti var ónákvæmur. Hann hafi þá haft samband við Andrés sem hafi samþykkt að heimila honum breytingu á hluta textans og hafi hann verið færður til betri vegar. Formaður benti á, að uppkastið að fundargerð aðalfundar hafi verið birt í CQ TF blaðinu sem kom út þann 29. apríl s.l. Samkvæmt ákvæði í 23. gr. laga félagsins sé opið fyrir félagsmenn sem sátu fundinn að gera athugasemdir innan sex mánaða.

 

(h) Allnokkur almenn umræða varð um félagsstöðina, TF3IRA í kjölfar þess að formaður sagði það sína skoðun að rekstur félagsstöðvar væri hluti af kjarnastarfssemi félagsins – og eitt af mikilvægum hlutverkum hennar væri t.d. að stuðla að kynningu áhugamálsins. Í framhaldi spurði TF3EK hvort félagsstöðin skuli ekki vera bundin í lög félagsins? Formaður þakkaði Einari áhugavert sjónarmið og varpaði hugmynd hans til fundarmanna. Umræður urðu þó ekki um lagaþáttinn.

 

(i) Ritari, TF2LL, spurði um neyðarfjarskipti. Formaður vísaði á neyðarfjarskiptastefnu félagsins sem fram kom í skýrslu starfshóps félagsins um málefnið á félagsfundi þann 12. maí 2013. Neyðar-fjarskiptastefnan var í framhaldi kynnt var á aðalfundi ÍRA 18. maí 2013. Skýrslan er birt á bls. 153-154 í Ársskýrslu ÍRA 2012-2013. Hún er vistuð á heimasíðu félagsins á netinu. Vefslóðin er: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20130518-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

11. Samþykkt að boða til næsta fundar stjórnarinnar fyrri hluta júní n.k.
12. Fleira ekki rætt og formaður, TF3JB, sleit fundi kl. 21:55.

 

Georg Magnússon, TF2LL, ritari ÍRA.

Það helsta á milli stjórnarfunda…

 – til kynningar 2.5.2018

 

Líkt og fram kemur á undan fundargerðinni, kynnti formaður það helsta sem gerst hafði á milli fundanna 4. apríl og 2. maí – stjórnarmönnum til upplýsingar. Hugmyndin með þessari nýbreytni var að nefna atriði sem snerta störf félagsins en sem myndu ella ekki rata inn á dagskrá stjórnarfundar.

 

 1. NOKKUR ATRIÐI Á MILLI STJÓRNARFUNDA

 

 1. Útveggur á hægri hlið við inngang í húsið í Skeljanesi málaður (sjá 1. tbl. CQ TF, bls. 41).
 2. Skúrað, þrifið og lagað til í fjarskiptaherbergi á 2. hæð.
 3. Samið við TF3-Ø33 um sérþrif á gólfi í sal og flutning á drasli í Sorpu.
 4. Sófasett er komið í salinn til bráðabirgða (í annarra eigu en okkar).
 5. Einnota kaffibollar útvegaðir „Insulated Hot Cups“ samkvæmt ábendingu frá TF8KY.
 6. Heimild fengin (í góðri sátt) til enduruppsetningar hvítu myndspjalda félagsins í sal.
 7. Heimild fengin (í góðri sátt) til nýtingar geymslu inn af sal (beint á móti útgangshurð á lóð).
 8. Vinnu er lokið við uppfærslu á sérsíðu CQ TF á heimasíðu.
 9. Vinna er komin áleiðis við uppfærslu þess hluta heimasíðunnar sem er á ensku.
 10. Fjórir af námskeiði í forsjá TF3PW mættu árdegis á laugardag (28.4.) í fjarskiptakynningu.

 

 

 1. innsetningar á heimasíðu í aprílmánuði (alls níu):

 

 1. apríl – Afhending verðlauna í páskaleikunum.
 2. apríl – Úrslit í Páskaleikum 2018.
 3. apríl – CQ TF kemur út á ný.
 4. apríl – Yahoo póstlisti fluttur.
 5. apríl – Efni í CQ TF.
 6. apríl – Alþjóðadagur radíóamatöra.
 7. apríl – Lokað í Skeljanesi.
 8. apríl – Þakkir frá ritstjóra.
 9. apríl – CQ TF er komið út.

 

 

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi 4. april 2018

Fundur hófst kl 20:00 og var slitið kl 22:15

Stjórn: Formaður TF3JB, varaformaður TF3DC, ritari TF2LL, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF3UA og varamaður TF3EQ.

Mættir: TF3JB, TF3DC, TF3EK, TF2LL, TF3NE, TF3UA og TF3EQ

Fundarritari: TF3LL

Dagskrá

1. Fundur settur

Formaður TF3JB setti fund kl. 20:00 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá:

 1. Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
 2. Fundargerð stjórnarskiptafundar lögð fram.
 3. Erindi – innkomin og send.
 4. 23 mars, sendur tölvupóstur til PFS um nýja skipan stjórnar starfsárið 2018-19.
 5. 23 mars, sendur tölvupóstur til IARU um nýja skipan stjórnar starfsárið 2018-19.
 6. 23 mars, sendur tölvupóstur til IARU Svæðis 1 um nýja skipan stjórnar starfsárið 2018-19.
 7. 20 mars, móttekið bréf frá NRRL um boð í 90 ára afmælisveislu félagsins 14. apríl n.k.
 8. 21 mars, móttekinn tölvupóstur frá TF3AO þar sem vakin er athygli á vandræðum með Yahoo póstlista félagsins.
 9. Skipun embættismanna.
 10. Aðalfundur 2018.
 11. Fyrirkomulag verkefna innan stjórnar.
 12. Starfsáætlun, drög.
 13. Námskeið til amatörprófs.
 14. Önnur mál.

9.a  Útgáfa CQ TF verði hafin á ný (í þessum mánuði).

 1. Næsti fundur stjórnar.
 2. Fundarslit.
2. Fundarsetning og dagskrá.

Tillaga að dagskrá fundarins var samþykkt.

3. Fundargerð stjórnarskiptafundar frá 20.03. 2018 lögð fram.

Fundargerð stjórnarskiptafundar frá 20.03.2018 var samþykkt.

4. Erindi – innkomin og útsend.

Formaður, TF3JB, skýrði frá innkomnum bréfum og útsendum sem voru lögð fram. Samkvæmt bréfi frá NRRL er ÍRA boðið að senda fulltrúa til Gala kvöldverðar í Osló í tilefni 90 ára afmælis félagsins. Ekki verður af því að ÍRA sendi fulltrúa til Noregs og mun boðið því verða formlega afþakkað.

Ábending TF3AO hvað varðar tölvupóstgrúppu félagsins var rædd. Þá var einnig rætt um framtíðarskipan samskipta innan stjórnar og benti TF3EK á samskiptaforritið WatsApp en niðurstaðan var að nota tölvupóst a.m.k. fyrst um sinn þar sem flestir fundarmenn nýta sér það form dagsdaglega. Ákveðið var að hafa samband við TF3VS og TF3AO um hvaða leið væri heppilegust í póstgrúppumálum félagsins en fundarmenn voru sammála um að halda áfram að  vera með póstlista fyrir félagsmenn. TF3UA mun hafa samband við TF3VS og TF2LL mun hafa samband við TF3AO.

5. Skipun embættismanna.

Nokkrar umræður urðu um prófnefnd, prófnefndarskipan og skiptingu embætta innan nefndarinnar, próf og lesefni sem TF3EK fullyrti, að ekki hafi verið uppfært í samræmi við HAREC. Þá skýrði TF3EK einnig frá því að nánast engir fundir hafi verið haldnir í prófnefnd, a.m.k. þau þrjú ár sem hann hefði setið þar og sér vitanlega, hefði formaður  nefndarinnar ekki verið formlega kjörinn til starfans (á þeim tíma). Niðurstaða umræðunnar var að athuga þyrfti lög félagsins sem lúta að prófnefnd. Formaður benti m.a. á, að í 24. grein laga (um prófnefnd) stendur að nefndin velji sér formann. Samþykkt að fela formanni að fara yfir þessi mál.

Í prófnefnd sitja: TF3DX, formaður, TF3KX, TF1GW, TF3EK og TF3VS. Ákvæði um nefndina eru í 24 gr. félagslaga.

Í EMC nefnd sitja: TF3UA, formaður, TF3G og TF3Y. Ákvæði um nefndina eru í 25. gr. laganna.

TF3SB hefur tekið að sér að ritstýra CQ TF. Fundarmenn fögnuðu því og bjóða TF3SB velkominn til starfa. Ákvæði um útgáfu blaðsins eru í 27 gr. félagslaga.

Í máli formans, TF3JB, kom fram að næsta blað væri nánast tilbúið til útgáfu. Hann gat þess einnig að TF3SB hafi síðast verið ritstjóri árið 1971, fyrir 47 árum. Blaðið verður gefið út á stafrænu formi (PDF) og haft ólæst á heimasíðu. Almennt var að heyra á fundarmönnum að þeir væru hlynntir því að blaðið yrði haft opið. TF2EQ benti á að gott væri að hafa uppsetningu blaðsins þannig, að smella megi á fyrirsögn greinar í efnisyfirliti sem áhugi er á að lesa.

TF3MH er QSL stjóri TF-ÍRA Bureau. Ákvæði um kortastofu eru í 26. gr. félagslaga.

TF5B er viðurkenningastjóri. Alls eru átta viðurkenningarskjöl á vegum ÍRA.

TF3WZ er vefstjóri heimasíðu.

Þó nokkrar umræður spunnust um neyðarfjarskipti og hvernig þeim málum er háttað innan félagsins. Fram kom, að lítið sem ekkert hefur gerst í þeim málum undanfarin ár. Formlegt embætti neyðarfjarskiptastjóra hefur ekki verið virkjað. Niðurstaðan var að kanna þurfi nánar með áhuga félagsmanna á neyðarfjarskiptum.

TF3JB er stöðvarstjóri TF3IRA, a.m.k. fyrst um sinn. TF2EQ benti á, að það þyrfti að gera leiðbeiningar um notkun fjarskiptastöðva TF3IRA og að gera mætti myndbönd um tækin. Í framhaldi kom fram, að magn kynningarmyndbanda um samskonar tæki (og eru í eigu félagsins) megi finna á YouTube og því væri hægt að þýða þessi myndbönd og koma fyrir á heimasíðu. TF2EQ bauðst til að annast þýðingu, þyrfti þess með. TF3EK benti á að myndbönd á vefnum væru ekki fullnægjandi vegna þess að um ýmsan hliðarbúnað væri að ræða í sjakk ÍRA, svo sem loftnetastjórnun o.fl.

TF1A er VHF stjóri TF3IRA.

TF3PW er umsjónarmaður námskeiða.

TF3MH er umsjónarmaður félagsaðstöðu (nýtt embætti). Í umræðu um félagsaðstöðuna kom fram, að gert hafi verið samkomulag við Odd Helgason (ORG) í tíð fyrri stjórnar um rekstur öryggiskerfis og þrifa og fái hann greitt fyrir það mánaðarlega.

TF1A og TF3GS eru umsjónarmenn endurvarpa.

TF8KY er umsjónarmaður Páskaleika (nýtt embætti) svo og umsjónarmaður VHF leika.

TF3EK er umsjónarmaður TF útileika. TF5B mun sjá um viðurkenningarskjöl fyrir TF útileika.

TF3JB er  tengiliður ÍRA við PFS og IARU/NRAU. Fram kom í máli TF3EK að hann væri þeirrar skoðunar að formaður væri sjálfkrafa tengiliður samkvæmt félagslögum.

6. Aðalfundur 2018.

Fundargerð aðalfundar 2018 var lögð fram. Samkvæmt ákvæði í 23. gr. félagslaga skal birta aðalfundargerð í fyrsta CQ TF eftir aðalfund.

7. Fyrirkomulag verkefna innan stjórnar.

Fyrirkomulag verkefna innan stjórnar er hefðbundið. Formaður stýrir, varaformaður sér um starfsáætlun, gjaldkeri um fjármál og félagatal, ritari ritar o.s.frv.

8. Starfsáætlun, drög.

Varaformaður lagði fram drög að starfsáætlun stjórnar fyrri starfsárið 2018-19. Í því sambandi minnti hann á ákvæði í 3., 27. og 28. greinum félagslaga.

3.gr.  Markmið félagsins eru að: Gæta hagsmuna radíóamatöra í hvívetna. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum. Hvetja til viðbúnaðar sem gagnast mætti í neyðarfjarskiptum.

Efla amatörradíó sem leið til sjálfsþjálfunar á tæknisviðinu. Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta. Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra. Þróa amatörradíóþjónustuna sem verðmæta þjóðarauðlind. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfssemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks.

27.gr.  Félagið skal halda úti blaði með heitinu CQ TF. Minniháttar útgáfu blaðsins má auðkenna sem fréttabréf. Stjórn skipar ritstjóra. Hann sér til þess að haldið sé saman tveimur söfnum blaðanna, annað aðgengilegt félagsmönnum en hitt í vörslu ritstjóra á hverjum tíma.

28.gr.  Félagið skal halda úti vefsíðu með heitinu „ira.is“. Stjórn skipar vefstjóra. Hann sér til þess að efni vefsins sé uppfært eftir þörfum og aðgengilegt félagsmönnum á hverjum tíma.

Helstu verkefni framundan hjá stjórn ÍRA á starfsárinu ráðast því m.a. af eftirtöldum (fyrirhuguðum) kaflaheitum í starfsáætlun 2018-19: Rekstur, samskiptin, félagsaðstaðan, félagsstöðin, dagskrá, miðlar, námskeið, endurvarpar, tíðnimál og hagsmunamál almennt. TF3DC mun útfæra tillögu að vetrardagskrá nánar á milli funda.

9. Námskeið til amatörprófs.

Námskeið til amatörprófs stendur yfir og fer fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Umsjónarmaður er TF3PW.

 10. Önnur mál.

Undir dagskrárliðnum var ýmislegt rætt. M.a. fyrirspurn frá TF2EQ um að hafa viðburðardagatal og/eða dagskrá á heimasíðu. Tóku fundarmenn vel í það og þarfnast hugmyndin útfærslu. Rætt var um tíðnir. TF3JB minntist á að það þurfi að herja á PFS um að fá fullt afl á 50 MHz og tíðnisvið upp fyrir núverandi bandenda á 4 metrum (70.200 MHz). Neyðarfjarskipti bar aftur á góma og lýsti TF3NE hvernig uppbygging og skipulag væri hjá björgunar- og hjálparsveitum. Til stuttrar umræðu kom skoðun TF3JA um opna stjórnarfundi sem hann gat um á síðasta aðalfundi. Stjórnarmenn töldu það ekki fýsilegan kost. TF3JB skýrði frá inngöngu þriggja nýrra félaga eftir stjórnarskiptafund, auk nokkurs fjölda sem hefur áhuga á að ganga í félagið. Nokkuð var rætt um kynningu á félaginu, auk almennar umræðu um félagið og áhugamálið.

11. Næsti fundur stjórnar.

Stefnt verður að boðun næsta fundar í stjórn fyrri hluta maímánaðar.

 

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 20. Mars 2018.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Fráfarandi Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Stjórn: Formaður TF3JB, varaformaður TF3DC, ritari TF2LL, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF3UA og varamaður TF3EQ.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK, TF3WZ, TF8KY, TF3JB og TF2LL

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Útistandandi mál fráfarandi stjórnar

a) Húsnæðismál hafa verið í svolítilli upplausn varðandi afstöðu borgarinnar varðandi húsnæði Skeljanesi.

b) Geymsluna er verið að reyna að tæma.

c) Yfirferð á loftnetinum. Hugmyndir frá Benna, TF3T, liggja fyrir á ira pósthólfi.

d) Námskeið í gangi. TF3JA hefur látið námskeiðið í hendur TF3PW en býður sig fram til að koma að námskeiðinu.

e) Samningur er við ORG ætffræðiþjónustu er um þrif og rekstur á öryggiskerfi en sér ORG um þessi mál. Greiðir ÍRA 10 þúsund krónur á mánuði fyrir þá þjónustu.

2. Stjórnarskipti

Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig og kveður.

Fundur heldur áfram með nýkosinni stjórn.

3. Vefstjóri

TF3LL óstkar efrtir að TF3WZ héldi áfram sem vefstjóri. Samþykkt samhljóða.

4. Embættum skipt í nýrri stjórn.

TF3JB óskar eftir að TF3DC og TF3EK haldi áfram í þeim embættum sem þeir höfðu í fyrri stjórn. Samþykktu þeir það og gegnir TF3DC embætti varaformanns og TF3EK embætti gjaldkera.

TF3JB óskar eftir að TF3LL taki að sér embætti ritara. TF3LL samþykkir og tekur að sér emæbtti ritara. Meðstjórnandi, TF3NE. TF3JB tekur að sér að fá það staðfest þar sem Jóhannes er fjarverandi. Varamenn: TF3UA og TF2EQ.

5. Samskipti stjórnar

TF3EK kom með þá hugmynd að nota WatchApp.

TF3DC bendir á Facebook grúbbu.

Engin niðurstaða.

TF3JB mælir með að hefðbundinn tölvupóstur verði notaður til að byrja með.

Samþykkt.

6. Fundartími stjórnar

Fundartími stjórnar ræddur. Hentugur tími gæti verið um klukkan 20 í miðri viku.

7. Nýr félagi

Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, óskar eftir inngöngu í ÍRA. Samþykkt.

8. Gamalt efni

TF2LL bendir á að mikið af efni gæti verið tapað af t.d. gamalli heimasíðu. Einnig sé mikið af myndum sem TF2LL óttast að geti verið tapað. TF3WZ ætlar að senda linka á nýja stjórn að þeim gömlu heimasíðum. TF3JB ætlar að athuga með myndir sem eiga að vera á diskum á vísum stað.

9. Næstu stjórnarfundur

TF3JB mælir með að næsti stjórnarfundur verði eftir Páska.

10. CQ TF

TF3JB bendir á að áhugi sé meðal félagsmanna að gefið sé út CQ TF. Nú þegar eru aðilar búnir að gefa sig fram til að standa að útgáfu blaðs. Blað yrði eingöngu gefið út á digital formati á netinu.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 13. Mars 2018.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 19:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3EK og TF3LY.

Fundarritari: TF3JA

Dagskrá

1. Aðalfundur

Aðalfundur, rætt um gagnrýni sem komið hefur fram á að aðalfundur skuli vera boðaður að kvöldi til í miðri viku. Ákveðið að fresta ekki fundi en viðurkennt að betra væri að hafa fundinn um helgi á miðjum degi vegna þeirra sem búa lengra frá Reykjavík og gætu lent í slæmum veðrum

2. Skýrsla formanns

Formaður kynnir skýrslu formanns um starfssemi félagsins undanfarið ár sem er byggð á innleggi frá Ölvi, Einari, Hrafnkeli og Óskari.

3. Reikningar lagðir fram

Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga og ætlar að senda á alla stjórnarmenn ásamt lista yfir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjaldið.

4. Meðbæli á breytingum.

Frá útgáfu nýrrar reglugerðar hefur stjórn mælt með einsbókstafs viðskeytum til Ara Þórs, TF1A og Sveinbjörns Jónssonar, TF8V.

5. Lyklabox

Lyklabox í Skeljanesi. Rætt um að beina því því til næstu stjórnar að ljúka því verkefni og ákveðið að amatörar mættu nota stöð félagsins á eigin kallmerki en þó ekki í keppnum eða á dögum sérstakra tilefna eins og t.d. komandi Marconidegi, 18. apríl. Og sett verði skilyrði að öll sambönd séu fær í loggbók stöðvarinnar, logger32, sem er á fartölvunni við stöðina. Einnig rifjað upp að Pfs hefur heimilað amatörum að leyfa gestum almennt að nota, virkja, starfrækja sína stöð á kallmerki stöðvarinnar í kynningarskyni. Og ástæða til að hvetja sem flesta að gera slíkt til að útbreiða áhugamálið sem víðast.

 6. Félagsgjald.

Ákveðið að leggja til óbreytt félagsgjald á komandi aðalfundi.

7. Stjórn

Rætt um að bjóða núverandi stjórn áfram til starfa að mestu óbreytta. Formaður kannar hug stjórnarmanna.

 

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 14. Febrúar 2018.

Fundur hófst kl. 17:20 og var slitið kl. 18:50.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK og TF8KY

Fundarritari: TF3DC

Dagskrá

1. Fundargerðir yfirfarðar

Yfirferð og staðfesting á nokkrum fundargerðum stjórnar til birtingar á heimasíðu og fundargerð samráðsfundar með Prófnefnd. Þar sem ritari var fjarverandi var þessum lið frestað.

2. Vinnureglur stjórnar

Vinnureglur stjórnar vegna umsagna til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna kallmerkjaúthlutunar staðfestar með ákvæði um endurskoðun í ljósi reynslunnar innan árs.
Vinnureglurnar hafa þegar verið kynntar félagsmönnum á heimasíðu félagsins. Farið var yfir vinnureglurnar á fundi þann 30/1/2018 með breytingum á fundi þann 8/2/2018. TF3JA dregur breytingartillögu sína frá seinni fundinum (8/2/2018) til baka og vill að það komi sérstaklega fram í fundargerð. Vísað til vinnureglna skv. fylgiskjali með fundargerð þessari.

3. Aðalfundur ÍRA

Samþykkt að aðalfundur ÍRA verði fimmtudaginn 20. mars 2018 kl. 20:00 í sal TR í Fákafeni. Boða þarf fundinn með minnst þriggja vikna fyrirvara samkvæmt félagslögunum.

4. Félagsfundur

Rætt var um að halda félagsfund – en mat stjórnar var að engin knýjandi þörf væri fyrir slíkan fund.

5. Úrræði til amatörleyfis

TF3JA hafði framsögu skv. dagskrárlið um úrræði fyrir áhugasama einstaklinga um amatörleyfi sem hentar ekki að fara í próf. Umræður um málið þar sem meðal annars var vísað til upplýsinga frá Prófnefnd á samráðsfundi nýlega um að 95% – af þeim þreytt hafa í síðustu 5 próf sem haldin hafa verið – hafi staðist próf til amatörleyfis.

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 8. Febrúar 2018.

Fundur hófst kl. 19:30 og var slitið kl. 20:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3DC og TF3EK

Fundarritari: TF3DC

Dagskrá

1. Umsókn TF3ARI um TF1A

Fyrir fundinum lá erindi um umsögn um umsókn TF3ARI um nýtt kallmerki TF1A með vísan til gildistöku nýrrar/breyttrar reglugerðar um radíóleyfi áhugamanna.

Formaður fékk umboð fundarins til að veita jákvæða umsögn um umsóknina – en skyldi þó kanna fyrst við TF3ARI hvort hann gæti sætt sig við annan tölustaf þ.e. TF2 eða TF9.

2. Kallmerkjaúthlutun

Fyrir lá tillaga að stjórnarsamþykkt 8. febrúar frá formanni, TF3JA, sem hann dreifði til viðstaddra stjórnarmanna.

TF3EK minnti á að tillögu sína sem hefði verið á fundi þriðjudaginn 30. janúar. Vísaði hann til fundargerðar formanns í þessu sambandi.

Ákveðið var að gera eftirfarandi breytingu á umsögnum sem samþykktar voru 30. janúar: 4. lið: Þeir sem fá tímabundin kallmerki geta haldið kallmerki sem þeir eru með fyrir og verið þá með tvö virk kallmerki.

 

This content is password protected. To view it please enter your password below:

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 30. Janúar 2018.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3EK, TF3EO, og TF3DC

Fundarritari: TF3JA

Dagskrá

1. Verklagsreglur

TF3JA lagði fram tillögu Einars, TF3EK, að umsagnar-verklagsreglum fyrir stjórn íRA. Eftirfarandi viðmið notaði Einar við mótun umsagnar-verklagsreglna stjórnar ÍRA um kallmerki og í framhaldi af þessum markmiðun ákvað stjórn ÍRA eftirfarandi verklagsreglur þar til annað yrði ákveðið.

Fundarmenn sættust á þessa niðurstöðu en í upphafi kom fram í málflutningi TF3DC að hann vildi heldur halda fyrirliggjandi viðmiðum um úthlutun einsbókstafs viðskeyta og stytta geymslutíma áður notaðra kallmerkja í tíu ár. Fleiri voru á þeirri skoðun að geymslutími áður notaðra kallmerkja mætti ekki vera of langur.

2. Markmið verklagsreglna

Markmið verklagsreglna fyrir umsagnir um kallmerki, TF3EK.

 • Kallmerki er fyrst og fremst auðkenni.
 • Virkir amatörar fái forgang að þjálum kallmerkjum sem er auðvelt að heyra og muna.
 • Sem fæst eftirsóknarverð kallmerki séu lítið eða ekki notuð.
 • Draga úr því að leyfishafar séu að skipta um kallmerki.
 • Ef eftirspurn reynist meiri en framboð, þá ráðist forgangur af virkni.
 • Verklagsreglur séu einfaldar og gagnsæar.
 • Kallmerki skulu ekki notuð til að umbuna fyrir frammistöðu eða langlífi.
3. Verklagsreglur við umsagnir um kallmerki
 1. Leyfishafar sem þess óska geta fengið tímabundið kallmerki með einsbókstafs viðskeyti til þriggja ára.
 2. Leyfishafar með 200 staðfest cq wpx forskeyti á LOTW geta fengið ótímabundið kallmerki með einsbókstafs viðskeyti.
 3. Stjórn ÍRA getur mælt með ótímabundnu kallmerki með eins bókstafs viðskeyti á grundvelli annara upplýsinga um virkni.
 4. Þeir sem eru fyrir með tveggja eða þriggja stafa viðskeyti í kallmerki geta haldið því og verið þá með tvö virk kallmerki.
 5. Tölustafurinn 0 er frátekinn fyrir tímabundin kallmerki vegna sérstakra atburða eða keppnishópa.
 6. Tímabundin kallmerki eru laus aftur til úthlutunar að liðnum 6 árum, ótímabundin kallmerki að liðnum 20 árum.
4. Umsóknir um kallmerki

Stjórn mælir með umsókn TF3HP og umsókn TF3ARI um einsstafs kallmerki en felur formanni að kanna hjá Ara hvort hann væri til i að velja annan tölustaf, Ari óskar eftir kallmerkinu TF1A.

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Samráðsfundur stjórnar ÍRA og Prófnefndar ÍRA

Skeljanesi, 23. Janúar 2018.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ, TF3EK, TF3EO, og TF3DC

Mættir frá Prófnefnd ÍRA: TJ3DX, TF3VS, TF3KX og TF3GW

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Bréf frá IARU

TF3JA óskar eftir öðrum fundi með Prófnefnd vegna bréfs sem borist hefur frá IARU. TF3JA sendir bréfið á alla viðkomandi. Fundur vegna þessa settur á daginn 6. febrúar klukkan 17:00.

2. Næsta námskeið

TF3JA ræðir um næsta námskeið. Ekki margir sem vilja sækja námskeið, 3 nýir og svo nokkrir sem vilja sækja próf aftur. TF3JA telur ekki ráð að halda heilt námskeið fyrir það.

3. Námsefni á hljóðbók

TF3VS: Námsefni hefur verið komið á hljóðbókasafn og eru þeir að skoða það að koma efninu á hljóðbók. Þeir eru að svo stöddu að meta hvernig sé best að koma þessu á hljóðbók.

4. Efni á vídeó

TF3VS talar um að koma inn litlum video stubbum sem taka lítið efni fyrir í einu. T.d. 3 til 5 mínútna bút sem færi yfir t.d. ohmslögmálið.

5. Munnlegt próf

Umsækjanda um amatörréttindi verður boðið að koma í munnlegt próf.

6. Skýrsla Prófnefndar ÍRA

TF3DX fór yfir.

Til umræðu er að fundum Prófnefndar ÍRA sé fjölgað. Þar yrði t.d. farið yfir gerð á vídeóum og mögulega aðferð í framleiðslu á þeim. Einnig vill Prófnefnd fara yfira að samræma betur við HAREC.

TF3DX fór yfir árangur á prófum. Á undanförnum 5 prófum hafa aldrei fallið fleiri en 1 á prófi. 3 samanlagt fyrir síðustu 5 námskeið/próf. Samtals tók 57 próf of féllu 3 eða 5,3%.

TF3DX fór yfir hvað mætti gera fyrir þá sem eiga undir högg að sækja. T.d. mætti hafa nokkra aðila sem gætu tekið að sér einstaklinga sem þurfa aukna kennslu.

TF3DX bendir á að til að geta hjálpað mönnum sé eðlilegt til að menn mætu allavega í skriflegt próf. Bendir á að það væri gott fyrir menn að taka prófið til að halda jafnræðinu við aðra. Bendir á að leyfileft er að hjálpa mönnum í prófi með aðstoð á skilningi á spurningu, þá gegni prófandi hlutverki einskonar túlks.

TF3JA telur að verkleg kennsla mætti vera meiri og mat á þátttöku í verklegu ætti að fá töluvert vægi í lokaeinkun.

TF3VS bendir á að það sé slæmt hveru margir taka próf en taka svo aldrei út leyfisskírteini og jafnvel þó svo sé fara menn ekki í loftið. Allir tóku undir þetta.

TF3DC greindi frá og dreifði til fundarmanna (fylgiskjal nr. 1) niðurstöðum nefndar ARRL um “New entry level licence”. Samkvæmt því eru helstu vandamálin: lítil nýliðun 30 ára og yngri og lítil virkni nýrra leyfishafa. Lausnirnar séu: að hvetja nemendur og yngri kynslóðina til að kynna sér amatör radíó, vanda til námskeiða og fræðslu, gæta vandlega að hagsmunum leyfishafa þannig að áhugamálið verði aðlaðandi og hvetja leyfishafa til að halda áfram að þróast og færa sig upp í næsta leyfisflokk.  (Vísun í fylgiskjal með fundargerð).

TF3DX ræðir verklega kennslu. Bendir á að verkleg kennsla þurfi mikinn aga. Búnaður þarf að virka gríðarlega vel. Skipulag þarf að vera gott. Sé jafnvel erfiðara en venjuleg kennsla. TF3EK bendir á að verkleg kennsla gæti mögulega verið hluti af entry leyfi.

7. TF3KB

Stjórn og Prófnefnd ÍRA vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til TF3KB fyrir gott og mikið starf fyrir Prófnefnd og félagið.

8. ELL, N og G leyfi

ELL prófið rætt. TF3DX bendir á mikilvægi þess að vanda þessi vinnubrögð. Fara yfir leyfiskerfið í heild.

TF3DX fer yfir núgildandi Evrópureglugerð frá ECC og lista sem þar er skilgreindur sem amatörar eiga að kunna.

 

 

 

 

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 29. Desember 2017.

Fundur hófst kl. 12:20 og var slitið kl. 13:20.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ, TF3EK, og TF3DC

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Reglugerðarbreyting samþykkt

TF3JA tilkynnti að hjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hafi verið skrifað undir reglugerðarbreytingu um kallmerki og svæðaskiptingu fyrir jól.

Þegar formlegt svar hefur borist frá ráðuneyti munu þessar upplýsingar verða birtar á heimsíðu félagsins.

2. Breytingar á prófnefnd

TF3EK leggur til breytingar á Prófnefnd.

TF3GW kemur í stað TF3KB.

Eftir breytingu yrði prófnefnd skipuð: TF3DX, TF3KX, TF3VS, TF3EK og TF3GW.

Stjórn felur TF3WZ og TF3JA að ganga frá bréfi til prófnefndar.

Samþykkt einróma.

3. Námsefni og prófkröfur

TF3EK leggur til að próf og námsefni verði yfirfarið heilstætt. Þá með vísan til CEPT reglugerða. Leggur fram bréf með tilvísun í reglugerðar númer o.fl.

Það er skoðun stjórnar ÍRA að gera þurfi átak til að aðlaga námsefni og tilhögun prófa breyttu umhverfi. Hér er bæði um að ræða að ljúka vinnu sem hafin fyrir nokkum árum til að taka saman heildstætt kennsluefni fyrir amatör próf og að próf og námsefni verði í samræmi við tilmæli CEPT. Þessi tilmæli er að finna á slóðinni https://cept.org/ecc/topics/radio-amateurs. Í skjali T/R 61-02 er fjallað um námsefni til G leyfis og ERC Report 32 á við um námsefni til N leyfis. Í ECC Recommendation (05)06 er fjallað um próf fyrir einstaklinga með hamlanir. Ennfremur er það vilji stjórnar að unnið verði að því að innleiða nýjan leyfisflokk í samræmi við ECC Report 89.

Stjórn styður tillögu Einars og verður hún lögð fyrir Prófnefnd ÍRA.

4. Fræðslustjóri

TF3WZ leggur til að búið verði til embætti fræðslustjóra. Fræðslustjóri verði skipaður af stjórn ÍRA til þess að halda utan um almennt fræðslustarf og þar þá helst að halda námskeið  vegna prófs til radioamatörs. Vinnur þá fræðslustjóri að þeim verkefnum fyrir stjórn.

Hellstu verkefni fræðslustjóra yrðu:

 • Dagskrá námskeiðis
 • Samskipti við kennara
 • Samskipti við nemendur
 • Samskipti við Prófnefnd
 • Samskipti við PFS
 • Utanumhald á námskefni, prentun kennsluefnis o.fl.
 • Bókun / umsjón á húsnæði
 • Fréttaflutningur af námskeiði
5. Aðlögun prófs vegna aðstæðna.

TF3JA leggur til að Fræðslustjóra sé gefið það vald að geta gert tillögu til Póst- og fjarskiptastofnunar um að námsmaður fái aðlagað próf vegna sérstakra aðstæðna. TF3DC lagði fram það sjónarmið að þetta verkefni þ.e. framkvæmd prófa hvort sem það væri almenna prófið eða próf við sérstakar aðstæður yrði í höndum Prófnefndar eins og verið hefði. Ef menn teldu að þörf á að stofna til nýs embættis fræðslustjóra væri rétt að hann einbeitti sér að fræðslunni en kæmi ekki að framkvæmd prófanna. Heppilegast væri að halda þessum þáttum, kennsla vs. próf, aðskildum eins og rætt hefði verið áður í stjórninni og menn verið nokkuð sammála um.