,

ÁHUGAVERÐ SKILYRÐI Á 160M

Síðustu vikur hefur Fux og sólblettafjöldi verið með því mesta sem hefur sést í meir en 3 ár. Góð skilyrði hafa verið á HF allt upp í 28 MHz. Árstíðabundin skilyrði á lægri böndunum eru að auki farin að skila sér.

Góð skilyrði hafa verið á 160 metrum að undanförnu og TF stöðvar hafa m.a. verið með sambönd við stöðvar í Japan og víðar í Asíu. Eftir að japanskir leyfishafar fengu uppfærðar tíðniheimildir í apríl s.l., hefur m.a. verið hægt að hafa sambönd á FT8 samskiptahætti á 1840 kHz í stað þess að hafa sambönd á skiptri tíðni (hlustað á 1908 kHz).

Fyrir þá sem vantar QSO við Jan Mayen á 160 metrum má benda á að Erik, JX2US hefur undanfarið verið með góð merki á bandinu. Erik er annars QRV á morsi og FT8 á 160m, 80m, 40m, 30m og 20m.

Meðfylgjandi teikning er af einföldu loftneti G3YCC fyrir 160 metra. Sjá umfjöllun í 1. tbl. CQ TF 2018, bls. 28. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/05/cqtf_32arg_2018_01tbl.pdf

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 + ten =