,

CQ TF KEMUR ÚT Á NÝ

Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar ÍRA þann 4. apríl var ákveðið að hefja á ný útgáfu félagsblaðsins CQ TF. Á fundinum var Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, skipaður ritstjóri, en Doddi hefur áður komið að útgáfu blaðsins sem slíkur. Miðað er við útgáfu 4 tölublaða á starfsárinu.

Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annað hvort með því að skrifa sjálfir, senda ritstjóra línu eða slá á þráðinn. Skilafrestur efnis er til 19. apríl n.k. Netfang: tf3sb@ox.is; GSM 894-0098.

CQ TF mun koma út 29. apríl n.k. á stafrænu formi á heimasíðu félagsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five − three =