,

Góð mæting í Skeljanes 27. júní

Góð mæting var á opið hús í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 27. júní. Sérstakur gestur var Daggeir Pálsson, TF7DHP, frá Akureyri.

Mikið var rætt um nýjungar sem kynntar voru á sýningunni í Friedrichshafen sem haldin var um nýliðna helgi, en a.m.k. 17 Íslendingar sóttu hana heim þetta árið. Margir gerðu góð kaup, bæði í sendistöðvum og mælitækjum. M.a. er von á fyrstu Kenwood TS-890S stöðinni til landsins innan tíðar.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, sýndi nýjan búnað til notkunar fyrir sambönd um gervitunglið Es’hail-2/P4A / Oscar 100. Umfjöllun um hann og fleiri nýjungar á sýningunni verður í septemberhefti CQ TF.

Glæsilegar kaffiveitingar voru í boði TF7DHP þetta vel heppnaða fimmtudagskvöld.

Þétt setið við fundarborðið. Frá vinstri (neðra horn): Jón Björnsson TF3PW, Mathías Hagvaag TF3MH, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Jón Guðmundsson TF3LM, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ, Sigmundur Karlsson TF3VE, Karl Birkir Flosason TF3KF, Daggeir Pálsson TF7DHP og Baldvin Þórarinsson TF3-033 (bak í myndavél). Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Frá vinstri: Þórður Adolfsson TF3DT, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ, Sigmundur Karlsson TF3VE, Daggeir Pálsson TF7DHP og Baldvin Þórarinsson TF3-033 (bak í myndavél). Ljósmynd: TF3JB.
Óskar Sverrisson TF3DC og Kristján Benediktsson TF3KB. Þeir félagar vígðu nýtt leðursófasett félagsins sem var notað í fyrsta sinn þetta fimmtudagskvöld. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × five =