Entries by TF3JB

,

ARRL DX keppnin 2012 á SSB er um helgina

ARRL International DX keppnin 2012 á SSB verður haldin um komandi helgi, dagana 3.-4. mars. Keppnin er tveggja sólarhringa keppni og hefst á miðnætti á laugardeginum (kl. 00:00) og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Keppnin fer fram á öllum böndum, þ.e. frá 160-10 metra. Markmið keppninnar er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur […]

,

Nýtt amatörband í höfn á WRC 2012

Frumvarp nr. 1.23 um nýtt amatörband í tíðnisviðinu 472-479 kHz hlaut jákvæða umfjöllun á WRC 2012 ráðstefnunni í Genf í gær, þann 13. febrúar. Frumvarpið verður því með í heildarpakkanum sem lagður verður fyrir til endanlegrar samþykktar á föstudag, sem er síðasti dagur ráðstefnunnar. Ef allt gengur eftir, mun hið nýja band verða heimilað á víkjandi grundvelli. […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3KB

Fimmtudagserindið þann 23. febrúar var í höndum Kristjáns Benediktssonar, TF3KB og nefndist það Ráðstefnan í IARU Svæði 1 árið 2011; helstu niðurstöður. Á þriðja tug félagsmanna mættu í félagsaðstöðuna í Skeljanesi. Í umfjöllun sinni, lýsti Kristján uppbyggingu aðþjóðastarfs radíóamatöra. Hann fór vel yfir feril og þróun umræðunnar innan hreyfingarinnar og tók dæmi um faglega og færsæla lausn mála þann […]

,

Próf til amatörleyfis 28. apríl n.k.

Nokkrir einstaklingar hafa sett sig í samband við félagið að undanförnu og skýrt frá áhuga sínum þess efnis, að fá tækifæri til að sitja próf til amatörleyfis án undangengis námskeiðs. Stjórn Í.R.A. samþykkti á fundi sínum s.l. föstudag (að fenginni jákvæðri umsögn prófnefndar félagsins) að kanna þennan áhuga frekar. Til viðmiðunar sem prófdagur, er laugardagurinn 28. […]

,

Nýtt ítarefni á heimasíðu

Vakin er athygli félagsmanna á tveimur skjölum með Power Point glærum sem nýlega hafa verið sett inn á heimasíðu félagsins. Þetta eru annars vegar, glærur frá fimmtudagserindi Bjarna Sigurðssonar, sérfræðings hjá Póst- og fjarskiptastofnun, “Geislunarhætta í tíðnisviðum radíóamatöra” sem flutt var þann 8. desember s.l. og hins vegar, glærur frá sunnudagserindi Ársæls Óskarssonar, TF3AO, “Að byrja RTTY keppnisferilinn” sem flutt var […]

,

TF3W gekk ótrúlega vel miðað við aðstæður

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkjaði félagsstöðina TF3W í ARRL International DX keppninni á morsi, sem haldin var 18.-19. febrúar. Sigurður keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, fullu afli. Niðurstaða: 2.675 QSO og 243 margfaldarar eða nær 2 milljónir heildarstiga. Þessi niðurstaða er ótrúlega góð þegar tekið er tillit til bilana í búnaði og truflana í segulsviðinu á sunnudeginum. Band […]

,

TF3KB verður með fimmtudagserindið 23. febrúar

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 23. febrúar n.k. Þá kemur Kristján Benediktsson, TF3KB, og nefnist erindi hans: Ráðstefnan í IARU Svæði 1 árið 2011; helstu niðurstöður. Kristján hefur jafnframt orðið góðfúslega við ósk félagsins um að fjalla stuttlega um helstu niðurstöður alþjóðlegu radíófjarskiptaráðstefnu ITU, WRC-12 (World Radiocommunication Conference 2012) sem varða radíóamatöra og […]

,

TF3W er QRV í ARRL DX keppninni 2012

ARRL International DX morskeppnin stendur yfir helgina 18.-19. febrúar. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW starfrækir félagsstöðina TF3W í keppninni í einmenningsflokki á öllum böndum, fullu afli. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið yfir undanfarnar tvær vikur og voru m.a. sett upp sérstök loftnet fyrir 80 metrana og 160 metrana vegna keppninnar. 80 metra loftnetið er 21 metra hátt […]

,

Ólafur H. Friðjónsson, TF3OF, er látinn

Ólafur Helgi Friðjónsson, TF3OF, er látinn. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að hann hafi látist í Landspítalanum þann 10. febrúar s.l. Ólafur var handhafi leyfisbréfs nr. 97 og lengst af félagsmaður í Í.R.A. Hann var á 78. aldursári. Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Ólafs hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

,

TF3DX fór á kostum í Skeljanesi

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, var með fyrsta sunnudagserindið á yfirstandandi vetrardagskrá þann 12. febrúar. Vilhjálmur kynnti erindið eftirfarandi: Ætlunin er að fjalla um það sem heitir “duality” á ensku, sem ég hef lengi þýtt sem “tvídd” við kennslu. Þá er skoðuð samsvörun í jöfnum og rásum þegar víxlað er spennu og straumi. Þó hægt sé að komast af […]