CQ WW DX SSB keppnin fór fram síðustu helgina í október í þokkalegum skilyrðum og ekki að sjá annað en þáttakan hafi verið góð. Íslenskar stöðvar í keppninni voru eftir betri heimildum TF2LL, TF2MSN, TF2AO, TF3CW, TF3CY, TF3DC, TF3MHN, TF3VS, TF3Y, TF4X fjarstýrð af TF3SG frá Reykjavík og TF8HP. Á vefsíðunni “Unofficial claimed scores” er hægt að fylgjast með óformlegum niðurstöðum keppninnar en formleg niðurstaða verður á vefsíðu keppninnar “CQ WW DX SSB” innan tíðar.

Þáttaka skv. lista á CQ WW DX

TF2LL SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL HIGH
TF2MSN SINGLE-OP NON-ASSISTED ALL LOW
TF3AO SINGLE-OP ASSISTED 15M LOW TANGO FOX RADIO FOXES
TF3CW SINGLE-OP NON-ASSISTED 15M HIGH
TF3CY SINGLE-OP NON-ASSISTED 10M HIGH
TF3DC SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3MHN SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF3VS SINGLE-OP ASSISTED ALL LOW
TF4X SINGLE-OP NON-ASSISTED 160M HIGH
TF8HP SINGLE-OP NON-ASSISTED 20M LOW TANGO FOX RADIO FOXES

CW hluti keppninnar verður síðustu helgina í nóvember eftir réttar fjórar vikur og allar líkur á að þá verði stöð félagsins í Skeljanesi komin í gott lag að sögn stjórnar ÍRA.

VA7XX fjórhyrningur – draumaloftnet og færi vel á grasinu við Skeljanesið.

Sælir félagar.

Af óviðráðanlegum ástæðum er erindi því er flytja átti

fimmtudaginn 6. nóvember frestað til fimmtudagsins

13. nóvember.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

Sælir félagar.

Fimmtudaginn 6. nóvember munu Vilhjálmur, TF3DX, og Kristján, TF3KB, halda erindi og svara spurningum um NRAU ráðstefnuna sem haldin var 15.-17 ágúst sl. og   IARU region1 ráðstefnuna, sem haldin var 20.-27. september sl..

Vonandi sjá sem flestir félagar sér fært að mæta í félagsheimilið og hlusta á fróðlegt erindi.

Samkvæmt venju hefst erindið kl 20.30.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

TF4X keppnisstöðin í Otradal tók þátt í CQ WW SSB 2014 og var stjórnað með fjaraðgangi frá Reykjavík.   TF3SG sem operator með K3 frá Elecraft og tilheyrandi fjaraðgangsbúnað tók þátt í flokkinum SOSB 160m High Power.

CQ WW SSB keppnin í ár fór af stað rétt eftir kröftugasta sólgos sem orðið hefur í 24 ár.

Nú til dags eru öflug hlustunarnet og öflugt sendinet og allt sem því fylgir á 160m um margt forréttindi.  Það er aldrei ljósar en í miðju kröftugu sólgosi hvað stöðin er öflug.  Veikustu merkin voru læsileg alveg niður í suð.  Það verður ekki við ráðið ef merkin ná ekki í gegn vegna norðurljósa.  Vandamálið hér á landi er ekki endilega að heyra veikustu merkin, miklu frekar að þeir sem kalla heyra ekki merkið frá TF4X vegna QRM þeirra megin.  Við sólgosið tók bandið dýfu en jafnaði sig að nokkru leiti á nokkrum klukkutímum.  Fyrir mig var þetta ein skemmtilegasta og lærdómsríkasta keppni fram til þessa. Allur búnaður var hnökralaus. Fjöldi sambanda var rétt rúmlega 260, 8 CQ og DXC 44. Takk fyrir mig Þorvaldur.

73

Guðmundur, TF3SG

Á QRZNOW.COM birtist í vikunni grein um stafræna talmótun á HF, “FreeDV HF Digital Voice for Radio Amateurs” eða Stafrænt tal á HF.

FreeDV er GUI forrit fyrir Windows, Linux og MacOS (BSD og Android eru í þróun). Með forritinu er hægt að nota venjulegt SSB sendiviðtæki fyrir stafrænt tal á litlum bitahraðaTalið er þjappað niður í 1600 bita/s runu sem mótuð er með 16 QPSK aðferð á 1,25 kHz breiða burðarbylgju. Í móttöku er merkið afmótað og afkóðaðmeð FreeDVSamskipti eru læsileg niður í 2 dB S/N hlutfall og 1-2 vatta sendiafl nægir fyrir samskipti yfir langar vegalengdir. FreeDV var búið til í samstarfi alþjóðlegs hóps radíóamatöra. FreeDV er opinn hugbúnaður, skrifaður í “GNU Public License”útgáfu 2.1. Bæði talkóðarinn og afkóðarinn eru opinn hugbúnaður.

En hvers vegna stafræn mótun og FreeDV?
Amateur radíóið er að færast frá hliðrænum sendingum til stafrænna, sem er svipar til breytingarinnar frá AM til SSB á árunum 1950 til 60Hvernig væri staðan ef eitt eðatvö fyrirtæki ættu einkaleyfi á SSB og neyddu amatöra til að nota þeirra tækni og ólöglegt væri að gera tilraunir með eða jafnvel skilja SSB-tæknina og þannig yrði staðan næstu 100 árinÞað er einmitt það sem var að gerast með stafrænt talEn núeru radíóamatörar að ná stjórn á tækniþróuninni aftur!

FreeDV er einstakur 100% opinn hugbúnaðaður fyrir flutning á hljóðiEngin leyndarmál, ekkert einkamál! FreeDV er leið 21. aldar radíóamatöra til að myndaumhverfi þar sem frjálst er að gera tilraunir og prófa nýjungarí stað þess að vera fastir í umhverfi fárra framleiðenda.

…já og takið eftir, 100 sinnum minna útsent afl og helmingi minni bandvídd…fyrir betri flutningsgæði.

Framtíðin er komin, við látum ekki hefta okkur!

…þýtt og endursagt de TF3JA

staðan á DXWATCH.COM stuttu eftir lok keppninnar..

KD4PXY

TF2LL

14263

59 nc

0003z 27 Oct

N6DBF

TF2LL

14263

2359z 26 Oct

9A7A

TF4X

1832.5

2353z 26 Oct

CN2AA

TF4X

1832.4

2342z 26 Oct

K6ST

TF2LL

14263

2338z 26 Oct

K6ST

TF3CY

14232.6

2331z 26 Oct

K7RL

TF3CY

14232.6

USB

2320z 26 Oct

K7RL

TF2LL

14263

USB

2320z 26 Oct

DB3MA

TF4X

1832.4

5914 73 harald

2320z 26 Oct

GM4AFF

TF4X

1832.4

2315z 26 Oct

NW3H

TF2LL

14263

40

2311z 26 Oct

N2FF

TF2LL

14263

2304z 26 Oct

AA7V

TF3CY

14232.6

2304z 26 Oct

TF2MSN

TF3CY

14232.5

CQ TEST

2252z 26 Oct

N2TX

TF3CY

14232.6

USB

2248z 26 Oct

seinni hluta sunnudags kom TF3CY aftur inn í keppnina af mikilum krafti á 10 metrunum, TF4X vaknaði aftur til lífsins á fjarstýringu frá TF3SG í Reykjavík og TF2LL hélt sínu striki á 20 og 80 metrunum …þegar klukkan er langt gengin í tíu hefur TF3IG bæst á listann á dxwatch.com… klukkan er orðin rúmlega níu og einn mesti keppnismaður íslenskra radíóamatöra, TF3CW, kominn á fulla ferð í keppninni, hér er staðan á DXWATCH.COM:

Einu heimildirnar um þáttöku íslenskra stöðva í CQ WW DX SSB keppninni um helgina eru listinn á DXWATCH.COM og símtal frá TF3SG í gær sem sagðist vera í loftinu á TF4X fjarstýrðri frá Reykjavík á 160 metrunum. Þetta er staðan núna klukkan 6 á sunnudagsmorgni í eins stigs frosti og vindleysu, allt bendir til sólríks sunnudags og lítil hætta á að loftnetaskelfirinn leysist úr læðingi. En hver á þetta skemmtilega kallmerki TF0HQ? sem bendir til þess að stjórn ÍRA hafi skroppið á gossvæðið í nótt. Kallmerkið HQ er venjulega frátekið fyrir “head quarter” stöðvar.

Í gær kom í ljós að SteppIR-greiðan í Skeljanesi virkaði ekki fullkomlega. Snemma í morgun mættu nokkrir félagar til vinnu í Skeljanesið og luku verkinu í eftirmiðdag. Endurnýjaðar voru næstum allar tengingar á stýristrengjum til staka loftnetsins. TF3Y tók að sér að klífa nokkrum sinnum upp að loftnetinu og þurfti því ekki að fella mastrið.

TF3GB, TF3Y, TF3DC og TF3VS, myndina tók TF3JA

Á fimmtudagskvöld var TF3DC að koma inn í Skeljanesið og hitti þá fyrir erlend hjón. Óskar segir frá:

Ég hitti þau Gordon/VE3FRB og Theresu/VA3TGS fyrir utan félagsheimilið þar sem ég renndi í hlað. Þau stigu út úr leigubíl. Sögðust hafa farið á heimasíðuna og getað séð að fundir væru á þessum tíma í félagsheimilinu. Þau eru mest á VHF en taka þátt í stærri viðburðum amatöra í Canada. Aðspurð sögðust þau vera mjög lítið á HF og hefðu t.d. ekki haft samband við neina TF stöð. Þau Gordon og Theresa komu upp í sjakk og voru hrifin af aðstöðunni og af þeim fjölda sem var í félagsheimilinu. 73 de TF3DC.

Nokkrar íslenskar stöðvar eru að taka þátt í keppninni um helgina, TF4X fjarstýrð frá Reykjavík, TF3CW, TF3CY, TF2LL og kannski fleiri, sagt verður frá því betur hér að lokinni öflun upplýsinga.

Á DXCOFFEE.com var í gær komin frétt um að IG9Y keppnisliðið sem ætlaði að taka þátt í keppninni frá Lampedusaeyju á kallmerkinu IQ9Y væri hætt við þáttöku því loftnetin þeirra sem sjást á myndinni hér fyrir neðan fuku öll og eyðilögðust í stormi sem geisaði í Miðjarðarhafinu aðfaranótt fimmtudags. Eyjan Lampedusa er sunnan við Sikiley í Miðjarðarhafinu hálfa leið yfir til Túnis.

TF3DX sendi á irapóstinn í gær eftirfarandi frétt:

Sælt veri fólkið!
Fékk óvænt QSO í gær um kaffileytið. Kallaði í ZD8R á 12 m úr bílnum. Hann heilsaði mér með nafni og sagði “QSP frm OH2KI …. pse 28.001”.
Ég fór þangað og þar kallaði ZD8X í mig, og mikið rétt, þetta var Jorma OH2KI. Ég kynntist honum á fundinum í Finnlandi í haust, og á ráðstefnunni í Albena varð hann góður vinur og kröftugur stuðningsmaður tillögu okkar. Þá vildi svo til að konan hans hafði pantað ferð fyrir þau til Reykjavíkur vikulokin eftir að ráðstefnunni lauk, svo við hittumst líka hér og hann tók dálitla rispu á lykilinn í bílnum úti við Gróttu, sem TF/OH2KI/M. Ég skuldaði honum tölvupóst frá því fyrir viku u.þ.b. (latur að opna þessa dagana) og var einmitt að hugsa um að koma mér heim og svara honum þegar þetta QSO kom, mér alveg að óvörum! Hafði ekkert heyrt af þeirri fyrirætlan hans að vera á Ascension Island núna. Það er nærri beint í suður frá okkur, u.þ.b. 8° sunnan miðbaugs.
Hann er þarna ásamt Olli OH0XX (ZD8R) og Oliver W6NV (ZD8W). Þeir verða í CQWW SSB keppninni um helgina, og svo áfram fram á næsta fimmtudag og skottast þá í loftið, bæði CW og SSB trúi ég. Jorma verður líklega einkum á 10 m, hann er með monoband Yagi þar, sjá ZD8X á QRZ.com:

CQWWSSB 2014, ZD8X á SSB, 28 MHz, liðið ZD8W, ZD8R, ZD8X…. ZD8X QSL beint: Jorma Saloranta, OH2KI, Marjoniementie 28, 13330 Harviala, Finland. Sjá: Vefsíða OH2KI.

Lítill maður með stóru greiðuna sína: 4 stök á 10 metrum:

Mynd: G0CKV

73, Villi TF3DX

Í gærkvöldi lauk TF3Y við að tengja og stilla stýriboxið fyrir rótor SteppIR greiðunnar í Skeljanesi, Bjarni og félagar höfðu áður lokið við viðgerð á rótornum og er því félagsstöðin tilbúin til notkunar ef einhver eða einhverjir vilja nýta sér stöðina til þáttöku í CQ WW DX SSB keppninni um helgina. Líklega er Skeljanesið eitt besta virka amatör QTHið á landinu eins og er þó svo að aðstaðan keppi ekki við loftnetin í Otradal.

Marcel ON6UQ, Jef DD2CW, Dirk ONL741 og Roger ON7TQ verða í keppninni á kallmerkinu SI9AM í Svíþjóð.

…en hægt að fylgjast með beinni útsendingu á netinu sem hefst klukkan tíu á föstudagsmorgun á unday.org…

World Heritage Grimeton Radio station 

The live broadcast from Grimeton will begin at 12 PM (UTC 10) on Friday. The broadcast can be viewed on www.unday.org. The broadcast will go on for about 30 – 40 min, approximately. Unfortunately, there will be no transmission with SAQ.

unday.org