Flóamarkaður ÍRA að hausti fór fram 9. október í Skeljanesi og var í fyrsta sinni haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið.
Notað var forritið „Google Meet“ og voru félagsmenn veftengdir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu.
Markaðurinn var tvískiptur. Annars vegar var tækjum og búnaði stillt upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar fór fram uppboð samtímis á staðnum og yfir netið. Alls voru boðin upp 38 númer og seldust 33. Margir gerðu reyfarakaup.
Alls tóku 47 manns þátt í viðburðinum, þar af 39 þátttakendur á staðnum og 8 tengdir yfir netið.
Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna og sérstakar þakkir til þeirra Vilhjálms Í. Sigurjónssonar uppboðshaldara og Hinriks Vilhjálmssonar, TF3VH tæknistjóra sem stóðu sig með afbrigðum vel.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!