,

VHF LEIKAR 2018 (uppfært 6. júlí)

VHF/UHF leikar (Byggt í grunninn á reglum VHF leika ira.is)

VHF/UHF leikar eru hugarfóstur áhugamanna um langdræg innanlandsfjarskipti. Markmið leikanna er að örva amatörmennskuna innanlands og sérstaklega hvetja þá í loftið sem eru nýir í áhugamálinu eða hafa verið í dvala um tíma. Það má vissulega deila um aðferðir við stigagjöf og það mætti örugglega bæta þar í til að auka sanngirni. Munum að þetta er leikur og markmiðið er að skemmta sér.

VHF/UHF leikar eru alls ekki hreinræktaðir útileikar, og ekki fást færri stig fyrir heimastöðvar eða stöðvar tengdar rafveitu heldur en burðarstöðvar. Því er engu síðra að taka þátt með stöðvum í heimahúsum og sumarbústöðum, því fjallageitur með handstöðvar og ökumenn með bílstöðvar þurfa oftar en ekki almennileg loftnet á hinum endanum til að ná í gegn. Almennt gildir um öll sambönd að stig fást fyrir kílómetra i öðru veldi. Sama á við um öll bönd. Um sambönd yfir hafið gildir efsta tíðni (í MHz) viðkomandi bands í öðru veldi. T.d. 6m. 52×52=2704 stig.

6 klst regla.
Stig reiknast ekki fyrir sambönd milli sömu stöðva á sama bandi nema 6 klst. líði á milli. Innan 6 klst. geta sömu stöðvar haft sambönd á mismunandi böndum. Ný mótun reiknast ekki sem nýtt samband á sama bandi en hvatt er til fjölbreytni með mótun. Oft getur t.d. CW eða SSB gert samband mögulegt þó það gangi ekki með FM.

Reglur; almennt.
Öllum leyfishöfum er heimil þátttaka í TF-TF samböndum. Þátttaka Íslendinga frá útlöndum og sambönd við þá frá TF er einnig heimil, en stig eru reiknuð með annarri aðferð en gildir um TF-TF sambönd (sjá hér að ofan).

Annað markmið VHF/UHF leika er að hvetja til útivistar og tilrauna með nýjar staðsetningar. Þátttakendur eru hvattir til að sýna frumkvæði í staðarvali. Stigagjöf ætti helst að verðlauna fyrirhöfn þeirra sem koma sér á góða staði fyrir langdræg fjarskipti. Eftir VHF/UHF leika eru þátttakendur hvattir til að koma til skila tillögum að bættum aðferðum við stigagjöf sem styðja þetta markmið.

Fjarstýringar.
Fjarstýrðar stöðvar eru velkomnar og ættu að gera fleirum færi á þátttöku. Þeir sem staddir eru erlendis eða úr kallfæri við það svæði sem mest notkun er geta tekið þátt. Til að gæta sanngirni er öllum þátttakendum heimilt að nota fjarstýrðar stöðvar óháð staðsetningu, þó með einu skilyrði. Þáttakandi sem notar fjarstýrða stöð notar þá stöð og gefur upp hennar hnit fyrir öll sambönd í leikunum. Hnitin þar sem fjarstýrða stöðin og loftnet hennar gilda að sjálfsögðu og breytast ekki á þáttökutímabilinu.

Tímasetning.
VHF/UHF leikar eru haldnir fyrstu heilu helgina í júlí. Leikurinn byrjar laugardag 7. júlí kl. 0:00 og endar sunnudag kl. 23:59. Auglýst tímabil hér að neðan eru einungis til að þétta virknina en sambönd utan þeirra skrást jafnt til stiga.

– Laugardagur kl 0000-0200, 1000-1200 og 1800-2000
– Sunnudagur kl 1000-1200 og 1800-2000

Viðmiðunartíðnir:

– 6m: 50,200 MHz
– 2m: 145,500 MHz
– og til vara: 145,400 MHz
– 70cm: 433,500 MHz
– 23cm: 1294,500 MHz

Þó má hafa samband hvenær sem er innan tímaramma leiksins og engin takmörk eru á lengd þátttökutíma miðað við höfð QSO.

Verðlaun:

Veitt verða verðlaun fyrir 1. sætið. Ólafur B. Ólafsson, TF3ML gefur verðlaunin.

Vefslóð: http://vhfleikar.ira.is/2018/

Með ósk um gott gengi, 73 de Keli, TF8KY.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 + 15 =