Entries by TF3JB

,

Fræðslukvöld fyrir verðandi próftaka 18. apríl.

            Næstkomandi miðvikudagskvöld, 18. apríl kl. 20:00 verður haldið fræðslukvöld fyrir verðandi próftaka í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Allir eru hvattir til að mæta, sérstaklega þeir sem ekki hafa áður fengið umfjöllun um þetta efni. Dagskrá er eftirfarandi: 1. Réttindi, ábyrgð og siðir radíóamatöra, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS. 2. Mótun og stilling hennar, […]

,

Truflanir í segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring, 12.-13. apríl, sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum má sjá stöðuna frá kl. 10 árdegis (í gær) til kl. 10 árdegis í dag, 13. apríl. Truflanirnar hófust upp úr kl. 16 í gær (12. apríl). Skilyrðaspár benda til að þær geti haldið eitthvað áfram. Efsta línuritið (Z) sýnir […]

,

Fimmtudagserindi TF3CY í dag frestast

Erindi Bendikts Sveinssonar, TF3CY, sem halda átti í kvöld, fimmtudaginn 12. apríl kl. 20:30 er hér með frestað af óviðráðanlegum ástæðum um 2 vikur til fimmtudagsins 26. apríl n.k. kl. 20:30. Opið hús verður í Skeljanesi í kvöld frá kl. 20-22:00 og kaffi á könnunni.

,

Próf til amatörleyfis verður haldið 28. april

Próf til amatörleyfis verður haldið laugardaginn 28. apríl 2012 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes í Reykjavík. Prófið hefst stundvíslega kl. 10 árdegis. Hafa skal meðferðis blýanta, strokleður, reglustiku og reiknivél sem ekki getur geymt gögn. Önnur gögn eru ekki leyfð. Prófið er í tveimur hlutum: Amatörpróf í undirstöðuatriðum raffræði og radíótækni. Það er í 30 liðum. Lágmarkseinkunn 4,0 […]

,

18. apríl er alþjóðadagur radíóamatöra

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl ár hvert og ber að þessu sinni upp á miðvikudag. Það var þann mánaðardag árið 1925 sem alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., voru stofnuð fyrir 87 árum. Einkunnarorðin eru að þessu sinni: Gervitungl radíóamatöra: 50 árum fagnað í geimnum (Amateur Radio Satellites: Celebrating 50 Years in Space). Fyrstu gervitungl radíóamatöra voru OSCAR […]

,

Benedikt TF3CY verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá Í.R.A. verður haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 12. apríl n.k. Þá kemur Benedikt Sveinsson, TF3CY í Skeljanes og nefnist erindi hans: QRO kvöld; heimasmíði RF magnara og notkun þeirra. Benedikt mun m.a. hafa til sýnis heimasmíðaðan QRO RF magnara og fjalla almennt um QRO afl bæði í HF og VHF tíðnisviðunum. Erindið hefst stundvíslega kl. […]

,

Páskakveðjur

Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, þann 5. apríl, er skírdagur. Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð þann dag. Næsti opnunardagur verður fimmtudaginn 12. apríl. Þann dag verður í boði erindi Benedikts Sveinssonar, TF3CY, um QRO málefni (sem verður nánar kynnt síðar). Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn 19. maí n.k.

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 19. maí 2012. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli (áður “Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga. Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurfa tillögur að lagabreytingum að berast […]

,

Frá kynningarkvöldi Í.R.A. þann 30. mars

Í.R.A. bauð upp á sérstakt kynningarkvöld þann 30. mars í félagsaðstöðunni í Skeljanesi vegna fyrirhugaðs prófs til amatörleyfis sem haldið verður þann 28. apríl n.k. án undangengins námskeiðs, sem auglýst var á heimasíðu félagsins nýlega. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar félagsins annaðist kynninguna. Hann lagði fram og kynnti nýja samantekt nefndarinnar fyrir þá sem áhuga […]

,

Vel heppnað fimmtudagskvöld í Skeljanesi

APRS mál voru efst á baugi á vetrardagskrá félagsins í Skeljanesi fimmtudaginn 29. mars. Þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, Joseph Timothy Foley, N1ZRN/TF og Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, fluttu vel heppnuð erindi. Þau skiptust eftirfarandi: TF3JA: Þróun APRS ferilvöktunar á Íslandi og framtíðauppbygging gagnvart notum í neyðarfjarskiptum. N1ZRN/TF: “APRS Tracker and Telemetry” (APRS ferilvöktun og hæfni til fjarmælinga). TF2SUT: APRS […]