,

FRÁBÆRT ERINDI TF1AM Í SKELJANESI

Andrés Þórarinsson TF1AM byrjaði erindið stundvíslega kl. 20:30.

Andrés Þórarinsson, TF1AM mætti í Skeljanes 7. desember með erindið „Útbreiðsla á metrabylgju innanlands“. Erindið var undir miklum áhrifum af árangri ýmissa radíóamatöra í innanlandsleikjum ÍRA, þ.e. Páskaleikunum og VHF/UHF leikunum.  Spurningin var þessi:  Hvernig fóru menn að því að ná svo löngum samböndum? 

Nefnd voru m.a. fræg sambönd eins og á 23cm milli TF3ML á Öndverðarnesi og TF1JI sem var á Hengilssvæðinu, 154km, og á 2m/70cm milli TF2MSN á Akranesi og TF3ML á Stórhöfða, 133km, á 70cm milli TF4AH á Látrabjargi og TF1A í Reykjavík, 208km, og á 2m milli TF1AM í Flókalundi og TF8KY á Reykjavíkursvæðinu,175km. 

Spurt var; hvernig var þetta hægt?  Kynnt var til sögunnar vefsíðan https://dxcluster.ha8tks.hu/hamgeocoding/

sem er hentug til að sjá „Maidenhead Locator“ fyrir Ísland og skýrir hvar þurfi að vera til að ná eftirsóknarverðum samböndum. Þá var kynnt vefsíðan https://www.solwise.co.uk/wireless-elevationtool.html  sem gerir kleift að sjá þverskurð lands milli hvaða 2ja punkta sem er, einungis þarf að færa endapunktana til að korti.  Aðalatriðið var það að löng sambönd nást gjarnan þegar merkið brotnar á einum háum tindi á milli, eins og t.d. um fjöllin á Snæfellsnesi. 

Þekkt sambönd voru prófuð með þessum hætti, svo og sambönd sem vitað var að ekki voru góð. Þetta var talsvert rætt. Önnur atriði komu fram sem hafa árangur á langdrægi, eins og loftnet, mótun (SSB), að coax-kaplar hafi lítil töp, að coax-tengi séu vönduð, og pólun (lóðrétt/lárétt). 

Í lokin var rætt lauslega um fjarskipti innanlands á stuttbylgjum.  Talsverðar umræður urðu sem voru hinar fróðlegustu. Svo var kaffi og mikið rætt.

Sérstakar þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM fyrir vandaða og skemmtilega framsetningu á þessu áhugaverða efni. Ennfremur þakkir til Andrésar og Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir. Alls mættu 24 félagsmenn og 1 gestur þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Frá vinstri: Einar Kjartansson TF3EK, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Sveinn Goði Sveinsson TF3TB, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Eiður Kristinn Magnússon TF1EM, Þórarinn Benedikz TF3TZ, Heimir Konráðsson TF1EIN, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Gísli Guðnason TF6MK og Sigmundur Karlsson TF3VE.
Björgvin Víglundsson TF3BOI, Þórarinn Benedikz TF3TZ og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Einar Kjartansson TF3EK, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Georg Kulp TF3GZ.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.
Gísli Guðnason TF6MK, Sigmundur Karlsson TF3VE og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.
Heimir Konráðsson TF1EIN, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Mathías Hagvaag TF3MH, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Kristján Benediktsson TF3KB. Ljósmyndir: TF1AM og TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen + 10 =