,

VERÐUR LOTA 25 RISASTÓR?

Dr. Scott McInthoch, aðstoðarforstjóri National Center for Athmospheric Research; High Altitude Observeratory, flutti erindi yfir netið á vegum Front Range 6 Meter Group í Bandaríkjunum þann 11. nóvember s.l.

Yfirskrift erindis hans er: “Solar Cycle 25 Prediction and Why It Will Be Huge!” Efnið er mjög áhugavert og sérstaklega, að nýbyrjuð lota 25 verði ein af 6-7 stærstu lotum frá því mælingar hófust, en kerfisbundin skráning sólbletta hófst um miðja 18. öld.

Hægt er að sjá erindi Dr. Scotts á síðunni sem opnast þegar smellt er á myndina til vinstri. Erindið er í heild um 1 klst. og 20 mínútur.

Fyrir áhugasama má benda á fróðlegt erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX sem hann flutti í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 25.11.2010; „Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna“ og er þrískipt:

Jónahvolfið:
Sólblettir: og
Sólblettir og skilyrðin.

Vefslóð: http://www.ira.is/itarefni/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen + two =