Blaðið er komið á vef félagsins í forútgáfu:
http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_28arg_2010_01tbl.pdf

Athugasemdir og ábendingar um villur sendist til ritstjóra, en stefnt er að því að endanlegt blað verði sett á vefinn og fjölfaldað eftir sunnudaginn 21. febrúar.

73 – Kiddi, TF3KX
ritstjóri CQ TF

tf3kx@simnet.is

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3YH fluttu vel heppnað fimmtudagserindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Báðir hafa verið leyfishafar um áratuga skeið og var afar fróðlegt og áhugavert að heyra umfjöllun þeirra um DX keppnir og DX leiðangra. Báðir eru jafnvígir á CW og PHONE og báðir hafa staðið fyrir keppnum frá félagsstöðinni TF3IRA sem og frá eigin stöðvum (og annarra), auk þess að hafa farið í DX leiðangra innanlands, til annarra landa í Evrópu, Ameríku og til Kyrrahafsins. Sigurður, TF3CW, sýndi fjölda ljósmynda og útskýrði, auk þess að sýna kvikmynd sem hann gerði um DX-leiðangur hans (og fleiri Norðurlandabúa) til Banaba eyju í Kyrrahafinu (T33R og T33T).

Erindið var mjög vel sótt og mættu alls 33 leyfishafar úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3 og TF8 (auk gesta). Bestu þakkir Sigurður og Yngvi fyrir skemmtilegt kvöld ásamt þökkum til Jóns Svavarssonar, TF3LMN, fyrir að taka ljósmyndirnar sem birtast hér.

Fullt var út úr dyrum í Skeljanesinu; séð yfir hluta fundarmanna.

Siguður R. Jakobsson, TF3CW, fjallaði um keppnisþáttöku og DX leiðangra.

Benedikt, TF3CY; Yngvi TF3Y og Sigurður, TF3CW. Yngvi fjallaði um sama efni með TF3CW.

Allir stólar voru setnir.

TF2JB

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Yngvi Harðarson, TF3Y.

Félagsmenn okkar, Sigurður R. Jakobsson TF3CW og Yngvi Harðarson TF3Y verða með erindi fimmtudaginn 11. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Það hefst hefst kl. 20:30 stundvíslega. Þeir félagar munu fjalla um DX-keppnir og DX-leiðangra. Sigurður mun m.a. sýna 25 mín. kvikmynd sem hann tók í T33R og T33T DX-leiðangrinum til Kyrrahafsins. Veitingar verða í boði félagsins.

Félagar fjölmennið!

TF2JB

Í.R.A. óskar eftir að heyra frá áhugasömum félaga sem væri til í að annast QSL stofu félagsins. Embættið snýst um að annast útsendingu QSL korta félagsmanna sem berast til kortastofunnar. QSL stjóri sér um að tæma kortamóttöku og flokka innkomin kort niður á lönd. Þegar bunki korta til ákveðins lands hefur náð tiltekinni þyngd, er þeim pakkað inn, þau árituð og lögð í póst. QSL stjóri heldur saman upplýsingum um greiðslur til kortastofunnar frá félagsmönnum og ákveður gjald fyrir hvert QSL kort sem sent er til kortastofunnar (það er í dag 5 krónur) en gjaldskrá miðast við að rekstur sé “á núlli”, þ.e. að gjöld mæti tekjum (sjá nánar 24. gr. félagslaga).

Eftirtaldir veita upplýsingar um embættið:

Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, fráfarandi QSL Manager: tf3ppn@gmail.com / hs 566-7231 / GSM 664-8182.
Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður: jonas@hag.is / hs 437-0024 / GSM 898-0559.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG, varaformarður: dn@hive.is / hs 552-2575 / GSM 896-0814.

TF2JB

TF4X í Otradal tók þátt í CQ WW 160 morskeppninni um síðustu helgi en Yuri K3BU hljóp í skarðið með skömmum fyrirvara fyrir Sigga TF3CW. Þrátt fyrir talsverða norðurljósavirkni náðist mjög góður árangur í keppninni en samböndin urðu 1.643. Samband var haft við stöðvar í 80 löndum og 51 ríki og fylki í Bandaríkjunum og Kanada. Heildarskorið var 1.317.729 punktar. Þetta er betra skor en margra sænskra og finnskra stöðva sem mannaðar voru hópi amatöra (e. multi op). Fyrir þá sem ekki vita þá er TF4X kallmerki klúbbstöðvar sem rekin er frá stöð Þorvaldar, TF4M.

Miðað við þau skor sem frést hefur af hingað til þá er árangur TF4X í efsta sæti í Evrópu og í 5. sæti í heiminum. Ljóst er að sú röð getur breyst en talsvert þarf til að hnika röðinni í Evrópu. Nefna má að heimsmethafinn Clive GM3POI náði einu landi færra í keppninni í fyrra. Unnt er að fylgjast með skori annarra stöðva og hlutfallslegu gengi TF4X hér .

Af áhugaverðum samböndum í keppninni má nefna tvö sambönd við Hawaii (KH6) og nokkur við Japan. Samböndin við Hawaii eru þó ekki þau fyrstu því Þorvaldur TF4M hefur verið með þó nokkur sambönd þangað í vetur.

Aðspurður um þennan árangur segist Þorvaldur TF4M “vera að rifna úr stolti”. Hann þakkar þennan góða árangur m.a. nýja 160m loftnetinu “Konungi Norðursins” sem hannað er af Villa TF3DX.

Yuri K3BU er 68 ára gamall og hefur tekið þátt í keppnum í 51 ár, m.a. fyrstu SAC keppninni árið 1958.

Þorvaldur tók upp alla keppnina á Perseus SDR viðtæki og býður hann upptökuna til afritunar fyrir þá sem vilja hlusta á keppnina eftir á. Með þessu er möguleiki á að hlusta á allt 160m bandið allan keppnistímann með Perseus hugbúnaðinum . Upptakan tekur um 120GB á hörðum diski og er Yngvi TF3Y með eintak sem unnt er að afrita. Hver afritun tekur um 2 klst. E.t.v. verður unnt að koma eintaki fyrir í félagsheimili Í.R.A. sem myndi auðvelda aðgengi að upptökunni fyrir þá sem hafa áhuga.

TF3Y

Comment frá TF2JA

Takk fyrir góðar upplýsingar Yngvi. Og hamingjuóskir með glæsilegan árangur Þorvaldur!

73 de TF2JB.

Þátttaka Í.R.A. í CQ WW 160m CW tóks með ágætum og er það áköfum keppnismönnum Óskari, TF3DC, Yngva TF3Y, Bjarna Sverris TF3GB, Stefáni Arndal TF3SA, Jóni Þóroddi TF3JA, og Sveini TF3T, Guðmundi TF3SG, svo fyrir að þakka.  Jón Þóroddur, Sveinn og Yngvi voru óþrjótandi viskubrunnar þegar kom að tæknimálum og því að skýra út hvernig best sé að matsa Inverted L eða bara vertikal með sloping vír í topp.  TF3T lánaði unun og Yngvi kom með loftnetsgreini.  Ég þakka öllum sem að málinu komu fyrir frábæra stund og skemmtun.

73

Guðmundur, TF3SG

Frá vinstri: TF8SM, TF3IG, TF3PPN og TF3TON. Ljósm.: TF3LMN.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, Ljósm.: TF3LMN.

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, flutti erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. 28. janúar s.l. þar sem hann kynnti hvernig fjarstýra má HF stöð milli heimsálfa yfir netið. Hann sýndi m.a. hvernig stjórna má tíðnum og hafa QSO á SSB, PSK o.fl. Hann kynnti einnig hvaða forrit henta og hvernig fyrirkomulag af þessu tagi er sett upp. Góð mæting var og mikið um spurningar í lok erindisins.

Frá vinstri: TF3GC, TF3S, TF3LA og TF8PB. Ljósm.: TF3LMN.

Frá vinstri: TF1JI, TF3RF, TF3JA, TF3VS, TF3-033, TF3-035 og TF3EG. Ljósm.: TF3LMN.

Frá vinstri: TF3LMN, TF3GC, TF3S og TF3Y. Ljósm.: TF3JA.

Óskar, TF3DC, “á fullu” í fjarskiptaherbergi TF3IRA í keppninni. Ljósmynd: TF3SA.

Á myndinni má sjá “inverted L” loftnetið sem notað var í 160m keppninni frá TF3IRA um helgina. Ef glöggt er skoðað, má sjá þráðinn sem liggur frá toppi 20 metra hárrar loftnetsstangarinnar yfir í áttina að loftnetsturni félagsins. Það var Guðmundur, TF3SG, sem lánaði félaginu stöngina (sem er heimasmíðuð), kerruna og radíalana. Sveinn, TF3T, lánaði síðan “Unum” spenni til að auðvelda fæðingu á 160 metrunum og Jón Þóroddur, TF3JA kom með loftnetsmæli (en Guðmundur hannaði loftnetið upphaflega sem ferðaloftnet fyrir 80 metrana). Ljósmynd: TF2JB.

Á myndinni má sjá hvernig gengið er frá stönginni aftast á kerrunni og hvernig kerran er skorðuð af með jarðhælum. Síðan eru radíalarnir strengdir út frá fæti loftnetsins og litlu hvítu stangirnar sem halda þeim frá jörðu, eru stilkar fyrir rafmagnsgirðingar sem fengust í MR búðinni. Á myndinni má líka sjá þrjú stög sem halda loftnetsstönginni fastri og mynda jafnframt mótvægi við þráðinn sem tengdur er við topp stangarinnar. Óskar, TF3DC, stóð fyrir þátttöku í keppninni (ásamt fleirum). Fjöldi sambanda var yfir 500. Til hamingju með góðan árangur! Ljósmynd: TF2JB.

Frá vinstri: Óskar, TF3DC; Yngvi, TF3Y; og Stefán, TF3SA. Ljósmynd: TF3JA.

TF2JB

Opnum kl. 9.00 í félagsaðstöðunni í dag sunnudag og höldum áfram þátttöku í CQ WW 160m CW.  Tökum einnig upp viðhafnarfána Í.R.A. sem félagið hefur nýverið fest kaup á.

73

Guðmundur, TF3SG

Vek athygli á þátttöku Í.R.A. í CQ WW 160m CW contestinu um helgina. Kallmerki félagsins í CQ WW 160 er að þessu sinni TF3IRA.  Félagsmenn eru hvattir til þess að líta inn í kvöld og taka þátt í keppninni og eða fylgjast með. Búið er að setja upp Inverted L sem hangir út frá 20m háum vertikal.

73

Guðmundur, TF3SG