,

VEL HEPPNAÐUR FLÓAMARKAÐUR

Flóamarkaður ÍRA að hausti fór fram 9. október í Skeljanesi og var í fyrsta sinni haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið.

Notað var forritið „Google Meet“ og voru félagsmenn veftengdir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu.

Markaðurinn var tvískiptur. Annars vegar var tækjum og búnaði stillt upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar fór fram uppboð samtímis á staðnum og yfir netið. Alls voru boðin upp 38 númer og seldust 33. Margir gerðu reyfarakaup.

Alls tóku 47 manns þátt í viðburðinum, þar af 39 þátttakendur á staðnum og 8 tengdir yfir netið.

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna og sérstakar þakkir til þeirra Vilhjálms Í. Sigurjónssonar uppboðshaldara og Hinriks Vilhjálmssonar, TF3VH tæknistjóra sem stóðu sig með afbrigðum vel.

Stjórn ÍRA.

Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33 lítur yfir tæki og búnað í salnum.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB skoðar tæki og búnað.
Yngvi Harðarson TF3Y, Smári Hreinsson TF8SM, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Jón E. Guðmundsson TF8KW, Sigurður Elíasson TF3-Ø44 og Benedikt Sveinsson, TF3T.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Jón E. Guðmundsson TF8KW, Georg Kulp og Smári Hreinsson TF8SM.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Hinrik Vilhjálmsson TF3VH tæknistjóri og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF8VS uppboðshaldari.
Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Jón G. Guðmundsson TF3LM, XYL TF3JM, Jóhannes Tómasson TF3JM og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Alex Senchurov UT4EK, Mathías Hagvaag TF3MH, Ársæll Óskarsson TF3AO, Ægir Þór Ólafsson TF2CT, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Smári Hreinsson TF8SM.
Ársæll Óskarsson TF3AO og Svanur Hjálmarsson TF3AB.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Jón E. Guðmundsson TF8KW og Óskar Sverrisson TF3DC. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 2 =