FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 16. JÚNÍ
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakur gestur okkar var Alex, UT4EK frá Úkraínu. Hann flutti til landsins í síðasta mánuði og á von á að dvelja hér á landi í allt að eitt ár. Hann er DX-maður og áhugasamur um keppnir […]
