Entries by Ölvir Sveinsson

,

Hraðnámskeið fyrir verðandi radíóamatöra um miðjan nóvembermánuð

Námskeiðið hefst laugardaginn 12. nóvember. Áætlað er að halda radíóamatörpróf þann 19. nóvember. Um helgina 12.-13. nóvember er áætlað að kenna í 6 – 7 tíma hvorn dag og síðan frá klukkan 19 til 22 á hverju kvöldi frá mánudegi til föstudags. Prófið hefst klukkan 10 á laugardagsmorgni og lýkur klukkan 14. Námskeiðsgjald er 20 […]

,

TF3AM fjallar um loftnet – opið hús Skeljanesi

TF3AM fjallar um loftnet á opnu húsi í Skeljanesi annað kvöld klukkan 20:15. Staðlaráð Íslands hefur gefið út í íslenskri þýðingu staðalinn ÍST EN 50522, Jarðbinding háspennuvirkja. Staðalinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. – Part 1: Common rules. […]

,

CQ TF fyrir næstum 42 árum síðan

Það er alltaf fróðlegt að blaða í gömlum blöðum ekki síður en nýjum … þeir TF3KB og TF3DX skrifuðu mest af efninu sem birt er í CQ TF 1975. Hvort annar hvor þeirra skrifaði brandarana í blaðið kemur ekki fram. Gamlir brandarar OG SVO VAR ÞAÐ MAÐURINN, — sem kallaði CQ DOG X-RAY, eða skyldi […]

,

Opið hús í Skeljanesi í kvöld 20 – 22

Opið hús í Skeljanesi í kvöld 20 – 22 og um helgina er SSB hluti SAC keppninnar. Heitt kaffi á könnunni og frystar kleinur í Skeljanesi í kvöld frá 20 til 22. Um helgina er SSB hluti SAC keppninnar. SAC keppnin er norræn alheimskeppni þar sem stöðvar á Norðurlöndunum keppa sín í milli um að […]

,

Amatörar í Litháen

Ég var að þvælast í Litháen núna fyrir stuttu og ákvað að senda línu á Amatöra þar í landi. Þeir buðu mér strax í kaffi og bjór. Ég reynda hafði ekki tíma nema fyrir kaffibolla en fór samt og heimsótti þá og smellti af þeim mynd. Spjallaði við þá í smá tíma og voru þeir […]

,

Radíó Refir í Skeljanesi

Radíó Refir eru í Skeljanesi að taka þátt í CQ WW RTTY keppninni. Þeir voru komnir með vel yfir 400 QSO kl 14:00 í dag þegar Ritari ÍRA leit við. Á myndinni eru þeir Svanur – TF3ABN, Bjarni – TF3GB og Halli – TF3HP. Félagsmenn eru hvattir til þess að heimsækja þá í sjakkinn.