,

Vel heppnaður sunnudagur í Skeljanesi

TF3WO sýnir virkan „Sky Command System II+” í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 3. mars.

Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO, stýrði 1. sunnudagsopnun vetrarins í Skeljanesi þann 3. mars. Yfirskrift viðburðarins var kynning á Kenwood „Sky Command System II+”.

Dagskráin var þrískipt. Fyrst greinargóð PowerPoint kynning, síðan fluttu viðstaddir sig upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA og loks niður í stóra sófasettið á 1. hæð þar sem í boði var kaffi og meðlæti. Fram kom m.a., að kerfið er innbyggt í stöðvar af 2000 gerð frá Kenwood og bílstöðvar og handstöðvar frá sama framleiðanda, þannig að ekki þarf að nota (kaupa) sérstakan hugbúnað, aukalega. „Sky Command” gerir eigendum TS-2000 stöðva (og fleiri frá sama framleiðanda) kleift að stýra þeim frá bílstöðvum eða handstöðvum á 2 metrum eða 70 cm, t.d. gerðum TH-D7A/G, TM-D700A eða TM-D710A. Umræðum lauk á settum tíma, upp úr hádegi. Alls mættu 10 félagar í Skeljanes þennan veðurmilda sunnudagsmorgun í höfuðborginni, úr kallsvæðum TF1, TF2 og TF3.

Stjórn Í.R.A. þakkar Guðjóni Helga Egilssyni, TF3WO, fyrir fróðlegan og vel heppnaðan viðburð.

Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO, flutti greinargóða PowerPoint kynningu á „Sky Command System II+”.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × one =