,

9. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 16. Ágúst 2017.

Fundur hófst kl. 17:30 og var slitið kl. 19:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ og TF3DC.

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar var samþykkt einróma.

2. NRAU fundur síðustu helgi

TF3JA sótti fundinn. Gaf hann stjórn munnlega skýrslu um hvað fór fram á fundinum. Umræða skapaðist um ýmis málefni.

Fundargerð NRAU fundarins verður birt á síðu félagsins þegar hún kemur út.

3. Hýsing á heimasíðu ÍRA

TF3WZ ræddi við Sensa um að setja upp skriflegan samning um hýsingu á vefsíðu og eða sýndar vélbúnaði sem fylgir heimasíðu ÍRA. Sensa tók vel í það og verður samningur dreginn upp á næstu dögum.

Reikningur sem kom frá Sensa fyrir uppsetningu á sýndarvél verður felldur niður að mestu leiti, eftir mun standa um 30 þúsund.

Stjórn samþykkti greiðslu á reikning með fyrirvara um staðfestingu gjaldkera. Aths gjaldkeri og aðrir stjórnarmenn hafa nú samþykkt þessa greiðslu og lýst ánægju sinn með samstarfið við Sensa.

Stjórn samþykkti að samningur yrði gerður við Sensa.

Stjórn vill einnig að það komi fram að félagið er þakklát þeim styrk sem Sensa veitir félaginu með hýsingu án greiðslu.

4. Nýtt félagsheimili

TF3JA leggur til að sett verði á fót hópur sem tekur að sér að fjalla um aðstöðu félagsins, félagsheimili, staðsetningu og möguleika sem því tengjast.

Eins og staðan er núna er mál á borði Reykjavíkurborgar um aðstöðu í Gufunesi. Vænta má svara frá borginni seinna í ágústmánuði.

5. Námskeið

TF3JA vinnur að námskeiði sem halda á í haust. Sú vinna gengur vel og er á áætlun. Fundur hefur ekki enn verið boðaður með prófnefnd, það verður gert fyrir lok ágústmánaðar.

6. CQ TF

TF3JA leggur til að gerð verði tilraun til að koma CQ TF blaði í útgáfu og leggur til að höfundum verði boðin greiðsla á bilinu 1000 til 3000 krónur fyrir hverja síðu án mynda,  ritstjóri metur efnið og ákveður verð. Fram kom að Danir greiða svipaða upphæð en eingöngu fyrir tæknigreinar. Ákveðið að skoða þetta betur.

7. Vetrardagskrá

TF3JA: Vetrardagskrá er í smíðum.

8. Fyrirspurn frá Kajakfélaginu

Fyrirspurn barst frá Kajakfélaginu um hvort þeir mættu setja niður gám við hlið hússins, norður hlið, milli húss og girðingar.

Stjórn sá því ekkert til fyrirstöðu og mun TF3JA láta þá vita.

9. Næsti stjórnarfundur

Næsti stjórnarfundur yrði 23. ágúst.

10. Önnur mál

TF3DC: Félagið á SteppIR loftnetsgreiðu fyrir 5 bönd ásamt stýribúnaði sem er ekki í neinni notkun eins og er. Leggur til að athugað verði með sölu á henni og fjármunir notað í annarskonar uppbyggingu félagsstöðvar enda vitað af áhugasömum kaupanda. Nú eða þá koma netinu í gagnið. Einnig þurfi að gera við Alphaspid vararótor félagsins þannig að hann nýtist til vara eða við framkvæmd nýrra loftnetshugmynda fyrir félagsstöð. TF3JA leggur til að bíða með ákvörðun um Steppir net þar til húsnæðismálin skýrast.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − seventeen =