Entries by TF3JB

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 16. JÚNÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakur gestur okkar var Alex, UT4EK frá Úkraínu. Hann flutti til landsins í síðasta mánuði og á von á að dvelja hér á landi í allt að eitt ár. Hann er DX-maður og áhugasamur um keppnir […]

,

5BWAZ VIÐURKENNINGARSKJAL Í HÚSI

Jónas Bjarnson, TF3JB hefur fengið í hendur 5 banda Worked All Zones (5BWAZ) viðurkenningarskjal frá CQ tímaritinu. Töluverður dráttur varð á afgreiðslu skjalsins, en hann hafði sent inn umsókn í lok árs 2020 þegar hann náði tilskildum lágmarksfjölda staðfestra svæða (e. zones), eða alls 150. Til að geta sótt um 5BWAZ þurfa menn að hafa […]

,

ALL ASIAN CW DX KEPPNIN 2021

63. All Asian DX keppnin – morshluti, verður haldinn helgina 18.-19. júní. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð í keppninni eru RST+aldur. Ef þátttakandi er t.d. 25 ára eru skilaboðin: 59925 o.s.frv. Flestir QSO punktar eru fyrir sambönd á lægri böndum en margfaldarar ráðast af fjölda stöðva sem […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 16. JÚNÍ

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Mathías Hagvaag, QSL stjóri kortastofunnar verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

EFNI Í CQ TF

Skilafrestur á efni í nýja blaðið er til mánudagsins 20. júní. Allt efni um áhugamálið er vel þegið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73 – Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB,ritstjóri CQ TF.

,

FRÉTTIR AF VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ

KiwiSDR viðtækin yfir netið á Bjargtöngum, Galtastöðum og Raufarhöfn eru í góðu lagi. En Airspy R2 SDR viðtækið Perlunni er úti. Unnið er að viðgerð. Unnið var að uppsetningu KiwiSDR viðtækis til prufu í fjarskiptaherbergi ÍRA í vikunni, sbr. ljósmyndir. Þess er að vænta að það verði QRV á næstunni. Bjargtangar. KiwiSDR (10 Khz – […]

,

MÁLAÐ YFIR VEGGJAKR0T

Drifið var í að mála langa bárujárnsvegginn við húsið í Skeljanesi fimmtudaginn 9. júní. „Þetta er svipað og í fyrra“ sagði Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 sem hefur fylgst með umhverfinu hjá okkur og séð um að mála yfir ósómann. Baldi átti ekki heimangengt í dag, en var með í ráðum þegar TF1JI og TF3JB mættu á […]

,

RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins kemur út 3. júlí n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 9. JÚNÍ

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 9. júní. frá kl. 20:00. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Búið verður að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar. […]

,

FLÓAMARKAÐI ÍRA FRESTAÐ

Ákveðið hefur verið að fresta flóamarkaði félagsins sem halda átti í Skeljanesi 12. júní n.k. Ný dagsetning er 11. september. Í ljós hefur komið að þessi dagsetning hentar ekki vel. Margir hafa haft samband við félagið og óskað eftir að dagsetning verði endurskoðuð þar sem þeir og fjölskyldur þeirra verða erlendis eða á ferðalagi innanlands […]