,

Vilhjálmur TF3DX fór á kostum í Skeljanesi

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX var með afar vel heppnað fimmtudagserindi 27. október.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti áhugavert og vel heppnað fimmtudagserindi í Skeljanesi í gær, 27. október, sem hann nefndi “Merki og mótun”. Erindið byggir á fyrirlestrum sem hann flutti vorið 2011 fyrir nemendur á námskeiði félagsins til amatörprófs.

Vilhjálmur kynnti erindið þannig: “…að hugmyndin væri að leggja grunn hjá þeim sem skemmra væru komnir um leið og efnið væri hugsað til að gagnast þeim sem væru farnir að pæla dýpra”. Þetta gekk eftir enda efnið vel fram sett og skemmtilega flutt.

Minnst var á bandbeidd morsmerkja út frá AM með kassabylgju (..didididi..) þar sem grunntíðnin er jöfn sendihraðanum í stöfum á mínútu deilt með 12. Í lokin var lauslega drepið á stillingu SSB senda og nauðsyn þess að skoða merkið í góðri bandbreidd, ekki eftir að það hefur farið um þrönga síu í “góðu” viðtæki. Miklar umræður urðu á eftir og var fundi ekki slitið fyrr en kl. 22:30. Alls sóttu á þriðja tug félagsmanna erindið.

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, fyrir framlag hans, Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatöku og Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI, fyrir kaffimeðlætið.

Vilhjálmur fjallaði m.a. um mikilvægi þess að stilla sendi rétt út á SSB”.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × two =