Næsta tölublað CQ TF, 1. tölublað ársins 2024, kemur út 28. janúar n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 14. janúar n.k. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

.

Forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag.

Þar á meðal var félagsmaður okkar, Sigurður Harðarson, TF3WS rafeindavirkjameistari sem fékk riddarakross fyrir störf á sviði fjarskipta- og öryggismála í þágu björgunarsveita, lögreglu og brunavarna.

Við óskum Sigga Harðar, TF3WS innilega til hamingju.

Stjórn ÍRA.

,

,

Frá hátíðlegri athöfn á Bessastöðum á nýársdag 2024. Sigurður Harðarson TF3WS er fjórði frá vinstri.
STJÓRN ÍRA ÓSKAR FÉLAGSMÖNNUM OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI.

RAC WINTER KEPPNIN stendur yfir laugardaginn 30. desember. Hún hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 23:59. Keppnin fer fram á morsi og tali (SSB og CW) á 160, 80, 40, 20, 15, 10, 6 og 2 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.

YOUNGSTERS ON THE AIR – YOTA KEPPNIN fer fram laugardaginn 30. desember. Þetta er 3. og síðasti hluti keppninnar á árinu og hefst kl. 12:00 og lýkur kl. 23:59. Keppnin fer fram á tali og morsi (SSB og CW) á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + aldur þátttakanda.

STEW PERRY TOPBAND CHALLENGE KEPPNIN hefst kl. 15:00 laugardag 30. desember og lýkur kl. 15.00 sunnudag 31. desember. Keppnin fer fram á morsi (CW) á 160 metrunum.
Skilaboð: RST + fjögurra stafa Maidenhead reitur (e. grid square).

ORIGINAL QRP KEPPNIN er sólarhringskeppni. Hún hefst laugardag 30. desember kl. 15:00 og lýkur kl. 15:00 sunnudag 31. desember. Keppnin fer fram á tali og morsi (SSB og CW) á 80, 40 og 20 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer + aflflokkur (VLP, QRP eða MP).

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

OptiBeam OB5-20 Yagi loftnet TF3IRA í desembersólarlagi í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári 2024.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 11. janúar n.k.

Stjórn ÍRA.

.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 11.-17. desember 2023.

Alls fengu 13 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 40 og 160 metrar.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1EIN            FT8 á 10 og 12 metrum.
TF2CT             FT8 á 12 metrum.
TF2MSN          FT8 á 10, 12 og 160 metrum.
TF3AO             RTTY á 10 og 20 metrum.
TF3EK             FT8 á 17 metrum.
TF3DC             CW á 12 og 17 metrum.
TF3G               FT8 á 15 og 30 metrum.
TF3PPN           FT8 á 10 og 15 metrum.
TF3T                SSB á 40 metrum.
TF3VE              FT8 á 10 og 12 metrum.
TF5B                FT8 á 12, 15, 17 og 40 metrum.
TF6MK            FT8 á 17 metrum
TF8SM              CW á 40 metrum.

Gísli Guðnason TF6MK var QRV í vikunni 11.-17. desember. Gísli er hér í fjarskiptaherberginu heima í Mosfellsbæ. Þess má geta, að hann var í hópi 10 nýrra leyfishafa sem luku prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 11. nóvember. Ljósmynd: TF6MK.
Veisluborðið í Skeljanesi 14. desember 2023.

Jólakaffi ÍRA 2023, viðhafnarkaffi var haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 14. desember.

Kvöldið heppnaðist vel. Mikil ánægja – allir hressir og umræður á báðum hæðum. Skemmtilegur endir á metnaðarfullri fræðsludagskrá félagsins sem hófst 5. október s.l. Félagsaðstaðan verður næst opin fimmtudag 11. janúar 2024.

Alls mættu 30 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta veðurstillta og fagra vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Anna Henriksdóttir TF3VB skar fyrstu sneiðina af stóru ístertunni frá Kjörís.
Anna skar einnig fyrstu sneiðina af stóru brauðtertunni frá Bakarameistaranum.
Fremst á mynd: Jón Svavarsson TF3JON, Mathías Hagvaag TF3MH og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM. Fjær: Benedikt Sveinsson TF3T, Heimir Konráðsson TF1EIN og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Erling Guðnason TF3E, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Anna Henriksdóttir TF3VB, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Bernhard M. Svavarsson TF3BS.
Óskar Sverrisson TF3DC og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Jónas Bjarnason TF3JB, Óskar Sverrisson TF3DC og Einar Kjartansson TF3EK.
Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Kristján Benediktsson TF3KB, Erling Guðnason TF3E og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Georg Kulp TF3GZ.
Jónas Ingi Ragnarsson TF3JIR, Benedikt Sveinsson TF3T, Heimir Konráðsson TF1EIN, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Jónas Bjarnason TF3JB, Einar Kjartansson TF3EK og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Benedikt Sveinsson TF3T og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG veifar til ljósmyndara. Aðrir á mynd: Guðmundur Sveinsson TF3SG, Óskar Sverrisson TF3DC og Andrés Þórarinsson TF3AM. Sérstakar þakkir til Jóns Svavarssonar TF3JON og Georgs Kulp TF3GZ fyrir ljósmyndir.

Næsti viðburður á dagskrá ÍRA er jólakaffi félagsins, viðhafnarkaffi sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi, fimmtudaginn 14. desember kl. 20:30.

Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju.

Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 11. janúar 2024.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.
Mynd af kaffiborðinu í fyrra (2022). Ljósmynd: Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.

Kristján Benediktsson, TF3KB mætti í Skeljanes sunnudaginn 10. desember með umræðuþemað: „Ráðstefna IARU Svæðis-1 1.-4. nóvember 2023“. Kristján er IARU/NRAU tengiliður ÍRA og var fullrúi félagsins á ráðstefnunni sem haldin var í Zlatibor í Serbíu og tók þátt yfir netið.

Fram kom m.a. að yfir 120 fulltrúar landsfélaga Svæðis 1 sótti ráðstefnuna sem starfaði í fimm vinnunefndum að viðbættum allsherjarfundum (e. plenum). M.a. voru samþykkt útgjöld til stuðnings við framtíðarmótun og nýsköpun. Einnig YL og ungmennastarfsemi, auk IARU verkefna í Friedrichshafen. Teknar voru fyrir á annað hundrað greinargerðir, tillögur og erindi landsfélaga. Fastir vinnuhópar skiluðu skýrslum. Sjá nánar vefslóðina: https://conf.iaru-r1.org/documents/  

Samþykkt WRC-23 um 23cm bandið frá 8. desember.

Í lok umræðna kynnti Kristján glænýja samþykkt WRC-23 alheimsráðstefna Alþjóða fjarskiptasambandsins ITU (International Telecommunications Union) sem starfar um þessar mundir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Samþykktin varðar 23cm bandið (1240-1300 MHz) þar sem radíóamatörar hafa víkjandi aðgang í forgangsflokki 2.

Vegna vaxandi notkunar staðsetningartungla og fjölgunar staðsetningarkerfa á þessu tíðnisviði samþykkti síðasta ráðstefna (WRC-19) að gera úttekt á hugsanlegum truflunum, sem radíóamatörar gætu mögulega valdið. Mikil og vönduð vinna hefur verið lögð sl. 4 ár í úttektir á þessu og skrifaðar um það vandaðar skýrslur. Sjá nánar vefslóðina: https://www.iaru-r1.org/2023/23cm-band-outcome-approved-at-the-7th-plenary-meeting-of-wrc-23/

Á WRC-23 ráðstefnu ITU var síðan lögð fram lokaskýrsla (ITU-R M.2164) um útfærslu sem allir notendur ættu að geta við unað. WRC-23 samþykkti að gera þá útfærslu ekki að skyldu, heldur vísa einungis til hennar í neðanmálsgrein. IARU hefur lýst yfir mikilli ánægju með þessi málalok.

Sérstakar þakkir til Kristjáns Benediktssonar, TF3KB fyrir afar afar fróðlegan og vel heppnaðan sófasunnudag í Skeljanesi. Alls mættu 6 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þennan ágæta sunnudagsmorgun í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Myndin er af öflugu teymi radíóamatöra sem hefur gætt hagsmuna okkar í hvívetna á ITU ráðstefnunni WRC-23 í Dubai sem hófst 20. nóvember og lýkur 15. desember n.k. Frá vinstri: ‘Jon,’ Jonathan V. Siverling WB3ERA, Paul Vincent Coverdale VE3ICV, Barry Lewis G4SJH, Flavio A. B. Archangelo PY2ZX, Bernd Mischlewski DF2ZC, Tim St. John Ellam VE6SH, Murray Niman G6JYB, Ole Garpestad LA2RR, Joel M. Harrison Sr. W5ZN, Yudi YB1PRY, Peter VK2EMR, Dale E. Hughes VK1DSH, og Roland Turner 9V1RT. Á myndina vantar ‘Ken,’ Katsumi Yamamoto JA1CJP. Ljósmynd: IARU.

Næsti viðburður í Skeljanesi er í boði á sunnudag 10. desember kl. 11:00. Þá mætir Kristján Benediktsson, TF3KB IARU/NRAU tengiliður ÍRA með umræðuþemað: „Ráðstefna IARU Svæðis-1 1.-4. nóvember 2023“. Kristján var fullrúi félagsins á ráðstefnunni sem haldin var í Serbíu í síðasta mánuði og tók þátt yfir netið.

Húsið opnar kl. 10:30 en viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi. Að venju verða vínarbrauð í boði með kaffinu frá Björnsbakaríi og rúnstykki með skinku og osti.

Sunnudagsopnanir (stundum nefndar „sófasunnudagar“) hafa verið skýrðar á þann veg að um sé að ræða fyrirkomulag menntandi umræðu á messutíma sem er hugsuð sem afslöppuð, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í stóra leðursófasettinu og ræða amatör radíó og tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni leiðir umfjöllun og svarar spurningum.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM byrjaði erindið stundvíslega kl. 20:30.

Andrés Þórarinsson, TF1AM mætti í Skeljanes 7. desember með erindið „Útbreiðsla á metrabylgju innanlands“. Erindið var undir miklum áhrifum af árangri ýmissa radíóamatöra í innanlandsleikjum ÍRA, þ.e. Páskaleikunum og VHF/UHF leikunum.  Spurningin var þessi:  Hvernig fóru menn að því að ná svo löngum samböndum? 

Nefnd voru m.a. fræg sambönd eins og á 23cm milli TF3ML á Öndverðarnesi og TF1JI sem var á Hengilssvæðinu, 154km, og á 2m/70cm milli TF2MSN á Akranesi og TF3ML á Stórhöfða, 133km, á 70cm milli TF4AH á Látrabjargi og TF1A í Reykjavík, 208km, og á 2m milli TF1AM í Flókalundi og TF8KY á Reykjavíkursvæðinu,175km. 

Spurt var; hvernig var þetta hægt?  Kynnt var til sögunnar vefsíðan https://dxcluster.ha8tks.hu/hamgeocoding/

sem er hentug til að sjá „Maidenhead Locator“ fyrir Ísland og skýrir hvar þurfi að vera til að ná eftirsóknarverðum samböndum. Þá var kynnt vefsíðan https://www.solwise.co.uk/wireless-elevationtool.html  sem gerir kleift að sjá þverskurð lands milli hvaða 2ja punkta sem er, einungis þarf að færa endapunktana til að korti.  Aðalatriðið var það að löng sambönd nást gjarnan þegar merkið brotnar á einum háum tindi á milli, eins og t.d. um fjöllin á Snæfellsnesi. 

Þekkt sambönd voru prófuð með þessum hætti, svo og sambönd sem vitað var að ekki voru góð. Þetta var talsvert rætt. Önnur atriði komu fram sem hafa árangur á langdrægi, eins og loftnet, mótun (SSB), að coax-kaplar hafi lítil töp, að coax-tengi séu vönduð, og pólun (lóðrétt/lárétt). 

Í lokin var rætt lauslega um fjarskipti innanlands á stuttbylgjum.  Talsverðar umræður urðu sem voru hinar fróðlegustu. Svo var kaffi og mikið rætt.

Sérstakar þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir vandaða og skemmtilega framsetningu á þessu áhugaverða efni. Ennfremur þakkir til Andrésar og Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir. Alls mættu 24 félagsmenn og 1 gestur þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Frá vinstri: Einar Kjartansson TF3EK, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Sveinn Goði Sveinsson TF3TB, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Þórarinn Benedikz TF3TZ, Heimir Konráðsson TF1EIN, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Gísli Guðnason TF6MK og Sigmundur Karlsson TF3VE.
Björgvin Víglundsson TF3BOI, Þórarinn Benedikz TF3TZ og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Einar Kjartansson TF3EK, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Georg Kulp TF3GZ.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
Gísli Guðnason TF6MK, Sigmundur Karlsson TF3VE og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Heimir Konráðsson TF1EIN, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Mathías Hagvaag TF3MH, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmyndir: TF1AM og TF3GZ.

ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu (FST) þann 7. desember við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 1850-1900 kHz vegna þátttöku í alþjóðlegum keppnum á almanaksárinu 2024. Heimildin nær til eftirtalinna keppna:

CQ 160 metra keppnin á CW – 26.-28. janúar 2024.
ARRL International DX keppnin á CW – 17.-18. febrúar 2024.
CQ 160 metra keppnin á SSB – 23.-25. febrúar 2024.
ARRL International DX keppnin á SSB – 2.-3. mars 2024.
CQ WW WPX keppnin á SSB – 30.-31. mars – 2024.
CQ WW WPX keppnin á CW – 25.-26. maí 2024.
IARU HF World Champinship keppnin á CW/SSB 13.-14. júlí 2024.
CQ WW DX keppnin á SSB 26.-27. október 2024.
CQ WW DX keppnin á CW 23.-24. nóvember 2024.
ARRL 160 metra DX keppnin 7.-8. desember 2024.

G-leyfishafar hafa heimild til að nota fullt afl, allt að 1kW. N-leyfishafar njóta sömu tíðniréttinda, en aflheimild miðast við mest 10W.

Heimildin er veitt með fullu samþykki Vaktstöðvar siglinga sem hefur forgang til notkunar tíðna á þessu tíðnibili. Um þessa notkun gilda sömu kröfur og gilda fyrir tíðnisviðið 1810-1850 kHz í reglugerð, en aukin skilyrði Fjarskiptastofu eru eftirfarandi: Aflheimild er einvörðungu veitt þann tíma sem tilgreindar alþjóðlegar keppnir standa yfir.

Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um heimild til PFS á hrh@fst.is eða fst@fst.is Það nægir að senda eina umsókn sem þar með gildir fyrir allar 10 keppnirnar á árinu 2024.

Stjórn ÍRA.

Ljósmynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi.