,

HORFUM TIL 18. FEBRÚAR

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram vegna Covid-19 faraldursins.

Ástæðan er ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tímabundna takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á morgun, 13. janúar og gildir til 17. febrúar n.k.

Þrátt fyrir að takmarkanir á samkomum séu nokkuð rýmkaðar (mest 20 manns) er óbreytt ákvæði þess efnis að tryggja skuli a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Vonir eru bundnar við að slakað verði á kröfum vegna faraldursins með nýrri reglugerð ráðherra sem er að vænta eftir miðjan febrúar n.k. (eða fyrr). Gangi mál á besta veg horfum við til að geta opnað á ný fimmtudaginn 18. febrúar.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + eleven =