,

SKELJANES: GÓÐIR GESTIR, GÓÐ STEMNING

Góð mæting var í Skeljanes í gær, 8. júlí og margt góðra gesta.

Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT (W1ANT) heilsaði upp á mannskapinn, en hann er búsettur í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. Hann hrósaði starfi félagsins (fylgist með á netinu) og sagðist alltaf hlakka til að lesa nýtt CQ TF.

Ólafur Vignir Sigurðsson, TF3OV mætti einnig á staðinn en hann er nú búsettur í Ólafsvík. Hann reiknar með að verða virkur á loftinu á ný með haustinu, en stendur í byggingaframkvæmdum fyrir vestan um þessar mundir.

Líkt og gefur að skilja þurfti margt að ræða yfir kaffinu, auk þess sem fjarskiptaherbergi TF3IRA var opið. Margir voru að sækja QSL kort enda þau tekin að berast á ný eftir faraldurinn. Ennfremur var radíódótið vinsælt og gekk vel út.

Af umræðum að dæma verður góð þátttaka í VHF/UHF leikunum um helgina, en þeir byrja kl. 18:00 í dag (föstudag) og standa til kl. 18:00 á sunnudag. Þegar þetta er skrifað hafa 18 kallmerki þegar verið skráð á leikjasíðuna: http://leikar.ira.is/2021/ Þar á meðal er félagsstöðin, TF3IRA sem verður virkjuð um helgina.

Alls mætu 25 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

.

Létt yfir mönnum við stóra fundarborðið. Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Ólafur Vignir Sigurðsson TF3OV heilsast (höfðu ekki sést lengi). Síðan frá vinstri: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Kjartan Birgisson TF1ET, Jónas Bjarnason TF3JB, Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmynd: TF3JON.
Frá vinstri: Heimir Þór Sverrisson TF3ANT/W1ANT, Kristján Benediktson TF3KB og Ágúst H. Bjarnason TF3OM. Ljósmynd: TF3JB.
Frá vinstri: Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Yngvi Harðarson TF3Y, Heimir Þór Sverrisson TF3ANT/W1ANT, Kristján Bendiktsson TF3KB, Ágúst H. Bjarnason TF3OM og Jón Svavarsson TF3JON. Ljósmynd: TF3JB.
Þórður Adolfsson TF3DT og Sigmundur Karlsson TF3VE. Ljósmynd: TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 + 18 =