,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 30.-31. DESEMBER.

RAC WINTER KEPPNIN stendur yfir laugardaginn 30. desember. Hún hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 23:59. Keppnin fer fram á morsi og tali (SSB og CW) á 160, 80, 40, 20, 15, 10, 6 og 2 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.

YOUNGSTERS ON THE AIR – YOTA KEPPNIN fer fram laugardaginn 30. desember. Þetta er 3. og síðasti hluti keppninnar á árinu og hefst kl. 12:00 og lýkur kl. 23:59. Keppnin fer fram á tali og morsi (SSB og CW) á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + aldur þátttakanda.

STEW PERRY TOPBAND CHALLENGE KEPPNIN hefst kl. 15:00 laugardag 30. desember og lýkur kl. 15.00 sunnudag 31. desember. Keppnin fer fram á morsi (CW) á 160 metrunum.
Skilaboð: RST + fjögurra stafa Maidenhead reitur (e. grid square).

ORIGINAL QRP KEPPNIN er sólarhringskeppni. Hún hefst laugardag 30. desember kl. 15:00 og lýkur kl. 15:00 sunnudag 31. desember. Keppnin fer fram á tali og morsi (SSB og CW) á 80, 40 og 20 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer + aflflokkur (VLP, QRP eða MP).

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

OptiBeam OB5-20 Yagi loftnet TF3IRA í desembersólarlagi í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × one =