Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) á HF og um gervitunglið OSCAR-100 vikuna 4.-10. apríl 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í tvígang í janúar og einu sinni í febrúar.

Alls voru 17 TF kallmerki skráð á þyrpingu að þessu sinni. Flestar stöðvar voru virkar á stafrænum mótunum (FT8, FT4), en einnig á tali (SSB), morsi (CW) og fjarvélritun (RTTY). Stöðvarnar voru QRV á  17, 20, 30, 40 metrum og um OSCAR-100 gervitunglið.

Kallmerki fær skráningu þegar erlendur leyfishafi hefur haft samband við eða hefur heyrt í viðkomandi TF kallmerki, auk þess sem hlustarar setja stundum inn skráningar. Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/  Fleiri sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund/-ir útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á:

TF1A——-SSB á OSCAR-100.
TF1EIN——FT8 á 20 metrum.
TF1OL——-FT8/SSB  á 17 og 20 metrum.
TF2MSN—-FT4 á 20 metrum.
TF3AO——RTTY á 20 og 40 metrum.
TF3DT——-SSB á 40 metrum.
TF3EK/P——FT8 á 20 metrum.
TF3JB——–FT8 á 30 metrum.
TF3LB——FT8 á 20 metrum.
TF3MH——FT8 á 20 og 30 metrum.
TF3PPN—–RTTY á 20 metrum.
TF3SG——-SSB á 40 metrum.
TF3VG——-FT8 á 20 metrum.
TF3Y——-CW á 20 metrum.
TF4M——-CW á 30 metrum.
TF5B———FT8 á 17, 20, 30 og 40 metrum.
TF6JZ———SSB á 20 metrum.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Myndin sýnir hluta af búnaði í fjarskiptaherbergi Lárusar Baldurssonar TF3LB í Reykjavík en hann var m.a. QRV á 20 metrum á tilgreindu tímabili. Ljósmynd: TF3LB.

Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, var fyrst valinn ritstjóri félagsblaðsins okkar, CQ TF. Það gerðist á aðalfundi 1971 og kom fyrsta blaðið út undir hans stjórn í mars sama ár (1. tbl. 1971).

Það var mikið lán fyrir ÍRA þegar ný stjórn leitaði til Dodda eftir aðalfund 15. mars  2018 um að taka að sér að endurreisa CQ TF eftir 5 ára hlé. Hann brást vel við og hefur sinnt þessu vandasama embætti samviskusamlega og með ágætum frá þeim tíma, við framúrskarandi góðar undirtektir félagsmanna.

Frá því Doddi tók við á ný sem ritstjóri CQ TF 2018, hafa alls 12 félagsblöð komið út undir hans stjórn: Þrjú tölublöð 2018, fjögur tölublöð 2019, fjögur tölublöð 2020 og eitt tölublað það sem af er þessu ári (2021).

Stjórn ÍRA væntir mikils af framlagi hans sem ritstjóra CQ TF á nýju starfsári, 2021/22 og þakkar vel heppnað og verðmætt framlag til þessa mikilvæga þáttar í félagsstarfinu.

Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2021, koma saman á 1. fundi sínum þann 25. mars s.l. og skipti með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2021/22 er eftirfarandi:

Jónas Bjarnason TF3JB, formaður.
Óskar Sverrisson TF3DC, varaformaður.
Guðmundur Sigurðsson TF3GS, ritari.
Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri.
Georg Kulp TF3GZ, meðstjórnandi.
Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður.
Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður.

Stjórn ÍRA.

Páskaleikum ÍRA 2021 lauk í gærkvöldi (páskadag) kl. 18:00. Næstbesta þátttaka frá upphafi; 24 kallmerki voru skráð og 20 hafa sent dagbókarupplýsingar inn í gagnagrunn leikanna m.v. 5. apríl. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður, hélt vel utan um viðburðinn og uppfærður gagnagrunnur stóð undir væntingum.

Vel heppnuð viðbót þetta árið var innsetning endurvarpanna sem og ný tímasetning, frá kl. 18 á föstudag til kl. 18 á sunnudag, auk þess sem þátttakendur geta sótt adif skrá í gagnagrunninn sem hægt er að hlaða inn í flest rafræn dagbókarforrit.

Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til miðnættis sunnudaginn 11. apríl n.k. Þannig að eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Óhætt er að fullyrða, að röð leyfishafa í fyrstu þremur sætunum mun þó haldast óbreytt:

1. sæti. Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL (169.125 heildarstig).*
2. sæti. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY (86.800 heildarstig).*
3. sæti. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN (71.072 heildarstig).*
(*Fyrirvari er gerður um endanlegan fjölda heildarstiga sem kann að breytast).

Þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY, umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.

Hamingjuóskir til TF1OL, TF8KY og TF2MSN fyrir verðskuldaðan árangur sem og til félagsmanna fyrir framúrskarandi góða þátttöku.

Stjórn ÍRA.

Ljósmynd af opnunarsíðu gagnagrunns Páskaleikanna 5. apríl 2021. Ljósmynd: TF3JB.

CQ World Wide WPX SSB keppnin fór fram 27.-28. mars s.l. Fjórar TF stöðvar skiluðu gögnum í jafn mörgum keppnisflokkum, auk samanburðardagbókar (check-log).

Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (EU). Endanlegar niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2021.

TF2MSN 61,348 heildarstig; einm.flokkur, öll bönd, lágafl – 782/H; 479/EU.
TF3AO 24,656 heildarstig; einm.flokkur, 20 metrar, háafl – 180/H; 108/EU.
TF3T 27,048 heildarstig; einm.flokkur, 40 metrar, háafl – 106/H; 63/EU.
TF8KY 74,496 heildarstig; einm.flokkur, öll bönd, háafl – 983/H; 442/EU.
TF3JB samanburðardagbók (e. check-log).

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqwpx.com/rawcall.htm?mode=ph

Við upphaf nýs starfsárs (mars 2021 til mars 2022) vil ég byrja á að þakka félagsmönnum fyrir allt það frábæra efni sem sent var inn á síðasta tímabili.

Líkt og á síðasta starfsári eru 4 tölublöð framundan, þ.e. í apríl, júlí, október og janúar (2022) og hlakka ég til áframhaldandi samvinnu við ykkur.

Næsta tölublað CQ TF, 2. hefti 2021 kemur út sunnudaginn 25. apríl n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Skilafrestur er til 14. apríl n.k.

Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is

Páskakveðjur og 73,
TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Myndin er af þremur síðustu tölublöðum CQ TF. Frá vinstri: 1. tbl. 2021 (kom út 27. janúar 2021); 4. tbl. 2020 (frá september 2020) og 3. tbl. 2020 (frá júní 2020). Hvert tölublað var yfir 50 blaðsíður að stærð. Ljósmynd: TF3JB.

Fyrir þá sem ekki færa sambönd í páskaleikunum beint inn í tölvu er ágætt að nota fyrirframprentuð dagbókareyðublöð.

Meðfylgjandi er mynd af dagbókareyðublaði fyrir félagsstöðina TF3IRA. Eyðublaðið var sett upp í Word forriti en allt eins má nota Excel, aðra töflureikna eða önnur ritvinnsluforrit.

Eyðublaðið er kynnt hér til upplýsingar ef einhvern vantar fyrirmynd.

Sambönd í Páskaleikunum 2021 frá TF3IRA verða færð inn á dagbókareyðublöð og síðan slegin inn í gagnagrunn leikana á netinu. Það hefur sýnt sig undanfarin ár að mjög er til þæginda að forprenta QSO númer og reitanúmer, auk þess sem villur verða færri.

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegrar páskahátíðar.

Við vonum að þessir dagar bjóði upp á góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu.

Athygli er vakin á páskaleikum félagsins sem hefjast föstudag kl. 18 og lýkur á sama tíma á sunnudag.  

Hægt er að skrá sig allan tímann sem leikarnir standa yfir. Vefslóð: http://leikar.ira.is/paskar2021/

Stjórn ÍRA.

Kæru félagar!

Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir.  Það eru að koma páskar.  Það þýðir bara eitt…PÁSKALEIKAR. Þetta verður hrikalega gaman. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar…eða bara láta fara vel um sig heima í „sjakknum“. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf til að vera með. Það þarf ekkert endilega að vera „all-in“ alla helgina.  Endilega hoppa inn á tíðnirnar þegar tími gefst. Það getur bara verið gaman.

NÝJUNG!  Getum notað endurvarpa! Endurvarpar koma sem sér band í leikinn.  Þetta á eftir að auka möguleika hand-stöðva, örva notkun endurvarpa og við lærum betur á útbreiðslu þeirra. Gerum þetta með stæl, sýnum á FB hvað við erum virkir amatörar. Allir “grobbpóstar” kærkomnir.

Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks.  Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þar til leikurinn endar. Slóðin á leikjavefinn er http://leikar.ira.is/paskar2021

Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er auðveldara en menn gætu haldið. ATH ATH ATH! Breyttur tími. Blásið verður til leiks kl. 18 föstudag 2. apríl og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudag 4. apríl.

Hittumst í loftinu….23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst, endurvarpar! 73 de TF8KY.

Myndin er af opnunarsíðu leikjavefjar Páskaleikanna 2021. Höfundur: Hranfkell Sigurðsson TF8KY.

Club Log er gagnagrunnur fyrir radíóamatöra þar sem leyfishöfum býðst m.a. að hlaða upp afritum af fjarskiptadagbókum sínum. G7VJR hjá Club Log tók nýlega saman upplýsingar úr innsendum dagbókum um skiptingu sambanda eftir mótun á HF tíðnum, á árinu 2020.

Meðfylgjandi kökurit EI7GL gefur vísbendingu um skiptinguna á milli mótunartegunda á HF árið 2020. Samkvæmt því var mótunartegundin FT8 undir samskiptareglum MFSK mótunar algengust (51,4%) þá mors (22,6%) og loks tal (15,1%). Aðrar mótunartegundir voru samtals með 10,1%.

Upplýsingarnar veita ákveðna vísbendingu um skiptingu eftir tegundum mótunar, en til grundvallar eru innfærð sambönd úr fjarskiptadagbókum fyrir 83.842 kallmerki á árinu 2020.