,

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGARSKJÖL

ÍRA stóð fyrir þremur fjarskiptaviðburðum á árinu 2020. Um er að ræða: (1) Páskaleikana sem haldnir voru 11.-12. apríl; (2) VHF/UHF leikana sem haldnir voru 10.-12. júlí ; og (3) TF útileikana sem haldnir voru 1.-3. ágúst.

Líkt og flestum er kunnugt tókst ekki að afhenda verðlaun og viðurkenningar á árinu 2020 vegna Covid-19 faraldursins. Vonir eru bundnar við að nú rofi til með tilslakanir á næstunni, svo hægt verði að opna félagsaðstöðuna í Skeljanesi, þar sem skýrt verður formlega frá úrslitum og umsjónarmenn viðburðanna munu afhenda viðurkenningar.

Glæsilegir verðlaunagripir verða til afhendingar fyrir 1.-3. sætin í Páskaleikunum og fyrir 1.-3. sætin í VHF/UHF leikunum, auk þess sem sérstök viðurkenningarskjöl verða nú afhent í fyrsta skipti í VHF/UHF leikunum. Þá verður sérstakur ágrafinn verðlaunaplatti afhentur fyrir 1. sætið í TF útileikunum, auk þess sem viðurkenningarskjöl verða veitt fyrir fyrstu 5 sætin.

Þessu til viðbótar voru framleidd glæsileg verðlaun fyrir nýtt Íslandsmet í lengd fjarskiptasambands á 1.2 GHz tíðnisviði í VHF/UHF leikunum (nú annað árið í röð). Þau verða til afhendingar á aðalfundi 2021.

Marko-Merki ehf., og Brynjólfur Jónsson, TF5B fá þakkir fyrir framleiðslu verðlaunagripa og skrautritun viðurkenningarskjala.

Stjórn ÍRA.

Verðlaun og viðurkenningar sem bíða afhendingar. Viðurkenningarskjöl fyrir 1.-5. sætið í TF útileikunum (rauðbrúnir rammar). Viðurkenningarskjöl fyrir bestu ljósmyndina sem tekin var í VHF/UHF leikunum og fyrir skemmtilegustu færsluna á Fésbókinni í VHF/UHF leikunum (svartir rammar). Verðlaunagripir fyrir 1.-3. sæti í VHF/UHF leikunum (aftast). Þar fyrir framan eru verðlauna-gripir fyrir 1.-3. sætin í Páskaleikunum. Fremst má síðan sjá verðlaun fyrir nýtt Íslandsmet í vegalengd fjarskiptasambands á 1.2 GHz í VHF/UHF leikunum. Á milli þeirra er ágrafinn veggplatti á viðargrunni sem veittur er fyrir 1. sætið í TF útileikunum. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 1 =