,

YL KVÖLD Í SKELJANESI

Fyrsta opnun félagsaðstöðu ÍRA – sérstaklega fyrir YL amatörana okkar – verður miðvikudaginn 12. október kl. 20-22.

Þær Anna Henriksdóttir, TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD verða í forsvari. Hugmyndin er að ræða saman, fara loftið og njóta veitinga. Þær stöllur sóttu nýverið ársfund Scandinavian YL Radio Amateurs í Turku í Finnlandi og munu segja frá starfinu innan SYLRA.

Allar konur sem eru leyfishafar, eru með hlustmerki eða hafa áhuga á amatör radíói eru hjartanlega velkomnar.

Stjórn ÍRA.

Anna Henriksdóttir TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD. Myndin var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × four =