,

6. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 15. Júní 2017.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 19:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZ, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK og TF3NE.

Fundarritari: TF3NE / TF3DC

Dagskrá

1. Erlent samstarf

Fyrir liggur að TF3JA sæki bæði ráðstefnu NRAU og IARU-R1 á árinu. TF3DC nefndi að síðast hefðu slík ráðstöfun og útgjöld verið samþykkt af félögum fyrirfram á aðalfundi sem væri gott skipulag og til þess fallið að skýra tilgang slíkra ferða og eyða misskilningi. Aðrir stjórnarmenn voru ekki sammála honum um þetta en TF3JA ætlar að leggja fram kostnaðaráætlun á næsta fundi þ.e. þann 6. Júlí. Fyrir liggur að félagið hefur lagt út um 100 þús. kr. vegna IARU ráðstefnunar og sótt um 50 þús. kr. styrk á móti svo gróft áætlaður kostnaður ÍRA er um 50 þús. kr. Þátttaka í NRAU ráðtefnunni er áætluð verða okkur að kostnaðarlausu eða kostnaðarlitlu vegna styrks frá NRAU eins og áður.

2. Sumarstarfið

• VHF-útileikar umsjón TF8KY
• Uppskeruhátíð 6. júlí sem verður um leið félagsfundur umsjón TF3JA og stjórn
• Smiðjuhátíð 28/29 júlí. Fulltrúi frá ÍRA. Líklega TF3JA en athuga möguleika TF6JZ o.fl.
• Útileikar umsjón TF3EK
• Vitahelgi umsjón TF3EO

3. Skeljanes

Nýr starfshópur skipaður um málið sem leitar fanga hjá þeim sem best til þekkja. Skipaður TF3WZ og TF3NE. Formaður dregur sig í hlé í málinu. TF3DC spurði hvort við þyrftum að ræða innanhússmál og samskiptamál við aðra leigjendur í Skeljanesi við Borgaryfirvöld. Umræður um málið. Skipan samþykkt.

4. Félagsgjöldin

TF3EK greindi frá að búið væri að senda út rukkun félagsgjalda 2017. Áhuga er fyrir að uppfæra félagatal þannig að í framtíðinni verði mynd af félagsmönnum.

5. Stöð og loftnet

TF3EK/TF3EO/TF3T hafa áhuga á að leggja fram tillögur um breytingar og endurbætur á fundinum 6. Júlí. Þegar tillögurnar liggja fyrir verða teknar nánari ákvarðanir um framhaldið.

6. Málefni umsækjanda um amatörréttindi

TF3JA telur að allir sem vilja fá amatörleyfi ættu að geta fengið slíkt leyfi, hér er þá vísan til aðila sem mögulega eiga erfitt með að taka skriflegt próf. Engar umræður eða niðurstaða hér að svo stöddu.

7. Endurskoðun námsefnis ÍRA

Rætt um TR61-02 og samhengið við TR-61-01 og uppfærslu námsefnis. Einkum er varðar stafræna hætti og nýjustu tækni í viðtækjum og sendum.

8. Erindi til P&F

TF3JA reki á eftir erindi um notkun kallmerkja óháð kallsvæði. Þeir TF3GW ráðgjafi okkar í málefnum sem snúa að P&F munu gera sér ferð á morgun og heyra í Herði.

9. Flóamarkaður

17 mættu á Flóamarkað sem var líflegur – engin peningavelta – en þvi meira örlæti ef félaga vantaði eitthvað sem var í boði.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 − one =