,

VHF/UHF LEIKARNIR Í FULLUM GANGI

10. VHF/UHF leikarnir byrjuðu í gær kl. 18. Aðaldagur leikanna er í dag, laugardag. Viðburðurinn verður í gangi fram á morgundaginn, sunnudag kl. 18:00.

22 kallmerki eru skráð til þátttöku þegar þetta er skrifað (á laugardag kl. 11:45), en hægt er að skrá sig hvenær sem er!

Félagsstöðin, TF3IRA, verður QRV frá Skeljanesi frá kl. 13:00. Þetta verður fyrsta „alvöru“ prófunin á nýja Diamond S-700HN loftneti stöðvarinnar eftir að það var sett upp 16. ágúst í fyrra (2020).

Fyrir þá sem vilja nota pappírsdagbók, er Hrafnkell TF8KY með skráningarblað sem hægt er að prenta út, sjá vefslóðina: http://leikar.ira.is/2021/ og opnið texta þar sem skráningarblaðið er vistað með því að smella á “Sýna reglur“.

Tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!

Stjórn ÍRA.

Myndirnar eru af Diamond X-700HN VHF/UHF húsloftneti TF3IRA. Það er staðsett á austurhlið hússins í Skeljanesi. Netið er 7.20 metrar á hæð. Það er samsett úr fjórum “stökkuðum” 5/8λ loftnetum á VHF; ávinningur er 9.3 dBi. Á UHF er það samsett úr 11 “stökkuðum” 5/8λ loftnetum; ávinningur er 13 dBi. Veðurþol er 40 m/sek. óstagað. Myndirnar eru frá uppsetningu 16. ágúst í fyrra (2020). Það er Georg Kulp, TF3GZ sem sá um uppsetningu en Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A um tengingavinnu. Myndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 1 =