,

Fjarskiptaáætlun 2011-2014 og 2011-2022

Póst- og fjarskiptastofnun kynnti á vef sínum í dag, 27. október, um drög að nýrri fjarskiptaáætlun sem eru til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu, en ráðherra hefur ákveðið að leggja nýja fjarskiptaáætlun fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi nú í haust. Verkefnið var unnið í innanríkisráðuneytinu með aðkomu Póst- og fjarskiptastofnunar, auk vinnuhópa úr stjórnkerfinu í umsjón verkefnisstjórnar um endurskoðun fjarskiptaáætlunar.

Hluti framsettra draga varða radíóamatöra, sem skilgreinda fjarskiptaþjónustu, en drögin hafa að öðru leyti mjög víðtæka skírskotun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 10. nóvember n.k. Stjórn Í.R.A. mun fjalla um drögin á fundi sínum þann 3. nóvember nk. Sjá nánar meðfylgjandi texta sem fenginn er á heimasíðu ráðuneytisins:

____________


Innanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja nýja fjarskiptaáætlun fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi nú í haust. Verkefnið var unnið í ráðuneytinu með aðkomu Póst- og fjarskiptastofnunar, auk vinnuhópa úr stjórnkerfinu í umsjón verkefnisstjórnar um endurskoðun fjarskiptaáætlunar.

Hér á vefnum er að finna drög að þingsályktun um tólf ára fjarskiptaáætlun og drög að fjögurra ára framkvæmdaáætlun. Fjarskiptaáætlun mun ná til sama tímabils og samgönguáætlun, þ.e. tólf ára stefnumótunar auk fjögurra ára framkvæmdaáætlunar. Efnistökum áætlunarinnar er ætlað að vera víðtækari en í fyrri fjarskiptaáætlun sem gilti fyrir árin 2005-2010 og er meðal annars fjallað um póstmál, rafræn samskipti, stafræna miðlun og samspil allra þessara málaflokka. Grundvallarmarkmið fjarskiptaáætlunar verða hliðstæð markmiðum samgönguáætlunar sem ásamt samræmdum tímasetningum greiða fyrir samþættingu við hana. Þessi markmið eru.

Aðgengileg og greið fjarskipti
Hagkvæm og skilvirk fjarskipti
Umhverfisvæn fjarskipti
Örugg fjarskipti.

Innanríkisráðuneytið auglýsir hér með þingsályktun um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2022 og þingsályktun (framkvæmdaáætlun) til fjögurra ára frá 2011-2014. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 10. nóvember 2011. Athugasemdir skal senda bréfleiðis á innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið postur@irr.is.

____________


Vefslóð fyrir drög að þingsályktun um fjarskiptaáætlun fyrir 2011-2014 og fjarskiptaáætlun 2011-2022:

http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27320

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two + 4 =